SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Page 34
34 13. nóvember 2011
H
annes Hólmsteinn Gissurarson,
prófessor, hefur gefið út mikið
ritverk, sem nefnist Íslenskir
kommúnistar 1918-1998. Þetta
er yfir 600 blaðsíðna bók, sem er sann-
kallaður gagnabanki um starfsemi komm-
únista á Íslandi á 20. öldinni. Meginefni
bókarinnar er samantekt á upplýsingum,
sem eru staðfestar með tilvísunum í skjöl
og gögn, þannig að þær verða ekki dregn-
ar í efa. Höfundur gerir lítið af því í meg-
intexta bókarinnar að draga ályktanir af
því, sem fyrir augu og eyru ber á þessari
80 ára vegferð kommúnista hér á Íslandi
en dregur svo saman helztu niðurstöður í
lokakafla. Þegar hin nýja bók Hannesar
Hólmsteins er lesin ásamt með Sovét-
Íslandi, óskalandinu, eftir Þór Whitehead
prófessor, fer ekki á milli mála, að þeir
tveir hafa með ritverkum sínum dregið
saman svo mikið safn upplýsinga um
þennan þátt stjórnmálasögunnar, að fram
hjá þeim verður ekki gengið. Um stjórn-
málasögu 20. aldarinnar verður ekki
fjallað þannig að mark sé á takandi nema
með hliðsjón af þeim upplýsingum, sem
fram koma í þessum tveimur bókum.
En hver er niðurstaðan eftir lestur þessa
mikla verks Hannesar Hólmsteins? Hún er
þessi:
Kommúnistahreyfingin á Íslandi var
skipuð öflugum hópi ungra karla og
kvenna, sem náðu ótrúlega miklum póli-
tískum áhrifum, þegar líða tók á öldina.
Það gerðist m.a. vegna þeirrar stöðu, sem
þau náðu innan verkalýðshreyfingarinnar
annars vegar og á menningarsviðinu hins
vegar. Þeim tókst áratugum saman að
deila og drottna innan stjórnmálahreyf-
ingar jafnaðarmanna, sem jafnframt skýr-
ir veika stöðu Alþýðuflokksins í saman-
burði við pólitíska stöðu jafnaðarmanna-
flokka á öðrum Norðurlöndum.
En fyrst og fremst er þó verk Hannesar
Hólmsteins enn ein sönnun þess, að
kommúnistahreyfingin á Íslandi 20. ald-
arinnar var erindreki erlends valds á Ís-
landi. Þeir skipulögðu starfsemi sína í
samræmi við fyrirmæli frá Moskvu. Þeir
mörkuðu stefnu sína í íslenzkum þjóð-
málum í samræmi við fyrirskipanir frá
Moskvu. Þeir höguðu seglum eftir vindi í
pólitískri dægurbaráttu í samræmi við
skipanir frá Moskvu. Þeir breyttu um
stefnu eftir fyrirmælum frá Moskvu. Þeir
snerust í hringi eftir fyrirmælum frá
Moskvu. Og – starfsemi þeirra var fjár-
mögnuð frá Moskvu og reyndar frá fleiri
ríkjum sósíalismans eftir því sem leið á
öldina.
Það er óskemmtilegt að segja þetta en
það verður ekki komizt hjá því að horfast í
augu við að bein afskipti Moskvu af starf-
semi þeirra hér var margfalt meiri en
hörðustu andstæðingar þeirra létu sér til
hugar koma á þeim tíma.
Hér var virk stjórnmálahreyfing, skipu-
lögð í Moskvu, stjórnað frá Moskvu og
fjármögnuð frá Moskvu, sem hafði það að
markmiði að kollsteypa stjórnkerfi þess
fullvalda ríkis, sem hér var að verða til.
Hvernig gátu þeir náð þessari stöðu?
Einar Olgeirsson var höfundur að einum
grundvallarþætti í baráttu þeirra, sem ég
tel, að hafi skipt sköpum. Hannes segir á
bls. 45:
„Sumum þeirra, einkum Einari Olgeirs-
syni, þótti líka hyggilegra að nýta sér
sterka þjóðerniskennd Íslendinga en hafna
henni.“
Um sama efni segir á bls. 110:
„Í höfuðstöðvum þess (Kominterns) í
Moskvu var samin skýrsla um komm-
únistaflokkinn íslenzka 26. ágúst 1932. Þar
sagði að margt hefði tekizt vel en villur
tækifærisstefnunnar væru augljósar og
hindruðu þróun í bolsévískan fjöldaflokk.
Ekki hefði verið skýrt nógu vel út að þjóð-
frelsisbarátta Íslendinga væri í raun
stéttabarátta. Í stað þess að nýta sjálfur
sterka þjóðerniskennd íslenzks almenn-
ings léti flokkurinn Sjálfstæðisflokknum
það eftir. Var þessi ábending Kominterns í
góðu samræmi við þá hugmynd Einars Ol-
geirssonar, sem hann hafði skrifað Stefáni
Péturssyni um til Berlínar 1924 að komm-
únistar ættu að taka „nationalismann“ í
sína þjónustu á „kommúnískum grund-
velli““.
Þetta er lykilatriði í þeim árangri, sem
kommúnistar náðu. Þeir náðu snilldarlega
að virkja þá sterku kennd í brjóstum Ís-
lendinga, sem ást á landi og þjóð, menn-
ingararfleifð og náttúru landsins er, og
virkja hana í þágu hins alþjóðlega komm-
únisma. Þetta var afrek, sem ekki verður
frá þeim tekið, og skýrir hið mikla fylgi,
sem Sósíalistaflokkurinn naut um skeið.
Atburðarásin á heimsvísu hjálpaði til svo
sem stofnun Atlantshafsbandalagsins, að-
ild okkar að því og gerð varnarsamnings-
ins við Bandaríkin. Eftir að hafa verið ný-
lenda annarra ríkja um aldir var erlendur
her á íslenzkri grund viðkvæmt mál fyrir
stóra hópa Íslendinga, sem ella hefðu
aldrei kosið Sameiningarflokk alþýðu –
Sósíalistaflokkinn.
Mín kynslóð hefur tilhneigingu til að
tengja menningarbaráttu kommúnista við
kalda stríðið en Hannes Hólmsteinn sýnir
fram á það með óyggjandi hætti, að her-
ferðin gegn rithöfundum ekki sízt, sem
voru þeim ekki þóknanlegir, var hafin
löngu fyrir stríð. Þeir sem ekki skrifuðu í
þágu hins sósíalíska málstaðar voru of-
sóttir, hinir voru hafnir upp til skýjanna.
Þetta var ljótur leikur.
Þegar horft er til þeirrar erlendu íhlut-
unar um íslenzk innanríkismál, sem ekki
verður lengur deilt um að var fyrir hendi,
og til þeirra upplýsinga, sem koma fram í
bókum þeirra Hannesar Hólmsteins og
Þórs Whitehead um skipulegan undir-
Þeir voru
erindrekar
erlends valds
BÆKUR
Íslenskir kommúnistar
1918-1998
bbbbn
Eftir Hannes H. Gissurarson. Almenna bóka-
félagið gefur út. 624 síður innb.
Mihály Farkas, varnarmálaráðherra Ungverjalands, ásamt forseta landsins á hersýningu.
Farkas hafði sent sérstakar heillaóskir til Æskulýðsfylkingarinnar, þegar hann var starfs-
maður Kominterns 1938. Hann var einn illræmdasti kommúnistaleiðtoginn í Ungverjalandi.
Einar Olgeirsson (ofarlega t. v.) syngur Internationalinn ásamt einræðisherrunum Khrúst-
sjov og Ulbricht á þingi austur-þýska kommúnistaflokksins 1958. Um svipað leyti lét
Khrústsjov taka af lífi leiðtoga uppreisnarinnar í Ungverjalandi 1956.
Tuure Lehén kenndi undirróður, skipulagn-
ingu götuóeirða og vopnaburð á Lenínskól-
anum í Moskvu, þar sem margir Íslendingar
stunduðu nám. Kona hans, Hertta Kuusinen,
kenndi þar dulmálssendingar. Þegar Morg-
unblaðið benti á hlutverk Lehéns, harðneit-
aði Þjóðviljinn því, að maðurinn væri til. Le-
hén var sænskumælandi Finni og herforingi í
Rauða hernum. Hann var innanríkisráðherra í
leppstjórninni, sem Stalín reyndi að koma á
fót eftir árásina á Finnland.