Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 21.10.2008, Qupperneq 21

Sveitarstjórnarmál - 21.10.2008, Qupperneq 21
Byltingarkenndur leik- og grunnskóli Nemendur Krikaskóla í Mosfellsbæ tóku fyrstu skóflustungurnar að nýjum og bylt- ingarkenndum skóla í bæjafélaginu föstudag- inn 26. september sl. Skólinn tók til starfa í bráðabirgðahúsnæði (sumar en stefnt er að því að hann hefji göngu sína i nýju húsnæði haustið 2009. Krikaskóli er frábrugðinn öllum öðrum skólum á (slandi að því leyti að í honum verður boðið upp á nám fyrir eins til niu ára gömul börn og boðið verður upp á samfelldan skóladag frá hálfátta á morgnana til rúmlega fimm síðdegis. Börn- in notuðu plastskóflur sínar til þess að taka fyrstu skóflu- stungurnar. Haraldur Sverrisson, bæj- arstjóri Mosfellsbæjar, segir að með þessu nýja fyrirkomu- lagi sé verið að samtvinna leikskólastigið og grunnskól- ann og jafnframt að aðlaga yngsta stig grunnskólans að þörfum nú- timafjölskyldna. Börn upp í fjórða bekk fái heilsdagsskóla líkt og tíðkast í leikskólum og tómstundir verði fléttaðar inn í skóladaginn. Þá er stefnt að því að flétta sumarstarf og tómstundir að sumri inn starfsemi skólans og gera þjónustu sveitarfélagsins heildstæðari og samfelldari fyrir barnafjölskyldur. Þrúður Hjelm, skólastjóri Krikaskóla, segir einstakt tækifæri hafa skapast til að hafa áhrif á hönnun skólans, byggingu og skólalóð um leið og unnið hefur verið að hug- myndafræði skólans. Skólabyggingin styðji þær aðferðir og leiðir sem farnar verða í skólastarfinu. Skólalóðin er uppbyggð sem hluti af náms- og kennslurými auk þess sem það verður notað sem leik- svæði barnanna. Hún seg- ir að miklar væntingar séu til hins nýja skóla, bæði frá skólafólki og foreldrum. Starfsfólkið sé spennt að fá tækifæri til þess að fara nýjar leiðir í skólastarfi og finna megi mikinn áhuga hjé for- eldrum, sem fagna því mjög að loks sé í boði úrræði í Börn og fullorðnir taka fyrstu skóflustungurnar að nýjum skóla í Krikahverfi I Mosfellsbæ. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri er til vinstri á myndinni. skólamálum yngri barna, sem henti kröfum nútímaþjóð- félags. Mikil aðsókn að íbúagáttinni Um 1.100 manns höfðu skráð sig sem not- endur nýrrar rafrænnar íbúagáttar, sem opn- uð var í síðasta mánuði á heimasíðu Mos- fellsbæjar, þegar hún hafði verið opin í tvær vikur. Þetta mun vera með bestu viðtökum sem þessi nýjung í stjórnsýslu sveitarfélags hefur hlotið frá því farið var að þróa þessa tækni og taka hana í notkun. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri segir að með tilkomu íbúagáttarinnar hafi Mosfells- bær stigið mikilvægt skref í átt að mark- miðum sínum um skilvirka og ábyrga stjórn- sýslu því með íbúagáttinni séu bæjarbúar komnir í beint samband við bæinn sinn og nú geti þeir með rafrænum hætti sótt um þjónustu til sveitarfélagsins, sent inn formleg erindi, fylgst með framgangi sinna mála, skoðað greiðslustöðu, komið ábendingum á framfæri og ýmislegt fleirat íbúagáttinni er ætlað að auka sjálfvirkni og gagnvirkni i meðferð mála og erinda fyrir íbúa bæjarins, sem geta þá fylgst með stöðu á eigin málum og erindum á rafrænan hátt. Haraldur segir að viðtökur ibúa við þessari nýju þjónustu séu með eindæmum góðar og betri en þekkist í öðrum sveitarfélögum, að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins sem stóð að uppsetningu kerfisins. „Við lítum á ibúa- gáttina sem nýja og bætta þjónustu við íbúana vegna þess hversu rafræn mál eru orðinn stór þáttur í lífi fólks þar sem fólk Haraldur Sverrisson bæjarstjóri og Brynhildur Georgsdóttir, staðgengill bæjarritara. Myndin var tekin við formlega opnun íbúagáttarinnar. sinnir sínum málum stöðugt í meiri mæli eftir rafrænum leiðum. Því er mikilvægt fyrir bæjarfélag að koma til móts við þessar þarfir og auðvelda ibúum að eiga samskipti við bæinn sinn með þessum hætti." Hugbúnaðarfyrirtækið OneSystems ann- aðist um kaup og uppsetningu ibúagáttar- innar. Kerfið kallast OnePortal Citizen og er um staðlaða lausn frá fyrirtækinu að ræða. I íbúagáttinni er hægt að afgreiða margs konar erindi. Fólk getur sótt um frístundasel eða mötuneyti fyrir börnin, það getur fylgst með greiðslustöðu sinni við bæjarfélagið, fylgst með erindum sem viðkomandi er að reka hjá bænum, fundið gögn hvað þau mál varðar og séð hvar þau eru stödd í vinnuferli á hverjum tíma. Pappírsburður er orðinn óþarfur og prentarinn í raun líka þótt fólk geti að sjálfssögðu prentað kvittanir, umsagir og annað út ef það kærir sig um. TÖLVUMIÐLUN www.h3.is 21

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.