Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 21.10.2008, Síða 24

Sveitarstjórnarmál - 21.10.2008, Síða 24
iðtal mánaðarins Þurfum ðð íhuga hvir við stöndum Ragnar Þorsteinsson, sviðsstjóri menntasviðs Reykjavíkur- borgar, segir ný grunnskólalög opna ýmsa möguleika. Þá opni ný skólastefna, sem Samband íslenskra sveitarfélaga, Skóla- stjórafélag íslands og Kennarasambandið hafi orðið ásátt um og nær fram til ársins 2020, einnig mörg tækifæri fyrir skóla- þróun hér á landi. nefndar sveitarfélaga og einkum snúist um hvernig tekist hafi til við að útfæra ákveðna hluti kjarasamninga. „Þessi átök urðu til þess að kallaður var saman stór hópur fólks hagsmunaaðila; annars vegar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga en hins vegar frá Skólastjórafélaginu og Félagi gunnskólakennara. í framhaldi af því var ráðinn verkefna- stjóri og í mat 2007, fyrir einu og hálfu ári, var byrjað að vinna að því að móta framtlðarsýn fyrir grunnskólann á fslandi til langs tíma. Niðurstaða þessarar vinnu er sú að I dag er til framtíðarsýn fyrir grunnskólastarfið frá 2007 til 2020. Ástæðan fyrir því að ártalið 2020 var valið felur ekkert sérstakt í sér, er óskilgreind í sjálfu sér, en mönn- um fannst að liðlega tveir áratugir gæti verið hentug tlmalengd að þessu leyti." Ragnar segir að frá sínum sjónarhóli sé um ákveðið tlmamótaverk að ræða. „Þegar þessi hagsmunaaðilar skólasamfélagsins, sveitarfé- lögin sem annast rekstur skólans, stjórnendurnir sem stýra honum og kennararnir sem starfa ! innan hans, ná nákvæmlega sameiginlegri sýn á hvert skuli fara, þá hlýtur það að vera mjög gott mál fyrir skólastarfið og þá þjónustu sem skólinn á að veita." : Menntun, félagsfærni og lýðheilsa Ragnar segir að stuðst hafi verið við ákveðna hugmyndafræði við mótun framtíðarsýnar- innar. „Starfið hófst með því að búið var til svo- kallað stefnukort, byggt á þeim víddum sem skólastarfið markast af. Skilgreint var hvert H þyrfti að stefna með hliðsjón af þeim mann- I auði, sem er innan skólanna. Þar á ég m.a. við I símenntun, þróun og allt sem snýr að bættri P* kunnáttu og getu þeirra sem hafa skólastarf á hendi. Fundið var verklag til þess að koma hug- myndum I framkvæmd og síðast en ekki síst var farið I að skilgreina þá þjónustu sem grunnskóla framtíðarinnar er ætlað að veita. Þegar búið var að móta stefnuna voru sett fram ákveðin markmið við hvern þátt hennar á þann hátt að þau væru mælanleg. Til þess varð að skilgreina og móta ákveðna mælikvarða sem viðmið um hvort tilteknum markmiðum væri náð eða hægt að ná þeim." Ragnar segir að eftir að þessari vinnu lauk í október 2007 hafi ákveðin verkefnisstjórn verið að störfum. „Ég á sæti í þessari stjórn og að undanförnu höfum við verið að kynna þessi mál fyrir félögum okkar á landsbyggðinni. Við erum búin að fara á nokkuð marga fundi vítt og breitt um landið og nú standa mál þannig að Samband ís- lenskra sveitarfélaga og Skólastjórafélag íslands hafa raunverulega Ýmsar breytingar eru að eiga sér stað í skólamálum. Ný grunnskólalög voru samþykkt á Alþingi á liðnu vori og tóku gildi 1. júlí á þessu ári. Þá hefur Samband íslenskra sveitarfélaga ásamt Skólastjórafélagi Islands og Kennarasambandinu unnið að nýrri framtíðarsýn og gerð nýrrar skólastefnu fram til 2020 þar sem bryddað er upp á ýmsum nýjungum í skólastarfi. Allt miðar þetta að þvf að efla skólastarfið og gera það skilvirkara til þess að mæta kröfum í samræmi við margvfslegar þjóðfélagsbreytingar. Einkum er lögð áhersla á meiri fjölbreytni, frjálsræði og að einstaklingurinn sé hafður í fyrrirúmi. Sveit- arstjórnarmál ræddu nýja skólastefnu og nýj- ungar í skólastarfi við Ragnar Þorsteinsson, sviðsstjóra menntasviðs Reykjavikurborgar, á dögunum. Ragnar er einn þeirra, sem átti aðild að mótun hinnar nýju stefnu. Flann starfaði einnig sem skólastjóri um árabil áður en hann hóf störf á menntasviði. Hann segir að við þurfum að staldra við og íhuga hvar við stöndum. Sameiginlegir hagsmunir „Ef við byrjum aðeins að ræða skólastefnuna og tilurð hennar þá skulum við fara aftur til ársins 2007 þegar Félag grunnskólakennara, skólastjórafélagið og Samband fslenskra sveitarfé- laga ákváðu að setja ákveðna verkefnisstjórn á lagg-irnar. Þessi verke- fnisstjórn hafði það hlutverk að marka skólastefnu til framtíðar. Raunveruleg ástæða þess að farið var af stað tengdist kjara-samning- um við grunnskólakennara, sem þá stóðu fyrir dyrum. Við þessa vinnu voru tekin upp ný vinnubrögð að því leyti að þeir sem ræddu saman um launakjör önnuðust það verkefni en aðrir fengust við að vinna að faglegu innihaldi samninganna og móta stefnu til þess að starfa eftir." Ragnar segir að á undanförnum árum hafi nokkuð verið tekist á. Þau átök hafi einkum verið á milli Kennarasambandsins og launa- Ragnar Þorsteinsson, sviðsstjóri menntasviðs Reykjavíkur og fyrrum skólastjóri í Breiðholtsskóla. © TÖLVUMIÐLUN SFS www.tolvumidlun.is

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.