SunnudagsMogginn - 27.11.2011, Síða 6

SunnudagsMogginn - 27.11.2011, Síða 6
6 27. nóvember 2011 Blaðamenn geta gert mistök eins og annað fólk. Um það verður ekki deilt. Það sem farið hefur upp til hópa í taugarnar á vitnum, sem komið hafa við sögu Leve- son-rannsóknarinnar, er tregða bresku blaðanna til að leiðrétta mistök sín og biðjast afsökunar. Geri þau það séu það oftar en ekki litlar klausur á lítt áberandi stöðum. Leikarinn Hugh Grant kvartaði til að mynda undan þessu en Daily Mirror birti fyrir hálfum öðrum ára- tug ranga frétt þess efnis að hann hefði leitað sér læknis. Afsök- unarbeiðnin var „vandlega falin“ inni í blaðinu. Þá lentu foreldrar sextán ára stúlku sem var myrt í stappi við dagblaðið Glasgow Herald og tímaritið Marie Claire, sem bæði birtu ónákvæmar fréttir af voða- verkinu. Illa gekk að fá rangherm- ið leiðrétt. Dæmin sanna að rangar fréttir, leiðréttar eður ei, geta auðveld- lega breiðst út um heiminn eins og vírus, líkt og J.K. Rowling benti á í vikunni. Hvernig ætlar Leveson lávarður, sem fer fyrir rannsókninni í Bret- landi, að bregðast við því? Þykja treg að leiðrétta og biðjast afsökunar Myndavélar hvíla á Hugh Grant er hann kemur af fundi Leveson lávarðar. Reuters Það er ekki alltaf tekið út með sældinni aðvera frægur, eins og skýrt hefur komiðfram í vitnaleiðslum í Leveson-rannsókninni, sem fram fer í Bretlandi þessa dagana. Þar hefur hver nafnkunna persónan af annarri komið fram og sagt farir sínar allt annað en sléttar þegar kemur að samskiptum við götu- blöð landsins. Ætli orðið „umsátur“ nái ekki best utan um lýsingarnar. Til rannsóknarinnar var stofnað í framhaldi af News of the World- símahlerunarhneykslinu. Vitnisburður tveggja kvenna vakti gríðarlega athygli síðastliðinn fimmtudag, leikkonunnar Si- ennu Miller og J.K. Rowling, höfundar bókanna um Harry Potter. Meðal þess sem Rowling gagnrýndi dagblöð fyr- ir var að birta ljósmyndir af börnum sínum, þar á meðal mynd af dóttur hennar á sundbol; fyrir að gefa upp heimilisfang hennar og fyrir að smeygja bréfi stíluðu á Rowling ofan í skólatösku fimm ára gamallar dóttur hennar. Þá sauð á Rowling. „Tvö tímabil voru sérstaklega slæm, eftir að ég átti börnin mín. Þá leið mér raunverulega eins og ég væri í herkví. Í heila viku var vonlaust að fara út fyrir hússins dyr án þess að vera ljósmyndaður,“ sagði Rowling við vitnaleiðslurnar. Hún sagði sum blöð hafa virt beiðni sína um næði en önnur hafi hreinlega litið á þá beiðni sem áskorun. Í eitt skipti grennslaðist Rowling fyrir um það hvers vegna ljósmyndarar frá skosku götublaði væru fyrir utan hús sitt og fékk þau svör „að það væri rólegur dagur á blaðinu“. „Þannig að ég og fjölskylda mín vorum undir eftirliti þessum mönnum til dægrastyttingar.“ Ef marka má Rowling beita bresk blöð ýmsum aðferðum til að ná ljósmyndum. Þannig bauðst The Sun til þess að skila stolnu handriti að óútgef- inni fimmtu bókinni um Harry Potter árið 2003 gegn því að fá að taka myndir af höfundinum. Elt af fimmtán mönnum daglega Sienna Miller upplýsti að hún hefði dagsdaglega verið elt af um það bil fimmtán mönnum fyrst eft- ir að hún sló í gegn, 21 árs gömul. „Það var dálítið ógnvekjandi fyrir konu að vera elt af fimmtán mönnum daginn út og inn. Að vísu voru þeir allir með myndavélar, þess vegna var þetta löglegt. En prófið samt að taka myndavélarnar burt, hvernig liti þetta þá út?“ Þá sagði hún „papparassa“ bæði hafa spýtt á sig og svívirt með orðum. „Mér leið eins og ég væri föst í einhverjum tölvuleik.“ Leikkonan setti út á Daily Mirror fyrir að birta mynd af sér liggjandi á gólfinu í góðgerðar- samkvæmi og halda því fram að hún hefði verið drukkin. „Sannleikurinn er sá að ég var að leika mér við ungan dreng, sem þóttist skjóta mig. Þess vegna lagðist ég í gólfið,“ sagði Miller en blaðið klippti drenginn út af myndinni. Miller höfðaði mál á hendur Daily Mirror og fór með sigur af hólmi. „Þeir birtu agnarsmáa afsökunarbeiðni – en á þeim tímapunkti var skaðinn skeður.“ Miller og Rowling voru sammála um að Kvört- unarnefnd fjölmiðla, sem dagblöðin settu sjálf á laggirnar, þjónaði ekki sínum tilgangi. Miller var í hópi frægs fólks sem News of the World sáluga beitti símahlerunum og vann skaða- bótamál fyrr á þessu ári. Það breytir ekki því að hún rambaði um tíma á barmi ofsóknaræðis, enda birtist margt sem hún sagði fólki í trúnaði á prenti. Hafði hún meðal annars margoft sakað vini og vandamenn um að leka upplýsingum í blöðin. Hvað annað átti hún að halda? Í herkví götublaða Rowling og Miller bera æsi- fréttablöðum ekki vel söguna Sienna Miller segir farir sínar ekki sléttar í samskiptum við götublöðin. Reuters J.K. Rowling gefur skýrslu við vitnaleiðslurnar. Reuters Vikuspegill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Frásagnir vitna í Leveson- rannsókninni hafa margar hverjar verið býsna skraut- legar, eins og þegar Sheryl Gascoigne (fyrrverandi eig- inkona knattspyrnukappans Pauls Gascoignes) lýsti því að hún hefði þurft að skríða á gólfinu á nýju heimili sínu til að forðast ljósmyndara, þar sem engin voru gluggatjöldin. Skreið um á gólfinu Hátíðarkörfur Ostabúðarinnar eftir þínu höfði OSTABÚÐIN SKÓLAVÖRÐUSTÍG Við erum byrjuð að taka á móti pöntunum í síma 562 2772 og á ostabudin.is Opið: Mán - Fim 11:00 - 18:00 Fös 10:00 - 18:30 & Lau 11:00 - 16:00

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.