Sveitarstjórnarmál - 21.10.2008, Qupperneq 13
Alls kyns úrgangur er notaður til moltugerðar. Hér má sjá jólatré sem safnað var saman I byrjun árs og verða á
endanum að áburði.
og greinilegt að fólk sé farið að huga meira
að þessum málum en áður. „Við stefnum
ótrauðir á að kynna endurvinnslutunnuna og
beina því að fólki að auka flokkun á úr-
gangi."
Um 30% af heimilisúrgangi
matarleifar
í einum af mörgum hlutum þessa víðáttu-
mikla athafnasvæðis má líta jarðvegsúrgang,
skógarleifar, gömul jólatré og jafnvel hús-
dýraáburð úr hesthúsum. Skammt frá standa
nokkrir bláir gámar I röð á plani. Þetta er
jarðgerðarsvæði Gámaþjónustunnar.
Ingþór Guðmundsson er stöðvarstjóri
jarðgerðarinnar. Hann segir að um 30% af
öllum neysluúrgangi heimilanna séu matar-
leifar sem hægt sé að jarðgera en þar er um
að ræða líffræðilega ummyndun á úrgangi
sem skilar af sér jarðvegsbæti sem kallaður er
molta hér á landi.
„Við byrjuðum á þessu fyrir um áratug og
notuðum þá hefðbundnu aðferð að koma
úrganginum fyrir I göltum utandyra. Þessi
aðferð dugar ágætlega en er þó ónothæf við
vetraraðstæður hér á landi sökum snöggra
veðrabrigða frá einum degi til annars. Því
höfum við verið að þróa aðra aðferð, sem
byggist á tækni sem verið hefur að ryðja sér
til rúms erlendis og gengur út á að jarðgera
úrganginn í lokuðum gámum. Öllu loftflæði f
gámunum er stýrt með þar til gerðum búnaði
sem skapar kröftuga hitamyndun í úrgangs-
massanum til að umbreytingarferlið gangi
hratt fyrir sig."
Ingþór segir að umbreyting hverrar lög-
unar af úrgangi taki um það bil sex til
átta vikur með þessari aðferð, sem sé mikil
framför frá fyrri aðferðum. Jón (saksson
segir að moltan hafi hátt áburðargildi og
hægt að nota hana til ræktunar og upp-
græðslu.
„Gróðurhúsaræktendur eru farnir að nýta
sér Moltuna (verulegum mæli en það er eins
og bændur hafi ekki tekið við sér ennþá. Ég
tel að með stórhækkuðu áburðarverði geti
falist góður kostur í moltunni fyrir land-
búnaðinn sem og aðra ræktun. Með því er
verið að draga úr kostnaði og einnig að nýta
úrgang sem til fellur."
Keyptu Hafnarbakka
Gémaþjónustan festi kaup á Hafnarbakka,
sem áður var (eigu Eimskips, fyrir um tveimur
árum. Við það jukust umsvif fyrritækisins í
flutningum verulega. Útleiga á gámum skipar
stóran sess í starfseminni, bæði til fyrirtækja
sem leigja gáma til flutninga og til geymslu
verðmæta og einnig til einstaklinga. Gáma-
þjónustan rekur m.a. vélaverkstæði á at-
hafnasvæði slnu ( Hafnarfirði þar sem unnið
er við viðhald á þessum flutningakosti nú-
tímans og á athafnasvæðinu má sjá gamla
og lúna gáma sem bíða meðferðar vélvirkj-
anna. Á öðrum stað má sjá salernisgáma
I röðum. Jón Isaksson segir að þarna sé um
að ræða gáma, sem ferðaþjónustuaðilar og
sveitarfélög noti yfir ferðamannatímann en
sé skilað yfir veturinn. Þetta sé einn þátturinn
í starfsemi Gámaþjónustunnar.
Danfoss tengigrindur
Fyrir neysluvatns-, ofnhita-, gólfhita-,
snjóbræðslukerfi, setlaugar og fl.
Sérhannaðar fyrir íslenskar aðstæður.
Áratuga reynsla stjórnbúnaðar
við íslenskar hitaveituaðstæður.
Við erum leiðandi í hönnun og framleiðslu á
stjórnbúnaði og tengigrindum fyrir hitakerfi.
Danfoss hf
Skútuvogi 6 104 Reykjavik
Simi 510 4100 • www.danfoss.is
Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins
a
TOLVUMIÐLUN
www.h3.is
<%>
----- 13