SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Qupperneq 44

SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Qupperneq 44
44 13. nóvember 2011 Alexandre Dumas - The Count of Monte Cristo bbbbb Greifinn af Monte Cristo er ein af þessum bókum sem mönnum finnst eflaust að þeir hafi lesið þegar þeir hafa í raun bara séð einhverja af bíó- myndunum sem gerðar hafa verið eftir henni (tólf myndir alls), hlustað á útvarpsleikrit, lesið teiknimyndablaðið, eða þá innbyrt söguþráðinn í gegnum tilvísanir í óteljandi bókmennta- og kvikmyndaverkum. Sagan kom út hér á landi á sínum tíma í íslenskri þýðingu Axels Thorsteins- sonar, hét þá Greifinn frá Monte Christo í fyrstu útgáfunni 1926 (Cristo með h-i fyrir einhverjar sakir), en síðan Greifinn af Monte Christo í mörgum endurútgáfum. Ég las þá útgáfu á sínum tíma og vissi ekki annað en ég væri að lesa bókina alla, en komst svo að öðru þegar ég las þessa Penguin-útgáfu af sögunni. Hún byggist á nýlegri þýðingu Robin Buss sem er meðal annars merkileg fyrir það að fylgja frumtextanum, svo einkennilegt sem það kann að virðast. Málið er nefnilega það að íslenska útgáfan byggist á styttri enskri útgáfu af bókinni sem er með öllu svipminna málfari en á upprunalegri bók, aukinheldur sem í henni er ýmislegt ekki að finna sem mönnum þótti hneykslanlegt þegar bókin var þýdd á ensku um miðja nítjándu öld. Þar er helst að nefna lýsingar á sambandi Eugénie Danglars við vinkonu sína, en í franska textanum er ekki dregin dul á það að þær eru elskendur, sem sannast meðal annars í uppákomu á gistihúsi þegar hún flýr foreldra sína. Í þeirri ensku útgáfu sem allsráðandi hefur verið í gegnum árin er þessa í engu getið og ekki heldur í íslensku þýðingunni. Hvernig má það vera, spyr kannski einhver, að eitt af helstu verkum heimsbókmenntanna sé nánast aðeins til í skældri og klipptri út- gáfu? Og víst er erfitt að svara því. Aðalskýringin er náttúrlega að siðavandir bókaútgefendur á nítjándu öld vildu ekki að sagt yrði frá viðlíka óeðli og samkynhneigð, í það minnsta ekki enskir útgef- endur, það vafðist ekki fyrir frönskum, en það skýrir þó ekki hvers vegna stíllinn var flattur út. Þannig er lýsingin á því þegar Dantes ungi er fluttur með bát að If kastala, Château d’If, átakanleg í nýju þýðingunni, og mun lengri, en í þeirri gömlu er hún bara dapurleg. Víst er framvindan hraðari í styttu þýðingunni, en nautnin af að lesa nýju þýðinguna er margfalt meiri og undirstrikar að það er ekki allt- af hægt að treysta þýðendum, nú eða útgefendum. Í því ljósi er og rétt að vara fólk við að lesa söguna af Edmond Dantes á öðru máli en frummálinu eða í vandaðri þýðingu; aðrar enskar útgáfur en þessa ætti að innkalla og eyðileggja (varist Modern Library og Oxford World’s Classics útgáfurnar þó á kápum þeirra sé því haldið fram að þær séu óstyttar). Árni Matthíasson arnim@mbl.is Erlendar bækur Lesbókbækur Kaþólska kirkjan hefur lengi sættgagnrýni fyrir meint og raunverulegtaðgerðaleysi gagnvart alræði nasistaog fasista og helförinni. Sumir hafa gengið lengra og sagt að Píus páfi 12., sem var við völd 1939-1958, hafi verið eins og hvert ann- að leiguþý Hitlers og Mussolinis. Rifjuð eru líka upp ýmis ummæli hans og annarra preláta, sem staðfesta að fordómar gegn gyðingum voru út- breiddir meðal kirkjunnar manna eins og ann- arra. En þegar rit Emmu Fattorini kom út í fyrra vakti mesta athygli sú uppgötvun hennar að Mussolini hefði árið 1938 rætt við fulltrúa páfa möguleikann á að Páfagarður sýndi Hitler meiri hörku, hann var þá nýbúinn að innlima Aust- urríki. Rétt væri þó að bíða eftir hentugasta tækifærinu til að „beita harkalegri aðgerðum, t.d. bannfæringu“. Ekki er vitað um viðbrögð páfa enda fjarri því að aflétt hafi verið leynd af öllum skjölum sem Fattorini hefði viljað komast í. Mussolini gekk reyndar næsta ár til liðs við Hitler! Höfundur bendir á að Píus 11. og menn hans hafi, eins og fleiri íhaldsmenn, fallið fyrir endurteknum fullyrðingum Mussolinis þegar hann hrifsaði völdin um að hann væri dyggur kaþólikki sem aldrei myndi grafa undan kirkju og trú. Mesta ógnin í augum páfa hafi verið kommúnismi Stalíns sem beinlínis vildi kristnina feiga. Stalín hataði líka bæði fasista og nasista, a.m.k. þegar honum hentaði það. Og óvinur óvinar míns er vinur minn, ekki satt? Þegar leið fram á fjórða áratuginn hafi augu páfa opnast, segir Fattorini. En flestir sam- verkamenn hans vildu reyna að sigla milli skers og báru, eins og forsætisráðherrann varkári. Aðrir voru beinlínis hlynntir einræðisherrunum tveim. Nokkru fyrir andlát sitt 1939 samdi páfi ræðu þar sem hann fordæmdi með mjög hvössu orðalagi kynþáttahatur og ofsóknir gegn gyð- ingum. Hann virðist hafa ætlað að láta sverfa til stáls – en eftirmaðurinn, Píus 12., brenndi ræð- una og hún var því aldrei birt. Fattorini segir að menn hafi andað léttar, talið að gamli páfinn væri að leiða kirkjuna á óheillabraut pólitískra afskipta. Hvað hefði gerst ef nýi páfinn hefði gert það sem okkur eftiráspekingum finnst núna sjálfsagt? Við vitum hvað undanlátssemin gagnvart Hitler hafði í för með sér og enginn vill núna vera í liði Chamberlains, friðarsinnans sjónumhrygga. Sé ferill Hitlers hafður í huga virðist einsýnt að hann hefði a.m.k. einangrað Páfagarð, þvingað Mussolini til að tryggja að þaðan bærust engin hættuleg skilaboð til umheimsins. Kannski hefði Hitler gengið lengra, sprengt Páfagarð, öðrum til viðvörunar. En kirkjan hefði staðið keikari sem stofnun í augum margra eftir stríð. Nokkru fyrir andlát sitt samdi Píus 11. ræðu þar sem hann fordæmdi með mjög hvössu orðalagi kynþáttahatur og ofsóknir gegn gyðingum, en eftirmaður hans, Píus 12., brenndi ræðuna og hún var þvi aldrei birt. Tveir páfar á milli skers og báru Ítalski sagnfræðiprófessorinn Emma Fattorini tekur í bók sinni, Hitler, Mussolini, and the Vatican, að mörgu leyti upp hanskann fyrir Píus ellefta og stefnu hans gagnvart einræðisherrum fjórða áratugarins. En hún ver síður eftirmann hans og þar áður forsætisráðherra, Píus tólfta. Kristján Jónsson kjon@mbl.is 23. okt. - 5. nóv. 1. Gamlinginn sem skreið út um gluggann - Jonas Jon- asson / JPV útgáfa 2. Stóra Disn- ey köku- & brauðb. - Walt Disn- ey / Edda 3. Einvígið - Arnaldur Indriðason / Vaka-Helgafell 4. Hollráð Hugos - Hugo Þórisson / Salka 5. Húshjálpin - Kathryn Stockett / JPV útgáfa 6. Hjarta mannsins - Jón Kalman Stefánsson / Bjartur 7. Klaustrið í Táradal - Margit Sandemo / Jentas 8. Órólegi maðurinn - Henning Mankell / Mál og menning 9. Stóra Disney matreiðslubókin - Ýmsir höfundar / Edda 10. Trúir þú á töfra? - Vigdís Grímsdóttir / JPV útgáfa Frá áramótum 1. Gamlinginn sem skreið út um gluggann - Jonas Jon- asson / JPV útgáfa 2. Ég man þig - Yrsa Sigurðardóttir / Veröld 3. 10 árum yngri á 10 vikum - Þor- björg Hafsteinsdóttir / Salka 4. Stóra Disney köku- & brauðb. - Walt Disney / Edda 5. Einn dagur - David Nicholls / Bjartur 6. Bollakökur Rikku - Friðrika Hjördís Geirsdóttir / Vaka- Helgafell 7. Djöflastjarnan - Jo Nesbø / Undirheimar 8. Betri næring - betra líf - Kol- brún Björnsdóttir / Veröld 9. Ljósa - Kristín Steinsdóttir / Vaka-Helgafell 10. Frelsarinn - Jo Nesbø / Upp- heimar Bóksölulisti Skannaðu kóðann til að lesa Listinn er byggður á upplýsingum frá Bókabúð Máls og menningar, Bóka- búðinni Eskju, Bókabúðinni Hamra- borg, Bókabúðinni Iðu, Bókabúðinni við höfnina Stykkishólmi, Bóksölu- stúdenta, Bónus, Hagkaupum, Kaupási, N1, Office 1, Pennanum- Eymundssyni og Samkaupum. Rann- sóknasetur verslunarinnar annast söfnun upplýsinga fyrir hönd Félags íslenskra bókaútgefenda.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.