Sveitarstjórnarmál - 21.10.2008, Side 22
Fréttir
Seltjarnarneskaupstaður
Hjúkrunarheimili með 30 rýmum
Frá Tjörneshreppi.
Tjörneshreppur
Heimasíða og
byggðafréttir
Tjörneshreppur hefur opnað nýja heimasíðu
og er þar með kominn í hóp þeirra sveitar-
félaga sem tekið hafa rafræna þjónustu í
notkun. Á síðunni má finna helstu upplýs-
ingar um sveitarfélagið og starfsemi þess auk
ýmissa annarra upplýsinga um byggðarlagið.
Tjörneshreppur er með fámennustu sveit-
arfélögum á íslandi og er á vestanverðu Tjör-
nesi. Norðurþing umlykur Tjörneshrepp að
sunnan, að austan og að norðan. Sveitar-
félagið er norðan Húsavíkur en austan þess
tekur Kelduhverfi við en báðir þessir staðir
eru nú innan Norðurþings. (byggðafréttum á
hinni nýju heimasíðu má m.a. sjá að Tjör-
neshreppur er nú minkalaust sveitarfélag en
minkaveiðar hafa skapað ýmsum dreifbýliss-
veitarfélögum nokkurn kostnað.
Á síðunni má lesa að gerður hafi verið
samningur við Jón og Jóhann Gunnarssyni,
minkaveiðimenn, um veiðar á mink í Tjör-
neshreppi á árinu 2006. Þá hafi veiðar strax
verið skipulagðar með það að markmiði að
gera Tjörnes minkalaust. Á árinu 2006 hafi
veiðst 55 dýr og eitt árið eftir og ekkert greni
fundist. Einnig segir að á bak við þennan
árangur liggi mikil vinna og árvekni veiði-
manna. Tjörneshreppur er utan þess svæðis
sem ríkið hefur nýlega veitt 160 milljónir til
vegna sérstaks átaks í baráttunni við
minkinn.
Þá er sagt frá öðru byggðamáli á síðunni
sem er kornskurður á Mánárbakka. Þar var
skorið af sex hekturum og uppskeran var um
35 tonn af blautu korni sem gera um 16
tonn að þurrkun lokinni en nokkuð af korni
mun hafa fokið í hvassviðri áður en skurðurinn
fór fram.
Félagsmálaráðuneytið hefur fallist á bygg-
ingu 30 rýma hjúkrunarheimilis á Seltjarn-
arnesi. Vinnuhópur, undirforystu bæjarstjóra,
hefur unnið ötullega að hugmyndum um
byggingu hjúkrunarheimilis og voru þær
lagðar fyrir bæjarstjórn í síðasta mánuði.
Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri
kveðst afar ánægður með þessa niðurstöðu.
„Það er meiriháttar áfangi og ( raun sigur
Frá Seltjarnarnesi.
Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra
heimsótti Brusselskrifstofu Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga fyrir nokkru. Hún kynnti
sér starfsemi skrifstofunnar og ræddi einnig
um áhrif EES-samningsins á sveitarfélög,
einkum á sviði umhverfismála. Aðkomu sveit-
arfélaga við að undirbúa aðgerðir til að takast
á við loftslagsbreytingar og sporna gegn
þeim bar þar einna hæst.
( öllum gerðum ESB um lofslagsmál er
gert ráð fyrir að sveitarfélög verði virkir þátt-
takendur í að takast á við afleiðingar lofts-
fyrir okkur Seltirninga að fá í senn staðfest-
ingu ráðherra á byggingu 30 rýma heimilis í
bænum og skuldbindingu um þátttöku í því
verkefni.
Samkvæmt bréfi ráðherra er gert ráð
fyrir að frumathugun, verkhönnun og fram
kvæmdir geti hafist síðar á þessu ári þannig
að nú stendur það fyrst og fremst upp á okk-
ur Seltirninga að skipuleggja og staðsetja
heimilið í bænum. Mér finnst Jóhanna Sigurð-
ardóttir félagsmálaráðherra hafa tekið mjög
fast og vel á þessu hagsmunamáli okkar og
kann ég henni bestu þakkir fyrir."
Nýtt byggðar-
merki
Hörgárbyggð hefur
tekið í notkun nýtt
byggðarmerki og hef-
ur það verið skráð hjá
Einkaleyfastofu. Jó-
hann Heiðar Jónsson
teiknaði merkið eftir
hugmyndum heima-
manna.
Guðmundur Sigvaldason sveitarstjóri segir
merkið sýna á táknrænan hátt Hraundranga
milli Öxnadals og Hörgársdals, Hörgána og
gróðursælar grundir, sem eru umhverfis
hana.
lagsbreytinga en einnig, og ekki síður, við
að draga úr þeim. í nágrannalöndum okkar
hafa sveitarfélagasamböndin og sveitarfé-
lögin þegar tekið málið á dagskrá, í samstarfi
við viðkomandi stjórnvöld, og voru ráðherra
kynnt þau vinnubrögð.
Með ráðherra í för voru Glóey Finnsdóttir,
lögfræðingurí umhverfisráðuneytinu, Ingimar
Sigurðsson, fulltrúi ráðuneytisins ( fasta-
nefnd (slands gagnvart ESB, og Ragnheiður
Elfa Þorsteinsdóttir, staðgengill sendiherra (
Brussel.
Evrópumál
Umhverfisráðherra í Brussel
SFS
22
TÖLVUMIÐLUN
www.tolvumidlun.is