Sveitarstjórnarmál - 21.10.2008, Síða 15
5)Til þess að takast á við breytingar og þróun þá er menntun
ein af þeim leiðum sem vænleg er til árangurs.**
meðal aðildarfélaganna og stofnana sveitar-
félaga á landsbyggðinni og var það í raun svo
að aðilar höfðu lengi beðið þess að slíkur
sjóður yrði stofnaður. Það er greinilegt að
ákveðin hefð hefur skapast meðal stofnana
sveitarfélaga fyrir endur- og stmenntun sem
smitar frá sér yfir á starfsmenn þeirra. Þetta
hefur leitt til þess að um leið og opnað var
fyrir afgreiðslu á styrkjum frá Sveitamennt þá
streymdu inn umsóknir. Fjöldi afgreiddra ein-
staklingsstyrkja fyrsta starfsár sjóðsins var
502, sem þýðir að um 20% þeirra félags-
manna, sem aðild eiga að sjóðnum, hafa nú
þegar nýtt sér hann. Þá voru afgreiddir styrkir
í sex fræðsluverkefni beint til stofnana sveit-
arfélaga frá 1. september til loka ársins
2007.
Það sem af er árinu 2008 hafa til viðbótar
verið afgreiddir einstaklingsstyrkir til 350
einstaklinga og verkefnin innan stofnana
sveitarfélaga eru orðin 17 talsins.
Aukin menntun leið að
lífsfyllingu
Það er staðreynd að f nútfmasamfélagi er
kunnátta og færni á vinnumarkaði lykill að
betri og verðmætari störfum og einnig að
betri kjörum. Hvert einasta starf þróast og
tekur breytingum og gerist slíkt misjafnlega
hratt og leiðir til þess að krafan á einstak-
linginn um að fylgjast með verður sífellt
meiri. Til þess að takast á við breytingar og
þróun þá er menntun ein af þeim leiðum
sem vænleg er til árangurs. Aukin menntun
hefur það í för með sér að veita einstakling-
um meiri lífsfyllingu, eflir sjálfstæði og bætir
sjálfsmynd og auðveldar leiðina að virkri
þátttöku í samfélaginu og þróun þess ásamt
því að gera viðkomandi betur f stakk búinn til
þess að takast á við viðfangsefni hins dagle-
ga lífs í hinu sífellt meira krefjandi nútíma-
samfélagi.
Komið hugmyndum ykkar
á framfæri
Hugmyndir og frumkvæði félagsmanna
verkalýðsfélaga, sveitarfélaga og stofnana/-
vinnuveitenda að nýjum fræðslumöguleikum
eru forsenda þess að vel takist til með verk-
efni Sveitamenntar því sjóðurinn eru jú hugs-
aður til hagsbóta fyrir bæði sveitarfélögin,
stofnanir þeirra og starfsmenn. Komið hug-
myndum ykkar á framfæri, tökum höndum
saman um að efla starfsmenntun hvers konar
og almenna menntun, það er allra hagur.
Nánari upplýsingar um Sveitamennt veitir
Kristín Njálsdóttir í síma 599 1450, en einnig
er hægt að nálgast upplýsingar á heima-
síðunni: www.sveitamennt.is
- Netfang sjóðsins er
sveitamennt. is@sveitamennt. is.
g er 100%
íjrvinnanlegur
Endurvinnsla
- í þínum höndu
ÚRVINNSLUSJÓÐUR
la hvaða úrgang þú ætlar að flokka og skila til
.a smátt en bæta svo smám saman við eftir því sem
arfélögum er tekið á móti spilliefnum og langflest
;ti til endurvinnslu.
ejUuwohusun hf.
in endurvinnslu má sjá á
íuvika
nnsmr