SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Qupperneq 11

SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Qupperneq 11
13. nóvember 2011 11 Enginn gleymir Don Johnson í MiamiVice-þáttunum. Hvít jakkaföt,hlýrabolur og sokkalaus í skónum.Menn verða ekki svalari. En var ekki annar gaur með honum? Hver var það og hvað varð eiginlega um hann? Philip Michael Thomas heitir kappinn sem fór með hlutverk Ricardos Tubbs, samverka- manns Sonnys Crocketts í hinum geysi- vinsælu sjónvarpsþáttum sem sýndir voru víðsvegar um heim á níunda áratugnum, meðal annars hér á landi. Hann var allt í senn: Þjóðverji, índíáni, afrískur Ameríkani og Íri. Fáum sögum fer af afrekum Thomas áður en hann var ráðinn til að leika Tubbs, New York- löggu sem kom á laun til Miami til að freista þess að upplýsa morðið á bróður sínum. At- hyglin helltist yfir Thomas sem bjó til skammstöfunina EGOT utan um áform sín, það er að vinna Emmy-, Grammy-, Óskars- og Tony-verðlaunin. Allt hefur það mistekist. Eftir að Miami Vice lagði upp laupana 1989 hélt Thomas áfram að vinna við sjónvarp – án þess að vekja sérstaka athygli. Síðast birtist hann í sjónvarps(ó)mynd fyrir átta árum, Fate. Thomas er líka tónlistarmaður og sendi frá sér plötuna Living the Book of My Life árið 1985. Hún seldist afar illa og ekkert laganna náði lýðhylli. Thomas var samt ekki af baki dottinn og hlóð í aðra plötu þremur árum síð- ar, Somebody. Hún mæltist enn verr fyrir. Hann er liðtækur saxófónleikari og dró hljóðfæri sitt reglulega fram í Miami Vice- þáttunum. Thomas hefur einnig reynt fyrir sér í leik- húsi, tók meðal annars þátt í frumuppfærsl- unni á Hárinu í San Francisco. orri@mbl.is Hvað varð um … Sonny Crockett og Ricardo Tubbs í fullum herklæðum í Miami Vice-þáttunum. Hinn gaurinn í Miami Vice? Thomas bregður á leik með goðsögninni Bud Spencer. Hvað varð annars um hann? Ekki verður annað séð en að Philip Michael Thomas eldist vel. Hann er orðinn 62 ára. www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu Herdís Egilsdóttir er einstök kona; kennari, rithöfundur, brautryðjandi og mannvinur sem markað hefur spor í líf ótal ungmenna. Ljúfar sögur úr lífsins skóla GUÐRÚN PÉTURSDÓTTIR og ÓLAFUR HANNIBALSSON færðu í letur

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.