Morgunblaðið - 21.11.2011, Page 28

Morgunblaðið - 21.11.2011, Page 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2011 Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is G jörningur Ragnars Kjartanssonar í leik- húsinu Abrons Art Center á Lower East Side í New York á laug- ardaginn hefur fengið ákaflega góð- ar viðtökur gagnrýnenda og lýsti gagnrýnandi The New York Times, Roberta Smith, verkinu sem „árekstri milli listar og lífsins, eða nákvæmar; milli fullkomins Mozarts og póstmódernískrar óreiðu, þeirri hnignun sem sækir á allt sem lifir, jafnvel óperusöngvara, nokkuð sem hefur heillað alla listamenn síðan á áttunda áratugnum að verk Roberts Smithsons gerði þetta að megin- þema.“ Verkið er hluti af gjörningatvíær- ingnum Performa 11. Í gjörningnum var Ragnar með úrvalslið íslenskra söngvara, með Kristján Jóhannsson fremstan í flokki, sem flutti loka- kafla óperu Mozarts, Brúðkaup Fíg- arós, í 12 klukkustundir við undir- leik 14 manna hljómsveitar. Kaflinn var endurtekinn í sífellu, ekkert hlé var gert á flutningnum en söngvarar og hljóðfæraleikarar fengu mat og drykki á sviðið. Gjörningurinn nefndist Bliss eða Alsæla og stóð frá hádegi til miðnættis. Gagnrýnandi The New York Tim- es sagði að þreyta og tár hefðu verið farin að gera vart við sig á fyrstu tveimur tímunum en samt hefði Kristján Jóhannsson ekkert haldið aftur af sér í neitt þeirra skipta sem hann endurtók þessa aríu. Stjórn- andinn, Davíð Þór Jónsson, sem var í fyrsta skiptið að stýra hljómsveit í New York mun stundum hafa aðeins lengt loka tóna aríunnar til að hvíla söngvarana og að mati gagnrýnand- ans voru áhorfendur stundum farnir að klappa óvenju lengi til að veita þeim smá hvíld. Á klukkutíma fresti gengu tvær konur með mat og drykki á milli listamannanna og að- eins einu sinni sá gagnrýnandinn Kristjáni fipast örlítið þegar hann var að sinna hlutverki sínu á sama tíma og hann reyndi að teygja sig eftir mat af bakka sem ein konan var að fara á brott með. Hún segir að þegar á leið hafi alsælan eða blissið, stundum verið slungið tilfinningu pyntingar, sem dró ekki úr áhug- anum á að sjá meira. Áhorfandi á sýningunni Börkur Arnarson, eigandi gall- erísins i8, horfði á gjörninginn frá upphafi til enda á laugardaginn, alla 12 klukkutímana. „Menn fengu flestir gæsahúð eða tár í augun, þetta var svo vel gert hjá þeim,“ segir Börkur. „Það var ekkert slakað á í söngnum. Þetta var ólýsanlega fallegt. Roberta Smith frá The New York Times kom hérna þrisvar með manninum sínum sem er líka gagnrýnandi og skrifar fyrir New York Magazine. Hann stýrði eiginlega klappinu fyrri hluta dags- ins. Fyrst voru þau í tvo tíma í byrj- un, komu svo aftur og voru síðan síð- ustu klukkutíma verksins í salnum. Þegar verkið endaði var algjör hús- fyllir en annars hafði verið mikill gegnumgangur, menn voru að koma og fara. Þetta var algjörlega ógleymanlegt. Allir sem komu voru mjög þakklátir, fannst sem þeir hefðu verið þátttakendur í einhverju merkilegu. Við opnum annars sýningu með Ragnari 15. desember sem er einka- sýning í galleríinu i8, þar mun hann sýna Song, þetta sex tíma langa víd- eóverk, sem hann gerði með þremur frænkum sínum. Hann verður með það og fleiri ný verk í i8,“ segir Börkur sem er afskaplega ánægður með sinn mann í New York. Tónlist og endurtekning Tónlist og endurtekning hefur verið áberandi í verkum Ragnars sem og vísanir í leikhús. Ragnar hef- ur auk þess sungið í hljómsveitunum Trabant, Funerals og Kósý. Verk Ragnars þar sem tónlist hefur komið við sögu eru mörg og verða hér nokkur rifjuð upp. Í gjörningi hans „Song“ sungu þrjár frænkur hans stutt lag endurtekið í þrjár vikur. Í myndbandsverkinu „God“ frá 2007 syngur Ragnar í hálftíma frammi fyrir 11 manna hljómsveit og end- urtekur í sífellu sömu setninguna. Í myndbandsverki sem var hluti sýn- ingar hans í Feneyjum, „The End“, leikur hann óræða sveitatónlist í um- hverfi Klettafjalla, með Davíð Þór Jónssyni tónlistarmanni. Í gjörn- ingnum „The Schumann Machine“ söng Ragnar „Dichterliebe“ eftir Schumann látlaust frá morgni til kvölds í heila viku við undirleik Dav- íðs og í „Folksong“ lék hann á gítar og söng í sex tíma á dag í 10 daga. Frekari upplýsingar um Performa 11 má finna á 11.performa-arts.org. „Árekstur milli listar og lífsins,“ segir í The New York Times  Gjörningur Ragnars Kjartanssonar í New York fær mjög góðar viðtökur, margir fengu gæsahúð  Kristján Jóhannsson söng sömu aríuna aftur og aftur í 12 klukkutíma, þreyttist en gaf ekkert eftir Tenór Kristján Jóhannsson dró ekkert af sér allan tímann í söngnum. New York Ragnar Kjartansson ásamt hluta af íslensku söngvurunum sem tóku þátt í gjörningi hans, Bliss, í New York á laugardaginn. Sungið og sungið Söngvararnir voru orðnir þreyttir þegar leið á. Birt var viðtal í Morgunblaðinu á laugardag sem tekið var við Ragnar áður en hann flutti gjörn- inginn og þar sagði hann meðal annars um lokaaríu Brúðkaups Fígarós „Þessi kafli er einhver fallegasta tónlist sem hefur verið samin af Homo sapiens,“ segir Ragnar, spurður að því hvers vegna hann hafi ákveðið að flytja þessa til- teknu aríu. „Ég er búinn að sjá Brúðkaup Fígarós fjórum sinnum bara til að bíða eftir þessum al- sælukafla, þegar allir biðjast fyr- irgefningar. Þetta er tónlist fyr- irgefningarinnar, þegar greifinn biður greifynjuna að fyrirgefa sér og hún segir: „Já, ég fyrirgef þér, af því ég er betri en þú.“ Þetta er svo flott. Í rauninni einhver grundvallarhugleiðing um eðli fyrirgefningar, valdastrúktúrinn sem hún skapar.“ Þegar greif- ynjan hefur fyrirgefið greifanum fagnar hirðin öll, kórinn brestur í himneskan fyrirgefningarsöng, syngur um að allt sé fyrirgefið og nú geti allir gefið sig alsælunni á vald. – Og endurtekningin magnar upp sæluna, ekki satt? „Jú, þetta er í rauninni eins og að gera einhvern algjöran, fallegan húmanisma, eins og kemur fram hjá Mozart í þessum kafla, að trúarsetningu. Með endurtekn- ingu verða hlutir alltaf mystískir og trúarlegir einhvern veginn, það er svo skrítið. Öll trúarbrögð ganga eiginlega út á að endur- taka hlutina nógu oft, þá verða þeir andlegir.“ Ragnar segir að sig hafi lengi dreymt um að fremja þennan gjörning. Ragnar segir Kristján magnaðan söngvara og greinilega lista- mann sem sé óhræddur við að prófa nýja hluti. Hann hafi kynnst honum þegar Kristján söng í Valdi örlaganna í Þjóðleik- húsinu 1994 en í þeirri sýningu var Ragnar sviðsmaður. „Krist- ján var svo skemmtilegur við okkur sviðsmennina, sendi okkur heilt bretti af bjór á frumsýn- ingu,“ segir Ragnar. Hann fór nú í ár í söngtíma til Kristjáns til að undirbúa sig fyrir gjörninginn á Performa og sagði honum frá vandræðum sínum, að honum gengi illa að fá óperusöngvara í New York til að syngja í tólf klukkutíma. Ameríkanarnir hafi harðneitað að syngja lengur en fjóra tíma. Kristján hafi hins vegar sagst vera til í slaginn og fengið hina söngvarana í lið með þeim Ragnari. – Þú ert ekkert hræddur um að sprengja söngvarana? „Nei, þetta er svo ofurfalleg músík. Eins og Kristján sagði sjálfur; að syngja Mozart í tólf tíma er eins og að sofa og dreyma yndislega,“ segir Ragn- ar, apar eftir syngjandi talanda söngvarans og hlær dátt í kjöl- farið. Hann segir leikhúsið sem gjörningurinn vst framinn í mikla perlu, lítið og gamalt í 19. aldar stíl. „Það er einhver intím og falleg stemning þarna.“ Tónlist fyrirgefningarinnar AMERÍKANARNIR NEITUÐU AÐ SYNGJA Í TÓLF TÍMA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.