Sveitarstjórnarmál - 21.10.2008, Síða 28
Fréttir
Suðurnes
Samstarf ríkis og sveitarfélaga um atvinnuuppbyggingu
íslenska ríkið og fulltrúar fimm sveitarfélaga
á Suðurnesjum hafa undirritað viljayfirlýsingu
um samstarf um atvinnuþróun ( nágrenni
Keflavíkurflugvallar. Samstarfið er byggt á
þeirri sérstöðu sem felst i nálægð alþjóða-
flugvallarins. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar
var stofnað við brottför bandaríska hersins
héðan en með þessari viljayfirlýsingu er
stefnt að þvi að auka enn frekar samstarf
ríkis og sveitarfélaga við að laða nýja fjárfesta
til atvinnuþátttöku á svæðinu.
Geir H. Haarde forsætisráðherra, Árni M.
Mathiesen fjármálaráðherra og Kristján L.
Möller, samgönguráðherra og ráðherra sveit-
arstjórnarmála, undirrituðu viljayfirlýsinguna
af hálfu ríkisins auk fulltrúa sveitarfélaganna
fimm á Suðurnesjum, Grindavfkurbæjar,
Reykjanesbæjar, Sandgerðisbæjar, Sveitar-
félagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga.
Reynsla frá öðrum löndum sýnir að alþjóð-
legir flugvellir geti orðið mikilvægur aflvaki
hagvaxtar. Stefnt er að því að gera sam-
starfssáttmála þar sem þróunarsvæðið verður
skilgreint frekar og atvinnustarfsemi afmörk-
uð sem laða á að svæðinu. Þá verður einnig
ákveðið hvernig kostnaði og tekjum verði
skipt og skipulagsmál samhæfð. Stefnt er að
því að Ijúka samningaviðræðum fyrir lok
þessa árs.
Hallarekstur
verði heimilaður
Á fundi með fulltrúum sveitarfélaga, sem
haldinn var föstudaginn 17. október sl.,
kynnti Halldór Halldórsson, formaður Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga, tillögu sem
heimilar sveitarstjórnum að leggja fram fjár-
hagsáætlun fyrir næsta ár sem geri ráð fyrir
hallarekstri.
Samkvæmt núgildandi lögum er sveit-
arstjórnum óheimilt að gera ráð fyrir halla-
rekstri í fjárhagsáætlunum en vegna sérstakra
aðstæðna í þjóðfélaginu þykir koma til greina
að breyta lögunum.
Fulltrúar Sambands (slenskra sveitarfélaga
munu kynna tillöguna fyrir Kristjáni L. Möller,
ráðherra sveitarstjórnarmála, og óska eftir þvl
að hann flytji frumvarp til breytinga á núgild-
andi sveitarstjórnarlögum þessa efnis.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar í Sandgerðisbæ.
Sveitarstjórnir bregðast við
efnahagsástandi
Margar sveitarstjórnir hafa að undanförnu
unnið að því að mæta því ástandi sem nú er
í efnahagsmálum þjóðarinnar. Fjárhagsáætl-
anir hafa verið teknar til endurskoðunar,
fyrirhuguðum framkvæmdum frestað og leit-
að leiða til þess að vernda almenna þjónustu
sveitarfélaganna við íbúana. Einnig hefur
verið unnið að sérstökum áætlunum til þess
að mæta áföllum sem fólk getur orðið fyrir.
[ tillögum sviðsstjóra Velferðarsviðs Reykja-
víkurborgar segir mikilvægt að bregðast hratt
við, efla aðgengi að núverandi þjónustu og
bæta í þar sem telja má líklegt að þörfin sé
Frá byggingaframkvæmdum í Innri-Njarðvík í
Reykjanesbæ. Bjartsýni er ríkjandi á Suðurnesjum
vegna fyrirhugaðrar byggingar tveggja stórra
atvinnufyrirtækja.
mest en meta síðan aðstæður til lengri tíma
og kanna hvort meiri aðlögunar verði þörf.
Veðferðarsvið Reykjavíkurborgar leggur
áherslu á samstarf við Ráðgjafarstofu heimil-
anna og mögulegan stuðning við starfsemi
hennar. Lögð er til aðstoð heilsugæslu við
fólk sem þjáist vegna áfalla, af kvíða eða til-
hneigingu til þunglyndis. Lagt er til að Vinnu-
málastofnun aðstoði fólk sem misst hefur
vinnu sína og að Rauði krossinn verði til
staðar fyrir fólk í svartsýnum hugleiðingum.
Velferðarsvið Reykjavíkurborgar leggur mikla
áherslu á bætt aðgengi að ráðgjafarþjónustu
á vegum borgarinnar og að gert verði ráð
fyrir að þangað leiti fólk sem ekki hefur sótt
þá þjónustu áður.
Víða svipað upp á teningnum
Ef farið er yfir vefsetur sveitarfélaganna má
víða sjá upplýsingar um þjónustu fyrir íbúa af
sambærilegum toga og hjá Reykjavíkurborg
og einnig hvatningarorð bæjarstjóra sem
leggja áherslu á rólyndi og bjartsýni íbúanna
og að sveitarfélögin muni gera það sem í
þeirra valdi stendur til þess að mæta þeim
vanda, sem heimili og fjölskyldur kunni að
standa frammi fyrir.
SFS
28
TÖLVUMIÐLUN
www.tolvumidlun.is