SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Qupperneq 31
13. nóvember 2011 31
Alex Stepney var markvörðurManchester United á árunum1966-78. Hvað henti hanneitt sinn í leik gegn Birm-
ingham árið 1975 þegar hann var að
senda samherjum sínum í vörninni tón-
inn?
1. Hann missti málið.
X. Hann beit framan af tungunni á
sér.
2. Hann fór úr kjálkalið.
Þessa ágætu spurningu og 1.799 aðrar
er að finna í Fótboltaspilinu sem komið
er út hjá Bókaútgáfunni Hólum. Höf-
undur er Guðjón Ingi Eiríksson.
„Hugmyndin að Fótboltaspilinu
kviknaði meðan við fjölskyldan vorum
að spila Fimbulfamb milli jóla og nýárs í
fyrra,“ segir Guðjón. „Þá fór ég að
hugsa um að gaman væri að setja saman
fótboltaspil á víðum grunni.“
Engum sem þekkir Guðjón þarf að
koma á óvart að honum hafi fyrst dottið
fótbolti í hug þegar hann langaði að búa
til spil. Hann hefur verið viðloðandi
hina göfugu íþrótt alla tíð, sem leik-
maður, þjálfari og höfundur knatt-
spyrnubóka. „Ég er forfallinn áhuga-
maður um fótbolta og verð meðan ég
lifi,“ segir hann til að taka af öll tví-
mæli.
Hillumetrar af sparkbókum
Spurður hvort hann hafi verið með
spurningarnar meira og minna í koll-
inum hlær Guðjón. „Ekki segi ég það.
Auðvitað var ég með eitthvað af þessum
spurningum í kollinum en þurfti samt
að sannreyna þær allar. Það fór dágóður
tími í það. Síðan á ég heilu hillumetrana
af bókum og tímaritum um fótbolta og
blaðaði mikið í því efni, fjölskyldunni til
mismikillar ánægju,“
segir hann og hlær.
Þegar mest lá við mun
stofan á heimilinu hafa verið ein alls-
herjar fótboltaskrudda.
Guðjón samdi síðustu spurninguna í
lok júní en beið með að setja spilið í
prentun þangað til eftir að félaga-
skiptaglugganum í Evrópu var lokað 31.
ágúst. „Það var eins gott,“ segir hann,
„ég þurfti að breyta nokkrum spurn-
ingum eftir að þeim viðskiptum öllum
var lokið.“
Spurningarnar eru frá ýmsum tímum
en að sögn Guðjóns heyrir um 80%
þeirra til þessari öld. „Ég hef þann hátt-
inn á til að ná til yngri fótboltaáhuga-
manna. Ég hef þegar reynt spilið á
nokkrum krökkum og fann að það hitti
í mark.“
Að því sögðu fá nördin vitaskuld sitt-
hvað við sitt hæfi líka. „Þótt Fótbolta-
spilið sé fjölskylduspil má það ekki vera
of létt. Þetta er spil fyrir alla aldurs-
hópa, tólf ára og upp úr.“
Spurður um fyrirmyndir kveðst Guð-
jón einkum hafa horft til Sparðatínslu
(e. Trivial Pursuit). Komast þarf á höf-
uðreiti, sex talsins, til að næla í skífu
utan um leikpeðið. „Ég hef alltaf haft
afskaplega gaman af Trivial Pursuit og
flestir þekkja leikreglurnar vel. Fyrir
vikið þótti mér tilvalið að byggja á þeim
grunni,“ segir Guðjón sem fékk ýmsar
gagnlegar ábendingar varðandi leik-
spjaldið.
APOEL tapaði 16:1
Flokkarnir eru sex: Enski boltinn; ís-
lenski boltinn; Evrópukeppnir fé-
lagsliða; landsliðin; út um víðan völl og
1X2. Í síðastnefnda flokknum eru þrír
svarmöguleikar gefnir en aðeins einn
réttur. Það þýðir ekkert að þrítryggja!
300 spurningar eru í hverjum flokki
og segir Guðjón íslenska boltann og
Evrópukeppnir félagsliða hafa verið erf-
iðustu flokkana að fylla. „Það eru mikið
til sömu félögin sem hafa verið að vinna
þessi mót og fyrir vikið þurfti ég að kafa
svolítið dýpra. Ég lærði margt á því.“
Þegar Guðjón er beðinn að nefna
dæmi tilgreinir hann kýpverska liðið
APOEL frá Nikósíu sem farið hefur mik-
inn í Meistardeildinni á þessu hausti.
„Það hefur ekki alltaf gengið svona vel
hjá því liði en APOEL á stærsta tapið í
Evrópukeppni, tapaði 16:1 fyrir Sport-
ing Lissabon veturinn 1963-64.“
Alfarið unnið á Íslandi
Fótboltaspilið er alfarið unnið á Íslandi,
samið, hannað og prentað. Hyggur
Guðjón það fátítt. Ekkert fyrirtæki hér á
landi tekur að sér að raða spjöldum í
spil af þessu tagi og þurfti Guðjón ásamt
tylft aðstoðarmanna að sjá um það verk
sjálfur. Það tók drjúgan tíma enda fyrsta
upplagið 3.000 spil.
Spilið er komið í verslanir og Guðjón
er þegar farinn að fá viðbrögð. „Við-
tökur hafa verið jákvæðar fram að þessu
og vonandi verður Fótboltaspilið jóla-
gjöf fótboltaáhugamannsins í ár ásamt
Íslenskri knattspyrnu eftir Víði Sigurðs-
son. Þá bók kaupi ég að minnsta kosti
alltaf.“
Guðjón Ingi Eiríksson með Fótboltaspilið. Verður það jólagjöf sparkelskra í ár?
Morgunblaðið/Golli
Missti
Alex
Stepney
málið?
Fótboltaspilið nefnist
nýtt borðspil fyrir 12
ára og eldri eftir
Guðjón Inga Eiríksson.
Einkunnarorðin eru
skemmtilegt, spenn-
andi, fræðandi og
vonast höfundur til að
spilið eigi eftir að höfða
til sparkunnenda
á öllum aldri.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Alex gamli Stepney einbeittur að vanda.
Menn þurftu ekki hanska á þessum árum.
Sunnudagsmogginn fékk leikmenn ársins á Íslandsmótinu í knattspyrnu,
í karla- og kvennaflokki, til að svara einu spurningaspjaldi úr Fótboltaspilinu.
Rétt svör: 1. Nemanja Vidić, 2. Guðrún Jóna Krist-
jánsdóttir, 3. Manchester United og Manchester
City, 4. Nígería, 5. Anderlecht og 6. David Batty.
1. Veit ekki.
2. Er það ekki bara Karl,
sem þjálfar þær núna?
Man ekki hvers son
hann er.
3. Manchester United og
Manchester City.
4. Nígería.
5. Club Brugge.
6. Gillespie.
2 rétt svör.
Hannes Þór Halldórsson
1. Nemanja Vidić.
2. Heitir hann Jón?
3. Manchester United og
Manchester City.
4. Egyptaland.
5. Anderlecht.
6. Gillespie.
3 rétt svör.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir