SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Qupperneq 36

SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Qupperneq 36
36 13. nóvember 2011 Rúnar Marvinsson kokkur verður við stjórnvöl-inn á hinum víðfræga veitingastað Við Tjörninanæstu helgar.„Ég er að koma hingað núna aftur eftir hlé. Ég flutti fyrir fimm, sex árum á Snæfellsnes og hætti þá hér,“ segir hann en ástæðan fyrir því að Rúnar snýr aftur nú er að veitingastaðurinn fagnar um þessar mundir aldarfjórðungsafmæli. „Ég byrjaði á Búðum árið 1980 en flutti svo í bæinn og stofnaði Við Tjörnina árið 1986,“ segir hann. Staðurinn er ekki síst þekktur fyrir tvennt, heimilislega stemningu en þetta gamla hús og innréttingarnar eru mjög hrífandi, og svo mikið úrval fiskrétta. „Þetta eru orðnir klassískir réttir margir af þessum réttum, sem maður „fattaði uppá“ í gamla daga eins og krakkarnir segja,“ segir Rúnar, sem ætlar að vera á veit- ingastaðnum í mánuð frá fimmtudegi til laugardags frá og með þessari helgi. „Ég ætla að elda þessa gömlu rétti mína,“ segir hann og líkir þessu við tónlistarmenn sem endurútgefi gömlu lögin sín, nema hvað þeir breyti tempóinu aðeins í takt við tímann. Hámeri bragðast eins og kálfakjöt eða kjúklingur „Ég fékk til dæmis hámeri á markaðnum um daginn, sem maður fær ekki dagsdaglega,“ segir Rúnar en hann hefur alla tíð lagt áherslu á að elda óvenjulegar fisktegundir. „Þegar við vorum að byrja hérna og leggja okkur eftir því að vera með allskonar fiskrétti hafði fólk gaman af því að útvega manni hitt og þetta. Gamall kaupfélagsstjóri frá Borðeyri hringdi til dæmis og sagðist vera með tvær há- merar í frysti og vildi endilega senda mér þær. Þá fór maður að prófa þetta og komst að því að þetta er algjört lostæti,“ segir hann en hámeri er hákarlstegund. „Ef ég ætti að líkja henni við eitthvað er bragðið ekkert ólíkt kálfakjöti eða kjúklingi. Það er náttúrulegt sítrónu- bragð af henni. Hún er síðan ekkert ólík í sér og tún- fiskur,“ segir hann og á þá við áferðina. „En bragðið af henni er öðruvísi,“ segir hann. „Sjómenn á togurunum létu mig líka fá stinglaxa og trjónufiska, sem þeir fengu með öðru. Svona myndaðist ansi gott net. Ég var alltaf með ýmiss konar fágæta fiska og undantekningalaust var þetta allt prýðismatur,“ segir hann. Tindabikkja frekar en skötuselur Hann fór fljótlega sjálfur að fara á markaðinn að kaupa fiskinn fyrir veitingastaðinn. „Þá keypti ég til dæmis tindabikkju sem kostaði kannski 15 krónur kílóið á meðan skötuselurinn kostaði þúsund krónur. Kúnstin var síðan að gera jafngóðan mat úr þessu og það er alveg hægt.“ Hann segir fábreytni hafa lengi einkennt marga veit- ingastaði og oftar en ekki sé lax, lúða, skötuselur og þorskur eða saltfiskur á flestum veitingastöðum. Sjálfur hefur hann hinsvegar gaman af því að elda út fyrir þenn- an ramma. Einn af vinsælustu réttunum frá upphafsárum veitingastaðarins verður til dæmis í boði á afmælinu en það er koli með gráðosti og banana. „Þetta þótti fáranlegt þegar rétturinn kom fyrst fram. En ég veit að þetta er uppáhaldsréttur margra enn í dag,“ segir Rúnar sem hef- ur verið að gramsa í gömlum matseðlum frá liðnum árum í tilefni af afmælinu. „Þetta eru svona 15-20 réttir sem eru gegnumgangandi þennan tíma.“ Rúnar tengist ekki Búðum á dag en þykir samt greini- lega vænt um staðinn. „Það eru galdrar í loftinu þarna.“ Hann segir staðinn hafa lent illa í góðærinu. „En núna er þarna gott fólk.“ Hann býr á jörð stutt frá Búðum, sem heitir Barðastað- ir. Hann eldar hinsvegar í Langaholti, bændagistingu, þar sem hann er með frænda sínum, Haffa í Súkkati. „Ég er búinn að vera þarna í þrjú ár en hef komið öðru hvoru í bæinn að elda,“ segir hann en sonur hans og fyrrverandi kona eru núna við stjórnvölinn á Við Tjörnina. Hann segist ætla að fá hluta af hópnum, sem var með honum áður fyrr, í lið með sér í tilefni af afmælinu. „Ég var aldeilis ekki einn heldur var með gott lið með mér eins og Jóa í Ostabúðinni og strákana sem eru núna á 101.“ Lengi að borða, lengi að vinna Rúnar er ekki lærður matreiðslumaður. „Ég fer eftir því sem mér finnst. Ég þarf ekki að eltast við neinn bókstaf. Þetta eru miklu frekar örlög en að ég sé að reyna að gera eitthvað öðruvísi,“ segir Rúnar. „Þegar við vorum að byrja árið 1980 var bara notað smjörlíki eða hamsatólg út á fiskinn en á fínum heimilum var kannski notað smjör. Það sem gerðist fyrst og fremst Stemningin er sérstaklega hugguleg á Við Tjörnina. Her situr Rúnar með hámerarsteikina fyrir framan sig. Fór að gera sósur með fiski Rúnar Marvinsson snýr aftur á veitingastaðinn Við Tjörnina og eldar þar góða og gamla rétti sem mörkuðu þáttaskil þegar veitingastaðurinn var stofnaður fyrir 25 árum. Texti: Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Myndir: Kjartan Þorbjörnsson golli@mbl.is Matur

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.