Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 21.10.2008, Síða 23

Sveitarstjórnarmál - 21.10.2008, Síða 23
Ríki og sveitarfélög Aukið samstarf og lánasjóðurinn styrktur Vemdun velferðarþjónustunnar er grund- völlur að yfirlýsingu sem Halldór Halldórs- son, formaður Sambands íslenskra sveitar- félaga, og Kristján Möller, samgönguráð- herra og ráðherra sveitarstjórnarmála, und- irrituðu nýlega. Yfirlýsingin er gerð í kjölfar þess umróts og þeirra þrenginga sem nú steðja að íslensku efnahagslífi. í yfirlýsingunni kemur fram að i þeim efna- hagsþrengingum, sem landsmenn standi nú frammi fyrir, sé brýnt að ríki og sveitarfélög standi þétt saman. Tryggja verði að grunn- þjónusta hins opinbera skerðist ekki, þrátt fyrir tekjusamdrátt og kostnaðarhækkanir. Sveitarfélögin gegni afar mikilvægu hlutverki í velferðarþjónustunni á sviði fræðslu- og félagsþjónustu, sem á tímum sem þessum sé nauðsynlegt að njóti forgangs. Mörg sveitar- félög hafi gert ráð fyrir ýmsum framkvæmd- um á þessu ári og hafi þær að hluta verið fjármagnaðar með erlendum lánum. Vegna þess hversu erfitt er um erlendar lántökur nú um sinn sé nauðsynlegt að efla Lánasjóð sveitarfélaga með það fyrir augum að sveitar- félögin geti staðið undir skuldbindingum sinum og að velferðarþjónustan skerðist ekki. Til að efla lánasjóðinn er ætlunin að gefa út veðhæf skuldabréf að fengnu samþykki Seðlabanka (slands. Vonir standa til að lífeyr- issjóðir sjái sér fært að kaupa skuldabréfin og hefur þessi hugmynd þegar verið kynnt fyrir Landssambandi lífeyrissjóða. Með því er þess vænst að tryggja megi að þau sveitarfélög, Halldór Halldórsson, Kristján L. Möller formaður Sambands félagsmálaráðherra. íslenskra sveitarfélaga. sem á þurfa að halda, geti lokið umsömdum framkvæmdum, endurskipulagt fjárhag sinn og styrkt lausafjárstöðuna. Fjárhagsáætlanir verði endurskoðaðar (yfirlýsingu ríkis og sveitarfélaga segir að nú ríði á að einhugur og samheldni riki innan sveitarstjórna. Styrkur sveitarfélaga til að tak- ast á við þann efnahagsvanda, sem nú er við að glima, sé mismikill. Sveitarfélögin eru því hvött til þess að endurskoða fjárhagsáætlanir sinar og gera aðgerðaáætlanir þar sem for- gangsröðun verkefna miði að því að treysta stoðir grunnþjónustunnar. Samband íslenskra sveitarfélaga og ráðuneyti sveitarstjórnarmála munu beita sér fyrir auknu og nánara samráði ríkis og sveitar- félaga um efnahagsmál og framkvæmd opin- berrar þjónustu. ( því skyni munu ráðherra sveitarstjórnarmála og forysta sambandsins eiga tíða samráðsfundi og auka gagnkvæmt upplýsingaflæði um fjármál ríkis og sveitarfé- laga. Meginmarkmiðið er að vinna sameigin- lega að því að treysta velferð landsmanna til framtíðar. SSH Mikilvægt að sveitarfélögin verði samstillt Stjóm Samtaka sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu kom saman til aukafundar 8. október sl. en f stjórninni eiga sæti bæjarstjórar á höfuðborgarsvæðinu. Efni fundarins var að ræða og fara yfir þá alvarlegu stöðu sem upp er komin í efna- hagslífi þjóðarinnar og áhrif þeirrar stöðu á rekstur og afkomu sveitarfélaganna. (frétt frá samtökunum segir að þrátt fyrir þá stöðu, sem komin sé upp og hafi nú þegar leitt til versnandi fjárhags sveit- arfélaganna, stöðu sem að óbreyttu eigi enn eftir að versna, verði lögð áhersla á að tryggja rekstur aðildarsveitarfélaga SSH með óbreyttum hætti á komandi mán- uðum. Þar segir að grunn- og velferð- arþjónusta sem þau veita íbúunum muni ekki skerðast. (fréttinni kemur fram að sveitarfélögin munu í sameiningu leita allra þeirra leiða sem færar eru til að fjármagna rekstur og framkvæmdir á komandi ári til að tryggja að ekki komi til skerðingar á þjónustu og til að unnt verði að fjármagna nauðsyn- legar framkvæmdir og vinna þannig svo sem kostur er gegn neikvæðum éhrifum núverandi ástands á atvinnustig höfuð- borgarsvæðisins. Stjórn SSH telur afar mikilvægt að sveitarfélögin gangi samstillt til þeirra verkefna sem nauðsynleg eru til að bregð- ast við núverandi ástandi og telur ekki síður mikilvægt að náið samráð verði milli sveitarfélaganna og ríkisvaldsins um lausn- ir og leiðir sem fara þarf til að ná þessum markmiðum. Miklar framkvæmdir hafa verið í mörgum sveitarfélögum að undanförnu. Nú er útlit fyrir að einhverju af fram- kvæmdum verði frestað og jafnvel hætt við sumar. Akureyrarkaupstaður hefur t.d. ákveðið að fresta fram- kvæmdum sem hafnar voru við íþróttavöll KA. - Mynd: Haraldur Bjarnason. Grant Thornton S

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.