SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Qupperneq 19
13. nóvember 2011 19
þetta nógu langt í þessum aðstæðum.
„Við göngum. Útsýnið er takmarkað. Við
erum ekki aðeins blinduð af þoku og
rigningu, heldur líka af tárum okkar.“
Staðurinn þarsem Ido beið þess að björg-
unarmennirnir fyndu hann er einmana-
legur og eyðilegur. Aska og bráðnandi
snjór blandast saman. Nir, Eyal og Ifat
safna steinum í vörðu sem þau setja
minningarskjöldinn á. „Í ósnortinni
náttúrunni utan gönguleiðarinnar reis-
um við minnismerkið. Á staðnum þar
sem við misstum Ido, gerum við nafn
hans ódauðlegt. Minninguna um hann.“
Á hverju ári, stoppa þúsundir af ferða-
mönnum við minningarskjöld Ido Kein-
an. Skjöldurinn minnir á hversu auðsær-
anlegt og endanlegt mannslífið er. Það er
misjafnt hvers fólkið minnist þegar það
stoppar við vörðuna. Ein þeirra sem
stoppa er belgíska konan Debbie Sanders
sem missti föður sinn við sjálfsmorð hans
árið 2008. „Í hvert sinn sem maður heyr-
ir sögu um missi finnur maður sársauk-
ann miklu dýpra af því að maður hefur
upplifað hann sjálfur. Margar tilfinningar
bærast með manni. Manni verður hugsað
til þess hvernig þeim sem misstu líði
núna.“ Sem reynd útivistarkona áttar
Debbie sig á því að örlög Ido hefðu getað
verið hennar eigin. „Að ganga á fjöll er
gaman svo framarlega sem veðrið er gott.
Svona minningarskjöldur gerir manni
grein fyrir því að mikil ábyrgð er á herð-
um manns, en maður þarf líka svolitla
heppni. Stundum getur maður bara verið
á óheppilegum stað á óheppilegum
tíma.“ Á vefsíðu Keinan hefur Debbie
kveikt á stafrænu kerti sem merki um
samúð sína. „Sú staðreynd að þau hafa
opnað þessa vefsíðu er til merkis um að
það skipti þau máli að finna samúð ann-
arra í sorg sinni. Að minnast persón-
unnar er mikilvægt því stundum er eng-
inn lengur tilbúinn að ræða missinn eftir
nokkra mánuði. En sorgarferli þeirra
nánustu er mörg ár, ekki nokkrir mán-
uðir.“
Laugavegur er ein af fallegustu göngu-
leiðum heimsins. Þetta er erfið gönguferð
í ævintýralegu landslagi. Vegna eld-
fjallavirkninnar þá gutlar, snarkar og
vellur í jörðinni á leiðinni. Brennisteins-
gufa málar snjóþakin fjöllin með öllum
litum regnbogans. Á milli leyndardóms-
fullrar þokunnar og mistursins, meðfram
gönguleiðinni er varða sem á er skjöldur.
Á hann er grafið: „In loving memory of
Ido Keinan who passed away in a blizz-
ard so close to the safe hut nearby. Yet so
far at only 25 years old. June 27th, 2004.“
Ljósmynd/Pieter Bliek
Lokatakmark Keinan var þessi skáli en hann lést í aðeins nokkur hundruð metra fjarlægð frá honum.