Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 21.10.2008, Síða 11

Sveitarstjórnarmál - 21.10.2008, Síða 11
Frístundahús í Eyjafirði. Lögheimili í frístundabyggð í dómi Hæstaréttar í máli 474/2004 var kveðið á um að Bláskógabyggð hefði ekki verið heimilt að synja tiltekinni fjölskyldu um skráningu lögheimilis (frístundahúsi. Grundvöllur niðurstöðunnar var sá að ekki var að finna í lögum ákvæði sem takmarkað gætu rétt einstaklings til að skrá lögheimili sitt (frístundahúsi enda hefði hann þar raunveru- lega búsetu (skilningi lögheimilislaga. Dómurinn vakti hörð viðbrögð sveitarfélaga og eigenda frístundahúsa enda hefði að óbreyttu verið litið framhjá rétti þeirra fjölmörgu sem reist hafa sér sumarhús á þar til skipulögðum svæðum auk þess sem föst búseta í frístundabyggðum kallaði á verulega aukna þjónustu og kostnað fyrir sveitarfélögin. í kjölfar dóms Hæstaréttar voru gerðar breytingar á lögheimilislögum og skipulags- og byggingarlögum með það að markmiði að koma í veg fyrir að hægt væri að skrá lögheimili (frístundabyggð. Og er nú óheimilt að skrá lögheimili í frístundabyggð. Upplýsingafundir og samráð Með lögum um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús var lögfest ákvæði um samráð sveitarstjórna og félaga í frístundabyggð. ( ákvæðinu felst að óski a.m.k. helmingur félaga í frístundabyggð ( sveitarfélagi eftir því að haldinn verði fundur til að veita upplýsingar um sameiginleg hagsmunamál frístundabyggðanna og sveitarfélags- ins, skuli sveitarstjórn bjóðast til að halda slíkan fund með fulltrúum allra félaga í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn þarf þó ekki að bjóðast til að halda slíkan fund oftar en einu sinni á ári. ( ákvæði laganna felst að félög í frístundabyggð geta tilnefnt fulltrúa til þess að mæta fyrir sína hönd á fund með sveit- arfélaginu. Fulltrúar félagsins geta þá miðlað þeim upplýsingum sem fram koma til sinna félagsmanna. Ekki er gert ráð fyrir því að um opna fundi fyrir alla eigendur sumarhúsa í sveitarfélaginu sé að ræða. Nokkur sveitarfélög halda nú þegar reglulega fundi þar sem sumar- húsaeigendur geta komið á framfæri athugasemdum sínum auk þess sem fulltrúi sveitarfélagsins gerir grein fyrir þeim málum sem snerta sumarhúsaeigendur hverju sinni. Hefur það fyrirkomulag gefist vel og almenn ánægja ríkt með slíka fundi. Þess má vænta að nýmæli laga um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús muni mælast vel fyrir hjá frístundahúsaeigendum sem og sveitarstjórnarmönnum og sé til þess fallið að auka og bæta samskipti þessara aðila. Þjónustugáttin veitir þjónustu á netinu allan sólarhringinn, alla daga ársins. 50sveitarfélög hafa valið kerfi frá ©neSystems meðal sveitarfélaga sem nota OneSystems lausnir: Aðgangsstýrð þjónustugátt og ferlar á vefnum fyrir íbúa sveitarfélaga og fyrirtækja gerir íbúum og viðskiptavinum kleift að senda inn erindi og fygljast með umsóknar- eða afgreiðsluferli sinna mála, hvenær og hvar sem er á vefnum. Álftanes Árborg Bolungarvík Fljótsdalshéraö Rangárþing Vesturbyggð éystra H Microsoft | Partner Program Hafnafjörður Hornafjörður Kópavogur Mosfellsbær Vogar Skagafjörður C Twindows £' Windows Server ^jOffice OneSystems bjóða heildarlausn í skjalamálum sveitarfélaga og þjónustu við íbúa OneSystems sími: +354 660 8551 | fax: +354 588 1057 www.onesystems.is | one@onesystems.is

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.