SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Page 22
22 13. nóvember 2011
Eins og íslenski utanríkisráðherrannbenti á, að loknum síðasta neyðarfundievrulandana, þá virtist fundurinn hafaskapað nýjar forsendur fyrir evrunni,
sem er draumaprinsinn Benóní á himni Samfylk-
ingarinnar. Össur Skarphéðinsson vitnar oftast í
sjálfan sig í þriðju persónu til stuðnings því sem
hann hefur látið út úr sér í andránni þar á undan.
Hann gerði það að vísu ekki í þetta sinnið, sem
dró auðvitað nokkuð úr gildi þess mats sem hann
hafði gefið. Það hefði auðvitað verið öflugra, ef
álit þeirra beggja hefði legið fyrir á þessari ögur-
stundu. En vissulega valdi hann næstbesta kost-
inn, því hann vitnaði í fréttaskýrendur og mark-
aðinn sjálfan sem fyllst höfðu bjartsýni í fjórtánda
sinn, með allar vísitölur í vexti.
Papandreou bilast
Og oft hefur mat íslenska utanríkisráðherrans á
atburðum á evrusvæðinu reynst verr en þetta.
Því óneitanlega bjó svæðið við ró og aukinn stöð-
ugleika næstu þrjá dagana á eftir og eitthvað fram
eftir þeim fjórða. En þá sagðist Papandreou, for-
sætisráðherra, ætla að heyra í löndum sínum um
þetta stærsta mál í sögu Grikklands síðustu ald-
irnar. Leiðtogar Evrópusambandsins hrukku allir
sem einn af hjörunum á sama augnablikinu, sem
sýnir óneitanlega aðdáunarverða samhæfingu
innan sambandsins. Jóhanna Sigurðardóttir
hrökk einnig af hjörunum, bæði öðrum til sam-
lætis og einnig vegna þess að hún hélt í örskots-
stund að Ólafur Ragnar stæði á bak við þetta eins
og aðrar óþarfar þjóðaratkvæðagreiðslur, sem
hún þekkti til. Sarkozy, forseti Frakklands, sagði
við Barack Obama að Papandreou væri „brjál-
æðingur“ en það þýddi þó ekki að taka á honum
af hörku fyrir þessi afglöp, því hann væri í þung-
lyndi vegna allra þessara atburða. Þetta sagði
franski forsetinn við þann bandaríska í tveggja
manna tali, sem hann hélt sig vera að eiga, en
franskir tæknimenn höfðu stillt hljóðnema túlka
forsetanna inn á kerfi blaðamanna. Franskir fjöl-
miðlar reyndu lengi að þegja um þetta „tveggja
manna tal“ og eins um svívirðingar forsetanna
tveggja í garð ísraelska forsætisráðherrans, því
það var sett í sama flokk og framhjáhöld ráða-
manna þar í landi. RÚV hefur þagað líka, en ekki
vegna framhjáhaldsklásúlunnar, heldur hafa þeir
talið sér trú um að Obama sé í Samfylkingunni og
það gildi því sama um hann og þegar Jóhanna
talar af sér. En þrátt fyrir þessa góðu viðleitni
ábyrgra fréttamanna láku ósköpin út og er mikið
um þau skrafað.
Leiðtogar sýna lýðræðistennurnar
Nú ákváðu ESB-leiðtogar að kominn væri tími til
að taka hart á málum. Þeir höfðu áður látið henda
forsætisráðherra Slóvakíu frá völdum vegna þess
að ríkisstjórn frúarinnar sem þar fór fyrir vildi
hafa sjálfstæða skoðun á því hvort Slóvakar ættu
að borga fyrir óreiðu Grikkja, þjóðar sem hefur
enn úr meiru að spila en Slóvakía. ESB-leiðtog-
arnir höfðu góðan skilning á því að stjórnmála-
foringi lands sem hefði verið svo stutt í sam-
bandinu væri ekki búinn að átta sig á að
sjónarmið smáríkja skiptu þar engu máli. Ekkert
þýddi fyrir frúna að veifa framan í þá bæklingi frá
hlutlausum sérfræðingi um smáríki, sem er enn
hlutlausari í málefnum ESB, máli sínu til stuðn-
ings. En sú tilraun jók þó aðeins samúðina eða
eftir atvikum fyrirlitninguna á forsætisráð-
herranum sem þurfti að hrökklast frá þrem dög-
um síðar eins og sjálfsagt var. Þá var komið að
Papandreou. Honum var fyrst bannað að halda
hina fráleitu þjóðaratkvæðagreiðlu, sem hann
hætti við eftir þrjá daga, enda gat hann ekki fært
nein sannfærandi rök fyrir því, að málefni Grikk-
lands kæmu þeirri þjóð við. Nú hélt Papi að hann
fengi frið. En strax daginn eftir var honum sagt
að hann yrði að fara frá völdum ekki seinna en á
sunnudagskvöldið síðasta. Það mun undirstrika
kenningar smáríkjasérfræðinga um sjálfstæði
smáríkja innan ESB og jafnvel sanna þær, að Pap-
andreou dró afsögn sína í þrjá daga, þrátt fyrir að
hafa fengið nákvæm fyrirmæli frá Olla Rehn
sjálfum sem þeir tveir, Össur og íslenski utanrík-
isráðherrann, hafa báðir hitt. Olli sér um lýðræð-
ismál í ESB núna og geta þau naumast verið í
betri höndum, og er þá ekki verið að gera lítið úr
stækkunarstjóranum sem tók við af honum, sem
var í átta ár í „diplómataskóla“ KGB í Moskvu, á
gullaldarárum lýðræðisins austur þar. Árni Þór,
formaður utanríkismálanefndar Íslands, getur
vitnað um þetta, því hann þroskaði sína lýðræð-
isást einmitt á sömu slóðum. Þegar Papandreou,
sem ekki hafði vitað í þrjá daga, hvort hann væri
að koma eða fara, hafði fengið að vita frá Olla að
hann væri að fara, var fjármálaráðherrum evru-
svæðisins falið að skaffa Grikkjum forsætisráð-
herra. Var þeim fenginn úrvinda aðstoðar-
bankastjóri Trichet gamla, sem fékk hans bestu
meðmæli, því í bankanum hafði hann jafnan og
ætíð gert allt möglunarlaust sem honum hafði
verið sagt og uppfyllti hann þar með öll skilyrði
sem hægt er að gera til forsætisráðherra smáríkis
á evrusvæðinu.
Næst var Ítalía
Þá var komið að Ítalíu. Berlusconi hafði sagt eftir
G-20-fundinn í Cannes að „evran væri mynt sem
enginn skildi eða bæri virðingu fyrir“ og einnig
að „evran hefði leitt Ítalíu í fátæktargildru“. Þar
með var mælir hans fullur, dagar hans taldir,
klukkan honum glumin og hin pólitíska gröf
hans gapti við. Þetta var að mati leiðtoga evru-
landanna hið endanlega Bunga bunga Berluscon-
is. Hann hafði beinlínis lagt nafn myntarinnar við
hégóma, sem væru ystu mörk fyrir persónulegar
ógöngur á evrusvæðinu. Þjóðverjar höfðu lengi
fyrirlitið ítalska forsætisráðherrann vegna Bunga
bunga. Frakkarnir höfðu jafnlengi öfundað hann
af Bunga bunga, þótt þeir botnuðu ekkert í því,
að sagt hefði verið frá slíku opinberlega. Bunga
bunga var jú opinbert leyndarmál á Ítalíu,
framhjáhald í fjórða veldi og því fráleitt að segja
frá því, að mati Frakkanna. (Hrannar hefur þegar
útskýrt fyrir Jóhönnu að Bunga bunga sé ekki
Bárðarbunga og tengist heldur ekki Vaðlaheið-
argöngunum að neinu leyti. Hún er því orðin eins
vel inni í málinu eins og nokkru sinni má vænta
að hún verði). Eftir velheppnaða aðför leiðtoga
evrusvæðisins að Berlusconi benda íslenskir smá-
Reykjavíkurbréf 11.11.11
Styrjaldirnar standa alltaf í þrjá