Sveitarstjórnarmál - 21.10.2008, Side 12
Kjörorð okkar eru bætt umhverfi
- betri framtíð
Jón (saksson markaðsstjóri og Ingþór Guðmundsson deildarstjóri við einn af moltugámum Gámaþjónustunnar.
settur í gáma og fluttur að Álfsnesi til endan-
legrar förgunar.
Gámaþjónustan er fyrirtæki sem sérhæfir sig
í flutningum, m.a. með útleigu á gámum, en
einnig er umtalsverður hluti af starfsemi þess
tengdur umhverfismálum. Gámaþjónustan
annast sorphirðu, flokkun og leið úrgangs til
förgunar og endurvinnslu eftir þvl sem við á.
Gámaþjónustan hefur einnig annast jarðgerð
um árabil og hefur nú tekið nýja tækni (þjón-
ustu sína en það er jarðgerð í sérstökum
gámum þar sem unnt er að stýra súrefn-
isflæði og einnig að gera jarðgerðina óháða
veðri og vindum. Gámaþjónustan hefur nú
komið sér fyrir á rúmgóðu athafnasvæði I
iðnaðarhverfi sunnan Hafnarfjarðar gegnt
Straumsvlk og segir Jón Isaksson, markaðs-
stjóri og stjórnarmaður I fyrirtækinu, að um
framtíðarathafnasvæði sé að ræða.
Flokkun, endurvinnsla og förgun
Jón ræddi nokkuð um störf og stefnu fyrir-
tækisins á meðan hann ók með tíðindamanni
um athafnasvæðið. Hann segir það megin-
markmið fyrirtækisins að finna hagkvæmar
lausnir á frákastsvandamálum viðskiptavina
þess I fullri sátt við umhverfið og náttúru
landsins, samkvæmt lögum og reglugerðum
sem I gildi séu á hverjum tlma. Hann sagði
eitt meginmarkmiðið innan þessarar stefnu-
mörkunar vera að kynna gildi sorpflokkunar,
endurvinnslu og endurnýtingu með það að
markmiði að draga eins og kostur er úr eyð-
ingu óflokkaðs úrgangs. Þegar farið er um
athafnasvæði Gámaþjónustunnar gefur m.a.
að líta sérstakt flokkunarhúsnæði þar sem
úrgangur er flokkaður, fyrst I grófa efnis-
flokka en síðan fínflokkaður eftir nýtingar-
og endurvinnslugildi hvers flokks fyrir sig.
Hluti úrgangsins er slðan seldur til Hollands
en Jón segir að Gámaþjónustan hafi hag-
stæðan samning við hollenskt fyrirtæki að
því leyti. Óendurnýtanlegur úrgangur er síðan
Bætt umhverfi - betri framtíð
Jón segir að Gámaþjónustan vinni undir kjör-
orðunum „Bætt umhverfi - betri framtlð" og
tekið sé mið af því I allri starfsemi hennar.
„Við reynum sjálfir að ganga á undan öðrum
I því efni og leggjum t.d. mikla áherslu á að
draga úr notkun pappírs og plasts I starf-
seminni og notum eingöngu endurvinnan-
legan papplr. Þá leggjum við mikla áherslu á
starfsumhverfi og að byggingar og önnur
mannvirki á athafnsvæði okkar verði til
fyrirmyndar og vinnuaðstaða starfsmanna
myndi kjöraðstæður fyrir góða líðan starfs-
fólks."
Ekki þarf að eyða löngum tlma I umferð
um athafnasvæðið til þess að komast að raun
um að farið er eftir þessari stefnu. Hvarvetna
má sjá snyrtimennsku þrátt fyrir að unnið sé
með úrgang á hluta þess. Gámaþjónustan
annast m.a. móttöku á úrgangi Hafnfirðinga
og fleiri aðila og ein af nýjungum fyrirtækis-
ins kallast „endurvinnslutunnan" en það er
sérstök úrgangs- eða sorptunna sem ætluð er
til flokkunar. Jón segir að endurvinnslu-
tunnan hafi fengið mjög góðar viðtökur
Öflugur krani sem notaður er til þess að færa stærstu flutningagámana á gámasvæðinu.
SFS
12
TÖLVUMIÐLUN
www.tolvumidlun.is