SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Page 38

SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Page 38
38 13. nóvember 2011 Heklueldarnir ruddust fram án þess að fjallið gerði nokk-ur boð á undan sér sl. sunnudag, en engir jarðskjálftarurðu fyrr en í sömu mund og Hekla þverklofnaði afnærri 5 km langri sprungu á sama stað og í Heklugosinu 1947 sem er talið með stærstu gosum í heimi,“ sagði í frétt í Morg- unblaðinu 19. ágúst 1980. Gosið í fjallinu hófst laust eftir hádegi sunnudaginn 17. ágúst og fylgdist fólk á Suðurlandi með þegar bólst- ur yfir fjallinu bókstaflega tútnaði út. Varð hærra og stærra með hverri stundinni sem leið þannig að fólki mátti fljótt ljóst vera að eitthvað óvenjulegt var á seyði. „Ég hef augu mín til fjallanna,“ segir í Biblíunni. Fólk leit á aust- urloftið og sá mökkinn sem var líkastur kjarnorkusprengingu. Eng- inn átti kannski von á Heklugosi, enda aðeins tíu ár frá síðasta gosi. Ekki voru á þessum tíma komnir til sögunnar jafn nákvæmir og góð- ir jarðskjálftamælar og í dag sem hafa nánast sagnaranda, það er að geta sagt fyrir um óorðna hluti og nánast á hvaða mínútu hin rámu regindjúp muni ræskja sig. Svona er veröldin breytt.Heklugosið 1980 hófst á sunnudegi og eðlilega streymdi fólk austur til að fylgjast með sjónarspili hamfara. Ljósmynd/Kristinn Ólafsson. Myndasafnið 19. ágúst 1980 Ég hef augu mín til fjallanna Önnur þáttaröð bresku þáttanna Luther er á dagskráRÚV á þriðjudagskvöldum. Leikarinn Idris Elba er ítitilhlutverkinu í þessum svakalega spennandilögguþáttum frá BBC. Luther er lögregluforingi, mjög harður nagli, sem er einstaklega hæfileikaríkur en fer ekki alltaf eftir settum reglum (eins og allar góðar sjónvarpslöggur). Hann eltist við fjöldamorðinga og þarf að setja sig í sjúkan hug- arheim þeirra og á í einkennilegu sambandi við fyrrum ofsækj- ara sinn, sem er nú í fangelsi. Hann á líka í vandræðum með einkalífið á köflum (eins og allar góðar sjónvarpslöggur) en er þó ekki drykkfelldur. Hann er mjög einbeittur í starfi sínu og er það bæði blessun og bölvun fyrir þá sem standa næst honum. Luther hefur slegið í gegn austanhafs og vestan og er BBC nýbúið að staðfesta að þriðja þáttaröðin verði tekin upp. Var gefið „stelpunafn“ en skipti Idris Elba er fæddur Idrissa Akuna Elba, 6. september árið 1972 og er því 39 ára. Hann ólst upp í austurhluta London. Faðir hans er frá Sierra Leone og móðir hans frá Ghana. Hann er fót- boltaaðdáandi og hefur haldið með Lundúnaliðinu Arsenal frá 15 ára aldri. Hann breytti nafni sínu á unga aldri í Idris úr Idrissa eftir að hann uppgötvaði að það væri stelpulegt nafn og líktist nöfnum á borð við Melissa og Clarissa. Það er þó ekkert stelpulegt við Elba sem er karlmannlegur að vexti og 190 cm á hæð. Elba fékk NAACP-verðlaun sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í fyrstu þáttaröð Luther auk þess að vera tilnefndur til Gol- den Globe-verðlauna. Svo lék hann líka gestahlutverk í þátt- unum The Big C sem voru á dagskrá RÚV og fékk fyrir leikinn Emmy-tilnefningu. Þær voru reyndar tvær í ár því hann var líka tilnefndur fyrir Luther. Áður en hann lék Luther varð hann þekktur í hlutverki sínu sem Russell „Stringer“ Bell í bandarísku spennuþáttunum The Wire frá NBC. Hlutverkið ávann honum marga aðdá- endur en í þeim talar hann auðvitað með bandarískum hreimi þrátt fyrir að vera breskur sjálfur og þykir takast vel upp. Hann notar oft bandaríska hreiminn þegar hann ræðir við aðdáendur The Wire til að valda þeim ekki vonbrigðum. Elba hefur leikið í mörgum kvikmyndum og þáttum eins og RocknRolla í leikstjórn Guys Ritchie, Kvenspæjarastofu Leikarinn Idris Elba hefur aflað sér margra aðdáenda fyrir hlutverk sín í þáttum á borð við The Wire og Luther. Hann er líka plötu- snúður og tónlistarmaður og fótbolta- aðdáandi sem heldur með Arsenal. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Maðurinn á bak við Luther Frægð og furður Idris Elba í hlutverki lögregluforingjans Luthers. Hér er Idris Elba, DJ Big Driis, að plötusnúðast með vini sínum Shogun.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.