SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Qupperneq 25

SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Qupperneq 25
13. nóvember 2011 25 sýningin „endurspeglaði tvær meginbreytingar í híbýla- háttum, tæknivæðingu heimilanna og „létta nýja hús- gagnastílinn“ sem festist í sessi á næstu árum. Á þessum tíma fjölgaði húsgagnaverkstæðum umtalsvert. Þannig urðu nýtískuhúsgögn klædd íslenskum ullaráklæðum ekki aðeins eftirsóknarverð hjá afmörkuðum hópi „módernista“ sem settu notagildi og „góða hönnun“ á oddinn heldur varð hinn nýi stíll áberandi um nær tveggja áratuga skeið og eft- irsóknarverður af þorra almennings um land allt“. Gott handverk og norræn áhrif En af hverju heillar þessi hönnun enn í dag? „Ætli það sé ekki bara einfaldleikinn og líka gott hand- verk. Framleiðslan var gjarnan á tiltölulega litlum verk- stæðum,“ segir Arndís. Í bókinni skrifar hún að menntun íslensku húsgagna- arkitektanna hafi verið að mörgu leyti svipuð þeirra dönsku. Líkt og þeir dönsku, sem þekktir urðu á uppgangs- tíma danskrar húsgagnahönnunar áttu þeir íslensku iðn- nám að baki í húsgagnasmíði eða bólstrun. „Virðing fyrir efniviðnum og góðu handbragði einkenndi tvímælalaust danska húsgagnagerð og þáttur húsgagnasmiða eða snikk- aranna í danskri hönnunarsögu var ekki síður mikilvægur en frægra hönnuða,“ skrifar Arndís. Ljóst er að íslensk hönnun og húsgagnasmíði varð fyrir miklum áhrifum af norrænni hönnun þessa tíma. „En það reyndist stundum erfitt að draga skýr mörk milli fyrirmynda og eftirlíkinga, handiðnar og fjöldaframleiðslu hjá íslensku húsgagnaframleiðendunum. Hvað var eft- irgerð, eftirlíking eða framleiðsla með leyfi höfundar eða bara eitthvað á mörkum þess alls?“ skrifar Arndís en allur gangur var á þessu. Til dæmis fékk Valbjörk á Akureyri leyfi til að framleiða vel þekktan stól hins virta og vinsæla hönn- uðar Hans Wegner, „Savbukstolen“ fyrir Amtsbókasafnið í bænum, en á endanum varð framleiðslan ívið meiri en sam- ið hafði verið um, töluvert fleiri stólar en þurfti fyrir safnið. Vantaði samstöðu Bókin fjallar uum tímabilið frá aldamótum að 1970. „Þá gengu Íslendingar í EFTA og þá hrundi framleiðsla á heim- ilishúsgögnum. Húsgagnaframleiðendurnir reyndu flestir að halda áfram á áttunda áratugnum og fóru meira með gripi á sýningar en áður,“ útskýrir Arndís en hún segir að inngangan í EFTA sé ekki það eina sem hafi hamlað vexti í þessum iðnaði hérlendis. Hún segir að skilningur stjórn- valda hafi ekki verið mikill en líka hafi vantað samstöðu milli ólíkra hópa. „Hóparnir tóku ekki höndum saman, það vantaði heildstæð samtök,“ segir hún og nefnir dæmi. „Það hefði verið mjög æskilegt ef framleiðendurnir hefðu tekið höndum saman við þá sem voru að teikna og leyft þeim að njóta sín meira.“ Húsgögn voru orðin mjög eftirsótt neysluvara á þessum tíma. „Það sem var sérstakt við Ísland á þessum tíma, and- stætt við mörg önnur nágrannalönd og þá sérstaklega Bret- land og Þýskaland var að hér voru að langmestu leyti aðeins framleidd nútímaleg húsgögn. Í hinum löndunum var hins- vegar framleitt mikið af sögulegum eftirlíkingum. Við vor- um að gera ýmislegt áhugavert en ég held að á þessum tíma, því ég upplifði þetta sjálf, hafi það erlenda alltaf verið eft- irsóknarverðara fyrir Íslendinga heldur en það innlenda. Tíðarandinn var þannig. Alveg sama þó að það væri eitt- hvað lélegt sem var flutt inn. Við þetta þurftu innlendir framleiðendur að berjast alla tíð.“ Nútímaleg húsgögn samkvæmt nýjasta tíðaranda frá Valbjörk á Akureyri. Mynd úr sýningarbási fyr- irtækisins á Iðnsýningunni 1952. Jón Karlsson teiknaði skápinn. Sýningarbás Bólstrarans. Sófaáklæði frá Vefstofu Karólínu Guðmundsdóttur og handa- vinnustóll klæddur klipptu gæruskinni. Hönnuður Helgi Hallgrímsson húsgagnaarkitekt. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Stóll eftir Jón Karlsson framleiddur hjá Valbjörk á Akureyri. Allar svarthvítu myndirnar eru teknar á Iðnsýningunni 1952. Tíðarandinn fer í hringi. Svipaða umræðu má oft heyra um þessar mundir rétt eins og 1952. „Plasthúsgagnagerð var merkileg nýjung á alþjóða- mælikvarða sem bæði gaf færi á að þróa ný form á bólstr- uðum húsgögnum og lækka framleiðslukostnað við grind- arsmíðina sjálfa. Trésmiðjan Víðir gat boðið þessi húsgön til sölu að minnsta kosti 20% ódýrari en sambærileg hefðbundin bólstruð húsgögn,“ skrifar Arndís í bók sinni á blaðsíðu 240. Meðfylgjandi mynd er auglýsing sem birt var í Morg- unblaðinu 1. febrúar árið 1962 af slíku plastsófasetti. „Norska framleiðsluleyfið á mótun plastskelja náði mikilli útbreiðslu víða um heim og plastskeljarnar urðu mikilvæg undirstaða margra stóla og sófa sem arkitektar og hönnuðir spreyttu sig á að teikna,“ skrifar Arndís en öllu þekktari hús- gögn sem framleidd eru eftir þessari aðferð eru Eggið og Svanurinn, hönnun Arnes Jacobsen. Plastskel eins og Eggið

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.