Sveitarstjórnarmál - 21.10.2008, Side 10
Sumarhús
Frístundahús og sveitarfélög
Jana Friðfinnsdóttir, lögfræðingur á lögfræðisviði Sambands íslenskra sveitarfélaga, skrifar.
Þjónusta sveitarfélaga við eigendur frístunda-
húsa er með margvíslegum hætti og Ijóst er að
þjónustan er mjög misjöfn eftir sveitarfélögum.
Þá er einnig misjafnt hvort um er að ræða lög-
bundna þjónustu líkt og seyrulosun og sorp-
eyðingu eða valkvæða þjónustu líkt og snjó-
mokstur í sumarhúsahverfum um páska. Þá
sinna sveitarfélög ýmis konar almennri þjón-
ustu, sem eigendur og gestir frfstundahúsa
geta nýtt sér. Má sem dæmi nefna rekstur
almenningsbókasafna og sundlauga. Að auki
veita sveitarfélög íbúum sínum fjölmarga aðra
almenna þjónustu.
Þjónusta sveitarfélaga við íbúa sína og
eigendur frístundahúsa er almennt fjármögnuð
úr sveitarsjóði eða með þjónustugjöldum. Af
þessum sökum er erfitt að gera með tæmandi
hætti grein fyrir þeirri þjónustu sem sveitar-
félögin veita eigendum fristundahúsa.
Verður hér gerð stuttlega grein fyrir þeim
þáttum sem helst snerta frístundahúsaeig-
endur og sveitarfélög.
Skipulags- og byggingarmál
Skipulags- og byggingarfulltrúar sveitarfélaga afgreiða m.a. deiliskipu-
lag fyrir nýjar sumarhúsabyggðir og veita byggingarleyfi fyrir nýbygg-
ingum og breytingum á þegar byggðum frístundahúsum. I mörgum
tilvikum er því þjónusta skipulags- og byggingarfulltrúa fyrstu sam-
skipti eiganda frístundahúss við sveitarfélagið. Sveitarfélögin gegna
mikilvægu hlutverki á sviði skipulags- og byggingarmála og veita
viðtæka þjónustu á því sviði. Sameiginlegir hagsmunir sveitarfélaga og
eigenda frístundahúsa eru fólgnir i þvi að hugað sé vel að staðsetn-
ingu nýrra frístundahúsa og frístundabyggða, t.d. með tilliti til
flóðahættu o.fl.
Brunavarnir
Samkvæmt lögum um brunavarnir starfa slökkvilið á vegum sveitarfé-
laga og hvílir skylda á sveitarfélögum að sjá til þess að nægilegt vatn
og vatnsþrýstingur sé fyrir hendi til slökkvistarfa. Þar sem vatnsöflun er
erfið ber sveitarfélagi að leita annarra leiða til að tryggja brunavarnir.
Sveitarfélög bera því ábyrgð á brunavörnum í frístundabyggðum. Lög
um brunavarnir hafa þó ekki áhrif á það hvar sveitarfélögum ber að
leggja vatnsveitur. Um það fer að lögum um vatnsveitur sveitarfélaga
nr. 32/2004.
Það er þekkt vandamál varðandi brunavarnir að frístundabyggðir
hafa ekki verið nægilega vel merktar, það
stendur þó til bóta. Þá eru vegir ekki alltaf
nægilega góðir og aðgengi slökkviliðs að frí-
stundahúsum því oft ekki jafn gott og æski-
legt væri.
Úrgangsmál
Á undanförnum árum hafa kröfur í úrgangs-
málum aukist verulega með tilheyrandi kostn-
aði. Mikilvægi ábyrgra úrgangsmála með tilliti
til umhverfisverndar verður sífellt augljósara
og er sveitarfélögum nú m.a. skylt að koma á
kerfisbundinni tæmingu seyru úr rotþróm skv.
reglugerð 799/1999. Samkvæmt lögum um
meðhöndlun úrgangs bera sveitarfélög
ábyrgð á flutningi heimilisúrgangs og skulu sjá
um að starfræktar séu móttöku- og söfnun-
arstöðvar fyrir úrgang sem fellur til í sveitar-
félaginu. Heimilt er að innheimta þjón-
ustugjöld vegna kostnaðar við sorphirðu og
sorpeyðingu.
Fasteignaskattur og þjónustugjöld
( lögum um tekjustofna sveitarfélaga eru taldir upp með tæmandi
hætti þeir tekjustofnar sem sveitarfélögum eru ætlaðir til að sinna
þjónustu sinni. Tekjustofnar sveitarfélaga eru aðallega þrenns konar;
útsvar, fasteignaskattur og framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Fasteignaskattur er lagður á allar fasteignir sem metnar eru fast-
eignamati samkvæmt Landsskrá fasteigna og eru fristundahús ekki
undanskilin álagningu þeirra. Ljóst er að í sumum sveitarfélögum er
fasteignaskattur af frístundahúsum stór hluti af heildartekjum sveitar-
félagsins. Ekki er skilgreint í lögum um tekjustofna sveitarfélaga eða
öðrum lögum hvernig sveitarfélög skulu nota þær tekjur sem þau afla
með tekjustofnum sínum. Nokkurs misskilnings hefur gætt um eðli
fasteignaskatta. Hafa ber í huga að um skatta er að ræða sem eru
mikilvægur tekjustofn sveitarfélaga og þeim nauðsynlegur til þess að
unnt sé að sinna lögbundnum verkefnum sveitarfélagsins.
Þannig er eðli skatta og þjónustugjalda mjög ólíkt. Þjónustugjöldum
er ætlað að standa straum af kostnaði vegna tiltekinna verkefna. Þá
verða þjónustugjöld ekki innheimt nema fullnægjandi lagaheimild sé
til staðar og má innheimt gjald ekki vera hærra en sem nemur kostn-
aði vegna umræddrar þjónustu. I flestum tilvikum standa þjónustu-
gjöld ekki undir kostnaði og stendur sveitarsjóður þá straum af þeim
kostnaði sem eftir stendur.
Jana Friðfinnsdóttir lögfræðingur.
SFS
10
TÖLVUMIÐLUN
www.tolvumidlun.is