Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 21.10.2008, Síða 30

Sveitarstjórnarmál - 21.10.2008, Síða 30
Brussel Um 30 manna hópur frá íslandi á Opnum dögum evrópskra sveitarfélaga Um þrjátíu manna hópur íslenskra sveitarstjórnarmanna, starfsmanna sveitarstjórna og landshlutasamtaka sveitarfélaga sótti Opna daga evrópskra sveitarfélaga, sem haldnir voru í Brussel dagana 6. til 9. október sl. atvinnuráðgjafi SSV og dós- ent við Háskólann í Bifröst, erindi um nýtingu náttúru- auðlinda á norðurslóðum við uppbyggingu ferðaþjón- ustu. Meðal þess sem hóp- urinn gerði að auki í ferð sinni var að þiggja boð Stefáns Hauks Jóhannes- sonar, sendiherra í Brussel, í sendiráðið og heimsækja skrifstofur ESA. Þrenn landshlutasamtök; á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra, tóku sig saman um kynningarbás á Opnu dögunum og komu því langflestir þeirra sem sóttu viðburðinn frá þessum landshlutasam- tökum. Básinn var á svonefndu Investors Café, en það er einkum ætlað þeim sem vilja auglýsa landssvæði sem fjárfestingarkost. Opnir dagar evrópskra sveitarfélaga eru haldnir árlega og eru helsti við- burður sveitarstjórnarmanna í Evrópu. Þetta er í fyrsta sinn sem íslendingar taka beinan þátt í þessum viðburði. Á málþingi á Opnum dögum flutti Vífill Karlsson, Á bás íslendinganna á Investor Café. F.v. Neil Shiran K. Þórisson, verkefnastjóri Vaxtarsamnings Vestfjarða, og Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungs- sambands Vestfirðinga. Halldór Halldórsson, formaður Sambands (slenskra sveitarfélaga, Neil Shiran K. Þórisson verkefnastjóri, Guðfinna Grétarsdóttir, eiginkona Halldórs, og Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Isafjarðarbæjar. Jón Óskar Pétursson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga, Danuta Hubner, ráðherra byggðamála Evrópusambandsins, og Neil Shiran K. Þórisson, verkefnastjóri Vaxtarsamnings Vestfjarða. r GIERTÆKNÍ gler í alla glugga Sími: 566 8888 Fax: 5668889 V_______________J Garðabær Stungið fyrir Garðatorgi Fyrsta skóflustungan að nýju Garðatorgi var tekin 11. september sl. Nýja torgið er annar áfangi í uppbyggingu miðbæjarsvæðis Garðabæjar. Allir bæjarfulltrúar Garða- bæjar og bæjarstjóri tóku fyrstu skóflustungurnar ásamt stjórnarformanni og framkvæmdastjóra Klasa hf. sem annast uppbyggingu torgsins í samvinnu við bæjar- félagið. Einnig lögðu hönd á plóginn börn af leikskól- anum Kirkjubóli, sem er í miðbæ Garðabæjar. Gert er ráð fyrir verslunum, þjónustufyrirtækjum og menningar- lífi við torgið auk þess sem fbúðabyggingar eru fyrir- hugaðar. Fyrsti hluti miðbæjarsvæðisins er verslunarkjarni við Litlatún og var hann tekinn í notkun í júní sl. Hjarta nýs miðbæjar verður hins vegar hið nýja Garðatorg, glæsilegt bæjartorg sem verður miðpunktur mannlífs og menningar í Garðabæ. (upphaflegri áætlun var gert ráð fyrir að verslanir og þjónustufyrirtæki við nýtt Garðatorg hæfu starfsemi vorið 2010 og framkvæmdum við annan áfanga myndi Ijúka í lok þess árs. Nú hefur hins vegar verið ákveðið að fresta þessum framkvæmdum vegna óvissu í þjóðarbúskap Islendinga. SFS 30 Ö TÖLVUMIÐLUN www.tolvumidlun.is

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.