Sveitarstjórnarmál - 21.10.2008, Qupperneq 27
Einhvern tíma hefði það þótt saga af landinu bláa að
skólabörn vissu minna um umhverfi sitt en meðalþjóðin
í Evrópu.
að ná þeim árangri í skólastarfi sem við viljum þá verða kjör kennara
að vera sambærileg við aðrar starfsstéttir, sem notið hafa sambæri-
legrar menntunar og bera viðlíka ábyrgð."
Opnað á milli skólastiga
Talið berst að nýju grunnskólalögunum sem tóku gildi í byrjun júlí á
þessu ári. Ragnar segir meginmarkmið þeirra vera að skapa skilyrði til
að menntun íslenskra barna verði til fyrirmyndar á alþjóðavísu jafn-
framt því að tryggja velferð allra gunnskólabarna. Þar sé að finna
algjöra samsvörun við þá framtíðarsýn sem sveitarfélögin og grunn-
skólarnir hafi verið að vinna að og áhugaverðir tímar séu framundan
þegar komi að skólamálunum. „Með þessum lögum gefst tækifæri til
þess að opna skilin á milli skólastiga meira en unnt hefur verið. Þar á
ég við skilin á milli leik- og grunnskóla og síðan á milli grunn- og fram-
haldsskóla og mynda meiri samfellu í skólanámi allt frá fyrstu dögum í
leikskóla þar til framhaldsnámi lýkur. Þegar er farið að undirbúa skóla
sem miða að því að taka börn frá eins til ntu ára og ég spái því að í
framtíðinni muni fleiri fimm ára börn ganga í grunnskóla. Einnig að
fleiri 15 til 16 ára unglingar verði farnir að ganga í framhaldsskóla
innan einhverra ára. Einstaklingsþarfirnar munu valda því að þegar
lagaramminn er opnaður þá fara krakkar sínar leiðir í ríkari mæli en
verið hefur."
Ragnar segir það síðan vera endalausa spurningu hvert inntak
náms eigi að vera. „Börnin eru að taka þátt í að móta það samfélag
sem þau lifa í. Það er líka spurning sem við getum ekki svarað til fulls
hverjar verði þarfir íslensk samfélags árið 2020. Þjóðfélagsbreytingarnar
eru svo örar. Við sem erum að vinna að skólamálum höldum því engu
að síður fram að nauðsynlegt sé að hafa mjög vel menntuð ungmenni
sem hafi auk þess þá félagsfærni til að bera að þau geti tekið gagn-
rýnar ákvarðanir en hafi um leið þá heilsu og heilbrigði sem þarf til
þess að vinna í krefjandi umhverfi."
Á hverju ætlum við að lifa?
Ragnar segir nauðsynlegt fyrir skólafólk að velta því fyrir sér á hverju
þjóðin ætli að lifa í framtíðinni og við slíkar vangaveltur verði spurn-
ingarnar um aukna almenna menntun sífellt ágengari. „Allt stefnir að
því að þjónusta við íbúana taki að einhverjum hluta við af frumgrein-
unum. Að handverksstörfum fækki á kostnað verkefna sem krefjist
meiri þekkingar bæði almennrar og einnig sérþekkingar sem er byggð
ofan á almenna grunnþekkingu. Allir þurfa að borða en það má vera
Ijóst af þróun undanfarinna ára að tekjur landsins og efnahagur mun
byggjast í auknum mæli á einhverju sem við munum selja til útlanda í
formi þekkingar. Ég er í engum vafa um að náttúruleg tækifæri
(slendinga liggja víða hafi þeir þá kunnéttu til að bera sem þarf til þess
að virkja þau, nýta og vinna úr þeim verðmæti."
Þurfum að íhuga hvar við stöndum
Ragnar bendir síðan á að íslendingar hafi samanburð við aðrar þjóðir
þegar komi að rannsóknum á borð við PISA. Hann segir að með hlið-
sjón af þeim sé Ijóst að slá þurfi í og bæta skólakerfið, einkum þegar
komi að raungreinunum. Eínnig sé mjög eftirtektarvert að þegar komi
að umhverfisvitund, hvernig meðhöndla eigi umhverfið, lifa í því og
halda því við, þá virðist þekking íslenskra skólabarna ekki vera nægi-
lega mikil.
„Einhvern tímann hefði það þótt saga af landinu bláa að skólabörn
vissu minna um umhverfi sitt en meðalþjóðin í Evrópu. Ég held að þær
kynslóðir sem komnar eru á miðjan aldur búi yfir meiri vitneskju að
þessu leyti en þær sem á eftir hafa komið. Þetta segir auðvitað sína
sögu um skólastarf og að við verðum að taka á þessum hlutum og
bæta okkur. Ég tel líka ákveðið áhyggjuefni að þegar kemur að
málþroska og læsi íslenskra ungmenna þá sýna tölur að við erum að
dragast aftur úr við að tileinka okkur texta og afla okkur þekkingar í
gegnum ritað mál, sem er algjör undirstaða menntunar.
Eins og kemur fram þá var algengt að krakkar kæmu þokkalega
læsir inn í grunnskólann og mörg börn gera það enn í dag. Heimilin
tóku ákveðna ábyrgð á sig að þessu leyti en með þeim þjóðfélags-
breytingum sem við höfum gengið 1 gegnum þá hefur þetta breyst til
hins verra vegna þess að sífellt er að verða minni tími inni á heimil-
unum til þess að sinna þessum uppeldisþætti. Ábyrgðin hefur verið að
færast frá heimilunum og inn í skólana.
Ég er þeirrar skoðunar að mikilvægt sé fyrir hvern einstakling að
foreldrar geti ekki framselt þessa ábyrgð til einhvers kerfis; sama hvort
það er skólakerfið eða eitthvert annað kerfi. Þarna verðum við líka að
staldra við og velta fyrir okkur að þessi sameiginlega ábyrgð á mennt-
un barna er bæði okkar einstaklinganna og þeirra kerfa sem taka það
að sér í formi menntunar. (grunnskólalögunum frá 1. júlí er skilgreint
nokkuð vel hvert sé hlutverk foreldra og hvert sé hlutverk mennta-
kerfisins. En við verðum að staldra við og íhuga hvar við stöndum,"
segir Ragnar Þorsteinsson að lokum.
a
TÖLVUMIÐLUN
www.h3.is
<$>
----- 27