Sveitarstjórnarmál - 21.10.2008, Síða 6
Evrópusambandið
Áhrif EES-samningsins á norsk
fylki og sveitarfélög
Anna Margrét Guðjónsdóttir, forstöðumaður skrifstofu Sambands íslenskra
sveitarfélaga í Brussel, skrifar.
[ júní sl. kom út skýrsla um áhrif EES-samn-
ingsins á fylki og sveitarfélög ( Noregi. Það er
Rannsóknastofnun um bæja- og byggðamál í
Noregi (NIBR) sem gefur skýrsluna út en hún
er unnin í framhaldi af rannsókn sem stofn-
unin gerði að beiðni norska sveitarfélaga-
sambandsins (KS). Markmið rannsóknarinnar
var að kortleggja skyldur og sóknarfæri sem
EES-samningurinn hefur fært norskum fylkj-
um og sveitarfélögum og rannsaka hvernig
sveitarstjórnarstigið hefur brugðist við þeim.
Niðurstöðurnar eru áhugaverðar fyrir íslensk
sveitarfélög því ætla má að áhrif EES-samn-
ingsins séu um margt sambærileg hér á
landi.
Helstu niðurstöður
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær
að fylkja- og sveitarstjórnarstigið eru undir
mjög miklum áhrifum frá Evrópusambandinu
vegna EES-samningsins og fara þau vaxandi.
Það kemur einkum til vegna breytinga á
áherslum Evrópusambandsins sem beinir nú
sjónum sínum í auknum mæli að málefnum
sem oftast eru á forræði fylkja og sveitar-
félaga, þ.e. umhverfismálum og ýmis konar
almannaþjónustu. Einnig hefur hin sk. Lissa-
bonstefna ESB áhrif f þessum efnum, en hún
miðar að því að auka samkeppnihæfni
Evrópu. Stefnt er að því að ná markmiðum
stefnunnar með bættri menntun, auknum
rannsóknum, sjálfbærni og nýsköpun f at-
vinnulífinu. Þrátt fyrir að innihald sveitar-
stjórnarmála hafi breyst verulega með EES-
samningnum, hefur sveitarstjórnarpólitfkin
hvorki breyst né vinnulag kjörinna fulltrúa.
Embættismenn eru meðvitaðri um áhrif EES-
samningsins en kjörnir fulltrúar og eru þess
vegna í sterkari stöðu til að hafa áhrif en
kjörnir fulltrúa.
Regluverk sambandsins reynist mörgum
fylkjum og sveitarfélögum erfitt enda kallar
framkvæmd þess oft á mjög sérhæfða
þekkingu og mikið vinnuframlag. Það hefur
hins vegar leitt til þess að þekking og hæfni
meðal starfsfólks hefur aukist mjög mikið.
Skipulag og verklag innan fylkja og sveitar-
félaga hefur ekki breyst í samræmi við aukin
áhrif Evrópusambandsins en samstarf fylkja
og sveitarfélaga hefur hins vegar aukist.
Almennt er litið á innleiðingu regluverks sem
íþyngjandi aðgerðir í stað tækifæra til breyt-
inga. Fylki og sveitarfélög reyna lítið sem
ekkert að hafa áhrif á með hvaða hætti til-
Anna Margrét Guðjónsdóttir.
skipanir eru innleiddar í norskan rétt heldur
taka við þeim „þegjandi og hljóðalaust" frá
stjórnvöldum.
EES-samningurinn hefur veitt fylkjum og
sveitarfélögum fjölmörg tækifæri til að bæta
þjónustu og þróa samfélagsgerðina með
þátttöku í samstarfsverkefnum og tengsla-
net. Það eru einkum fylki og stór sveitarfélög
sem taka þátt f samstarfsverkefnum og hafa
þau mörg hver orðið mikla þekkingu og
reynslu á þessu sviði. Þátttaka sveitarfélaga
í samstarfsverkefnum Evrópusambandsins
byggir á eldmóði einstaklinga og hún er í
flestum tilvikum tengd einhverri kjarnastarf-
semi. Þátttaka fylkja í samstarfsverkefnum er
vel skipulögð og byggir á markvissri stefnu.
Fylkjum og sveitarfélögum finnst þau
þurfa mun meiri aðstoð frá stjórnvöldum við
að vinna úr öllu því sem þau þurfa og geta
tekist á við í tengslum við EES-samninginn.
Þau telja sig þannig bæði þurfa meiri aðstoð
við að hrinda í framkvæmd ákvæðum laga
og reglugerða en einnig við að taka þátt í
sa m sta rf sve r kef n u m.
Lesendur athugið: Greinin hér að framan
er stytt útgáfa af grein Önnu Margrét-
ar Guðjónsdóttur. Grein hennar er birt í
heild á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga
www. samband.is
6
6
TÖLVUMIÐLUN
SFS
www.tolvumidlun.is