SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Page 29

SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Page 29
13. nóvember 2011 29 legur stólpi sem gott er að vita af að stendur alltaf við hlið mér. Svo ákvað ég um áramótin 2004- 2005 að gleyma og fyrirgefa þessu fólki. Hvort það hefur fyrirgefið mér veit ég ekki. Það þýðir ekkert að vera að æsa sig yfir hlutum. Ég er löngu hætt því. Mér finnst lífið svo mikils virði.“ Get ekki dæmt um rödd mína Heldurðu að það sé hollt að vera í áratugi á sama vinnustað? „Ég hef aldrei hugsað út í það. Af hverju var ég svo lengi hjá þessari stofnun? Ég held að ég geti svarað því best með að segja: Af því mér þótti svo vænt um stofnunina. Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir henni. Ég hefði ekki trúað því nítján ára gömul að ég yrði fimmtíu ár hjá sama fyrirtækinu. Ég hætti árið 2004 en svo var ég beðin að sjá um Óskastundina. Sá þáttur umbreytti á margan hátt minni stöðu því ég fékk viðbrögð sem ég var ekki vön að fá og farið var að tala um mig sem RÚV-röddina. Mér hefur verið sagt að það sé hlustað mjög mikið á þann þátt og það segir kannski sitt. Í þættinum gæti ég þess að tala við fólk en ekki niður til þess. Karl fað- ir minn kenndi mér að tala við fólk sem jafningja, hvort sem það eru börn, ráðherrar eða öskukallar. Það er miklu auðveldara að tala þannig við fólk fremur en að fara eftir því hvaða prófgráður það hefur.“ Þú hlýtur að hafa heyrt það margoft að þú hafir viðkunnanlega rödd. „Mamma sagði einhvern tíma: Þú ert með alveg sömu röddina og mamma mín. Ég þekkti aldrei þá manneskju en mér þótti vænt um þessi orð. Ég gæti vel trúað því að raddir erfist, svona á svip- aðan hátt og útlit. Mér er ómögulegt að dæma um rödd mína. Sumir segja að ég hafi blæbrigðamikla rödd, hún ku vera þægileg og það er sagt að það sé gott að hlusta á mig. Ef það er þannig þá er það bara gott fyrir fyrirtækið. Ég hef alltaf litið á það þannig að ef maður geri eitthvað gott í sínu starfi þá sé maður til góðs.“ Þú nefndir manninn þinn hér áðan, hver er hann? „Hann heitir Sveinn Aron Bjarklind. Hann var loftskeytamaður og vann vaktavinnu og stundum var það þannig að við heilsuðumst á morgnana þegar hann kom af næturvakt og ég fór á dag- vakt.“ Eigið þið börn? „Við eigum engin börn. Við reyndum eins og við gátum en það gekk ekki. Við eigum bæði tvö ynd- islegt frændfólk, þar er ég skáamma margra barna og það hlutverk er mér mikils virði. Mér þykir mjög gott að vera innan um börn af því að þau eru heiðarleg og segja það sem þeim finnst. Ég á auðvelt með að leika mér með börnum og þau muna vonandi eitthvað gott sem við höfum gert saman.“ Fylgir því sorg eða eftirsjá að hafa ekki átt barn? „Já, það er eftirsjá. Ef ég hefði eignast barn þá held ég að líf mitt hefði orðið allt öðruvísi. Þá hefði ég aldrei farið út í að vinna vaktavinnu en vegna þess að ég var barnlaus var auðvelt að kalla mig á vaktir um jól og hátíðisdaga þegar flestir aðrir voru heima hjá sér. Ég þekki það mætavel að vinna þegar aðrir eru í fríi.“ Er bara með góðu fólki Þú ert ánægð með lífsstarfið og lífið? „Ég er mjög hamingjusöm og ánægð að fá að lifa og vera með góðu fólki. Og núna er ég bara með góðu fólki, ég veit hverjir passa ekki við mitt geðs- lag og læt þá ekki trufla tilveru mína. Ég er bara ég sjálf, ég kann ekkert annað. Ég hef glímt við veik- indi. Oft fór ég í aðgerðir út af barnleysi mínu. Ár- ið 2007 var strangt hjá mér, ég fékk krabbamein í móðurlífið og mánuði seinna hjartaáfall. Þannig að það var mikið að gera það árið en ég lifði það af. Maðurinn minn fór svo í hjartaaðgerð árið 2009. Ég hef aldrei kynnst öðrum eins klárheitum og hjá íslenskum læknum og hjúkrunarliði, sem eru snillingar í sínu fagi.“ Varstu aldrei hrædd í veikindum þínum? „Nei, það er nefnilega svo skrýtið að ef maður fær góða manneskju, lækni sem maður treystir og segir manni hvað sé í vændum, þá finnur maður ekki fyrir hræðslu. Ég myndi aldrei fara undir hnífinn hjá manneskju sem ég vantreysti, ég myndi reyna allt sem ég gæti til að koma í veg fyrir það. Ég er á meðulum sem ég þarf að taka daglega og allt hefur gengið eins og best verður á kosið.“ Ætlarðu að vera lengi á útvarpinu? „Ég er á krossgötum í lífi mínu. Við Svenni erum búin að ákveða það í sameiningu að ég hætti um áramótin. Í framtíðinni ætlum við virkilega að njóta lífsins og hafa það huggulegt. Í janúar förum við til Spánar og verðum fram á vor því þar hefur okkur alltaf liðið dásamlega. Það er góðvilji í Spán- verjum sem við kunnum svo vel að meta. Góðvild skiptir svo miklu máli í lífinu.“

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.