Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 21.10.2008, Síða 19

Sveitarstjórnarmál - 21.10.2008, Síða 19
jjNæstu skref verða að við munum taka aðrar stefnur sem til eru í bæjarfélaginu, stefnur á borð við skólastefnu, tómstundastefnu og fleira, fara yfir þær og aðlaga þeim meginmarkmiðum sem búið er að fastsetja með stefnumótunarvinnunni.^ þættingu milli skóla og frístundastarfs er að börn á þessum aldri verði I skólanum frá átta á morgnana til fjögur á daginn og hafi þá lokið sínum vinnutíma. Þá verði þau búin að fara í tónlistartíma, íþróttir og annað sem þau kunna að taka þátt í. Við vinnum að þessu í samstarfi við skólana og teljum okkur standa framarlega í þessari hugsun." Haraldur segir þetta kalla á mikla skipu- lagningu og verkefnið sé ekki á enda. „Við eigum eftir að vinna að þessu á komandi árum því það tekur tíma að koma breyting- um af þessu tagi í framkvæmd," bendir hann á. Venja hefur verið að íþrótta- og tóm- stundaaðstaða sé í boði eftir að skóladegi lýkur um klukkan tvö á daginn. „Við viljum koma þeim þreytingum á að frístundaiðkun, listnám og Iþróttaiðkun dreifist yfir allan skóladaginn, sem byrjar klukkan átta og lýkur klukkan fjögur svo sum börn geti byrjað dag- inn í tónlistarnáminu eða myndmenntinni og jafnvel I íþróttunum á meðan önnur sinna hinu hefðbundna skólanámi og svo öfugt. Með þessu er hægt að nýta aðstöðu og mannafla betur en nú er gert auk þess sem þetta myndi létta mikið undir með fjölskyld- unni þannig að foreldrar þurfi ekki að vera eins og skopparakringlur að flytja börnin á Víða er fallegt í Mosfellsbæ. Hér eru tvær ungar stúlkur að viðra heimilishundana á bökkum Varmár. milli staða langt fram eftir degi. Þá þarf að skapa fjölskyldunni meiri tíma til samveru auk þess að draga úr umferð sem óneitanlega hlýst af miklu skutli með krakkana á milli staða." Fellur vel að fjölskyldustefnunni Haraldur segir þetta falla vel að þeirri fjöl- skyldustefnu sem byggð sé inn í nýja stefnu- mótun bæjarfélagsins. Dagur barnanna verði samfelldur og heilstæður og taki mið af vinnudegi hinna fullorðnu. Hann bendir á að þjóðfélagsmynstrið sé að breytast. Fólk hafi minni tima fyrir börnin sín yfir daginn því langflestir vinni fulla vinnu og því sé mikilvægt að samfélagið geti hlúð að fjölskyldunni með þessum hætti. „Þarna hafa sveitarfélögin stóru hlutverki að gegna. Þau eru að sinna þjónustu fyrir íbúana og það gegnir einu hvort um er að ræða pólitískt kjörna sveit- arstjórnarmenn eða fólk sem ráðið er til þess að starfa fyrir þau. Þjónustuhlutverkið þarf að vera í fyrirrúmi. Við erum að veita þjón- ustu og starf bæjarstjóra er fyrst og fremst þjónustustarf." Fyrstur að samþykkja Evrópusáttmála um jafnrétti Mosfellsbær varð fyrstur sveitarfélaga á Islandi til að samþykkja Evrópusáttmála um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum og héruðum. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri undirritaði sáttmálann f.h. Mosfellsbæjar á jafnréttisþingi sem haldið var í Hlégarði ( Mosfellsbæ föstudaginn 19. september sl. Um leið og undirritunin fór fram var að- ildaryfirlýsing Akureyrarkaupstaðar að sátt- málanum lögð fram en Mosfellsbær og Akureyrarkaupstaður eru fyrstu sveitar- félögin hér á landi til þess að samþykkja sátt- málann. Jöfn staða allra Megininntak sáttmálans er að jöfn staða kvenna og karla sé grundvallarréttur og að þennan rétt þurfi sveitar- og héraðsstjórnir að innleiða á öllum sviðum. Þær verði að skuldbinda sig til að afnema allar birtingar- myndir mismununar, hvort sem um beinar eða óbeinar er að ræða. í því efni þurfi að taka á mismunun og lakari stöðu hvar sem hana er að finna. ( sáttmálanum segir að þegar unnið sé að því að jafna stöðu kvenna og karla þurfi að taka tillit til þess hvort marg- föld mismunun og lakari staða, önnur en kynbundin, eigi rót sína að rekja til kyn- þáttar, litarafts, þjóðernislegs eða félagslegs uppruna, erfðaþátta, tungumáls, trúarbragða eða llfsviðhorfa, pólitískra eða annarra skoð- ana, minnihlutastöðu, eignastöðu, fæðingar- staðar, fötlunar, aldurs, kynhneigðar eða TÖLVUMIÐLUN www.h3.is 19

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.