Sveitarstjórnarmál - 21.10.2008, Side 25
^Sumum gengur betur í listgreinum og öðrum gengur betur í raun-
greinum. Hæfileikar fólks liggja á mismunandi sviðum og færni fólks
kemur fram í ólíkum myndum.
samþykkt í sínum ranni að þetta sé sú stefna sem beri að fara eftir og
ég tel að Kennarasambandið muni einnig gera það innan tíðar. Með
því er komið formlegt eignarhald þessara meginaðila að baki
grunnskólans á hinni nýju stefnu og þá má segja að skref númer tvö
hefjist. Það felst I að innleiða þessa stefnu, koma henni til fram-
kvæmda í skólastarfinu og nota þau markmið, þær leiðir og þá
mælikvarða sem settir hafa verið upp varðandi skólastarfið. Skoðun
mín og annarra sem unnið hafa að þessu máli er sú að nú rói allir til
sömu áttar. Með því megi ná þeim árangri sem til er ætlast og snýr að
menntun, félagsfærni og lýðsheilsu íslenskra gunnskólanemenda."
Einstakiingsmiðað nám
Ragnar segir að til þess að ná þessu fram alls staðar á landinu þurfi
sveitarfélögin og skólarnir að vera mjög fjölbreytt og námsleiðir, náms-
aðferðir og námsgögn að vera þannig að einstaklingurinn, sem verið
sé að vinna með, geti nýtt sér þau til þessara hluta og öðlast aukna
menntun. Einnig verði að standa vörð um jafnræði að aðgengi að
námi. „Allt miðar þetta að því sama og í þessu felst skóli 21. aldar-
innar. Hann felst t því að miða kennslu og nám í grunnskólanum við
hæfi hvers og eins. Að einstaklingsmiðaðar áherslur séu grunnur (
skólastarfinu í stað þess að í skóla 20. aldarinnar var fremur miðað við
hópinn."
Ragnar segir ákveðna stefnubreytingu hafa átt sér stað og hin nýja
stefnumótun byggist að mun meira leyti á einstaklingnum og einstak-
lingsmiðuðu námi en eldri skólastefna þar sem sjónum var einkum
beint að hópnum. Hann segir að þekking hafi aukist á því hvernig fólk
læri og hvernig virkja megi hæfileika fólks. „Sumum gengur betur í
listgreinum og öðrum gengur betur í raungreinum. Hæfileikar fólks
liggja á mismunandi sviðum og færni fólks kemur fram í ólíkum
myndum. Við erum að taka mið af þessum staðreyndum í þeirri
skólastefnu sem nú er verið að innleiða."
Skóli án aðgreiningar
Ragnar víkur því næst að því sem kallast skóli án aðgreiningar. „Það
þýðir að öllum börnum gefist kostur á að stunda nám í sínum heima-
skóla burtséð frá fötlun eða öðrum sérþörfum sem kunna að vera til
staðar. Það er stór þáttur í skólastefnunni og því skólastarfi sem byggir
á henni að þetta jafnræði í aðgengi verði virt. Við munum þá tíma að
nemendur, sem uppfylltu ekki einhver tiltekin skilyrði eða bjuggu við
sérstöðu að einhverju leyti, voru teknir út úr hópnum og settir sér auk
Mörg börn stunda íþróttir og nú eru áform um að samhæfa
skóladag og vinnudag foreldra. Þessar stúlkur stunda íþróttir hjá |R.
e
TÖLVUMIÐLUN
www.h3.is
<%>
----- 25