SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Síða 41

SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Síða 41
13. nóvember 2011 41 LÁRÉTT 1. Stoðvefur í rótarávexti finnst í okkur. (8) 5. Hamingjubústaður í óbyggðum? (7) 7. Greiði við sex gráður á Kelvin. (6) 8. Vildi kvænast hluta klósetts til að fá laug. (7) 9. Dínamóarnir missa arminn út af tæki. (5) 10. Evrópustaðallinn snýst um fyrirfólk. (5) 11. Sensum níu persónur sem Ari mætir með höfuðfati. (10) 12. Höfuðklútur fæði nautgrip (7) 13. Skaðir tré. (6) 15. Mál ÍNN verður berlega sérstök dós. (9) 18. Fyrsta frú fær drápið seint. (9) 22. Stallurinn við Skeljatanga. (5) 24. Leggur sig fram um óráð fyrir spilltar. (10) 26. Úr frumstæðum dvalarstað kemur rigning. (7) 28. Tek borða skapvond úr íláti. (8) 29. Karri flækist hjá rafmagnsveitu. (5) 30. Ryk með kuski hjá vesælum. (5) 31. Lóðir á mánanum eru sagðar vera fyrir brjálaða. (9) 33. Glott með söngli getur orðið þokkalegt. (7) 34. Sigurður verður ákveðinn en kynlaus út af herslinu. (6) 35. Sú angran nær einhvern veginn að afbaka. (8) 36. Bandarísk kona með breskan aðalstitil er fyrir óþekkta Norður-Ameríkubúa. (10) LÓÐRÉTT 1. Steikir stíf stoðvef? (10) 2. Uppgötva snúna. (5) 3. Ja, með babli, rugli og bulli. (7) 4. Metur Svía næstum því fullkomlega en smánar samt. (9) 5. Skrifa tvo fyrir skinnum. (7) 6. Hefni vegna Jóna sem ætluðu að giftast. (9) 7. Kýs þær sem hafa náð hingað og æskilegar. (9) 14. Jói í MR fær ör frá þunnum. (7) 16. Setning sem við fáum í góðu formi í uppfærslu. (11) 17. Hvessti sig með brenglaðri rauðri. (6) 19. Lyf með flýti en þó bara venjulegum flýti. (10) 20. Djöfull og enskur Hálendingur. (8) 21. En Tína kemst með óánægju ópi til lands. (9) 23. Seinkun guðs er orðin vegna ummælanna. (10) 25. Hjá Rúnari standi áletrun. (9) 27. Fær óhamin gjarnan gleði? (8) 32. Kvæðaglaður og ákafur. (5) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátt- tökuseðilinn í umslagi merktu: Kross- gáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 13. nóvember renn- ur út á hádegi 18. nóvember. Nafn vinningshafans birtist í blaðinu 20. nóvember. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinningshafar krossgátunnar 6. nóv- ember eru Bryndís og Helga Brynjólfsdætur, Hagamel 52, Reykjavík. Þær hljóta að launum bókina Maðurinn á svölunum eftir Sjöwall og Wahlöö. Krossgátuverðlaun Íslendingar hafa með ýmsum hætti sett mark sitt á sterkustu flokkakeppni ársins, Evrópumót landsliða í Hakilidiki í Grikk- landi. Umkringdir flestum af sterk- ustu stórmeisturum heims, Topalov, Aronjan, Ivantsjúk, Svidler, Morozevich, Radjabov, Karjakin, Shirov, Leko og goð- sögninni Viktor Kortsnoj, hefur íslenska sveitin þrátt fyrir forföll verið á svipuðum slóðum hvað árangur varðar og mörg stiga- hærri lið, þ.á m. sigurvegarar síðasta Ólympíumóts, Úkra- ínumenn, andstæðingar okkar í næstsíðustu umferð. Kjarninn úr liðinu frá Ólymp- íumótinu í Khanty Manyisk, bræðurnir Björn og Bragi hafa ásamt Hjörvari Steini náð vel saman. Hjörvar hefur þegar tryggt sér lokaáfangann að al- þjóðlegum meistaratitli þó tvær umferðir séu eftir. Greinarhöf- undur hljóp í skarðið á síðustu stundu og hefur náð ágætis ár- angri en aðalhlutverkið er á sviði liðsstjórnar og undirbúnings fyrir hverja viðureign. Henrik Danielssen sem teflir á 1. borði byrjaði ekki vel en náði sér á strik með með sigri í 6. umferð. Hjörvar Steinn vakti mikla at- hygli á mótsstað í Grikklandi þegar hann lagði lettneska stór- meistarann Alexei Shirov í 1. umferð. Shirov, sem undanfarin ár hefur búið á Spáni og teflt fyrir Spánverja, er höfundur tveggja binda verks, Fire on the board þar sem hann rekur margar flóknar skákir og þessi viðureign hefði vel getað ratað þangað því allt frá byrjun logaði skákborðið af ófriði. Vissulega buðust Shirov betri leiðir til að verjast á mik- ilvægum augnablikum en þess ber að geta að vörnin hefur aldrei verið hans sterkasta hlið. Þar fór að lokum að Hjörvari tókst með nokkrum snjöllum riddara- leikjum að knýja fram sigur. Hjörvar Steinn Grétarsson – Alexei Shirov Nimzoindversk vörn 1 d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 O-O 5. Rf3 c5 6. dxc5 Ra6 7. c6!? (Leikur Morozevich sem við Hjörvar höfðum athugað lítillega fyrir skákina. ) 7. ... d5!? (Kemur ekki að tóm- um kofunum. Þessum skarpa leik er sennilega best svarað með 8. a3. Í 7. umferð lék Damlj- anovic 7. ... bxc6 gegn Braga Þorfinnssyni og Bragi vann eftir miklar flækjur.) 8. Bd2?! d4 9. Rb5 bxc6 10. Rbxd4 Bxd2 11. Dxd2 Db6 12. e3 Hd8 13. c5!? (Svartur hótaði 13. ... c5 eða 13... Re4. Þessi leikur leys- ir ekki öll vandamál hvíts.) 13. ... Rxc5 14. Bc4 e5! 15. Bxf7+!? Kxf7 (Hér var 15. .. Kf8 tvímælalaust betra því eftir 16. Rxe5 kemur 16. ... Rce4 o.s.frv.) 16. Rxe5+ Kf8 17. Rc4 Dc7 18. Db4 Hd5 19. O-O (Hvítur hefur þokkalegt spil fyrir manninn með tvö peð upp í og veikleika í stöðu svarts sem hægt er að herja á.) 19. ... Hb8 20. Da3 Kg8 21. Hac1 Rce4 22. f3 Hh5 23. f4 c5 24. Re5 Db7 25. Rdc6 Ha8 26. b4!Be6 27. bxc5 Bd5 28. Rd4 De7 29. Da5 Dd8 30. Dxd8 Hxd8 31. Hfd1! (Drottningaruppskiptin bættu alls ekki vígstöðu svarts sem hér þurfti að glíma við mikið tíma- hrak, leppun eftir d-línunni, frelsingja á c5 og stórhættulega riddara.) 31. ... Hc8 32. g4! Hh3 33. Rf5 Kf8 34. g5 (Blasir við en 34. Kg2! var enn sterkara.) 34. .. Bxa2 35. gxf6 gxf6 36. Rd7+? ( Eins og tölvuforritin bentu á er hinn rólegi leikur 36. Rc4! bestur og svartur er varnarlaus. ) 36. ... Kf7 37. Rd6+ Rxd6 38. Hxd6 Hg8+ 39. Kh1 Hxe3 40. Rxf6 Hb8 41. Rg4! He4 42. Re5+ Ke8 (Eða 42. .. Kg7 43. c6 og vinnur.) 43. Rd7! – Skemmtilegur loka- hnykkur. Shirov gafst upp. Hann getur forðað hróknum en þá kemur 44. Rf6+ o.s.frv. Helgi Ólafsson helol@simnet.is Sigur Hjörvars yfir Shirov vekur athygli Skák Nafn Heimilisfang Póstfang Krossgáta

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.