SunnudagsMogginn - 27.11.2011, Page 9
27. nóvember 2011 9
Í slendingar vita að það erekkert grín að tapa pen-ingum. Samt er ekki hægtað verjast brosi þegar fót-
boltalið er rekið með nærri 37
milljarða halla á ári, án þess að
svo mikið sem einn svitadropi
spretti út á enni eigandans. Það
er helst að viðkomandi svitni
þegar önnur hvor höndin teygir
sig í brjóstvasann til að ná í
mismuninn. Til fróðleiks má
nefna að rekstur Landspítalans
hér uppi á Íslandi árið 2010
kostaði 35,2 milljarða.
Auðvitað kemur mér ekki
nokkurn skapaðan hlut við
hvernig Mansour bin Zayed Al
Nahyan eyðir peningunum sín-
um – eða olíuauði emírsfjöl-
skyldunnar suður í Abu Dhabi,
sjálfsagt má telja það túlkunar-
atriði – og ég skil vel að hann
vilji gleðja knattspyrnu-
áhugamenn á Englandi. Þess
vegna keypti hann örugg-
lega Manchester City og hefur
ausið fé í reksturinn.
Peningar þessa arabíska auð-
jöfurs eru ekki verri en millj-
arðamæringanna hugulsömu
sem eiga Manchester United,
Chelsea, Liverpool, Arsenal, og
allra hinna.
En fróðlegt er að velta vöng-
um og ekki að undra að Knatt-
spyrnusamband Evrópu hafi
samþykkt reglur um sjálfbærni
og fjárhagslega háttvísi félaga,
sem fljótlega taka gildi.
Gaman verður að sjá hver
þróunin verður. Auðvitað
veltur útkoman töluvert á
því hve helstu sam-
starfsfyrirtæki verða
rausnarleg, t.d. flug-
félagið Ethiad,
helsti bakhjarl
Manchester City,
sem vill svo
skemmtilega til að
er í eigu sömu fjölskyldu og á
fótboltaliðið …
Peningar tryggja ekki árangur
en vissulega eru meiri líkur á að
góðir leikmenn, og þar af leið-
andi dýrir bæði í innkaupum og
rekstri, vinni titla. Og ekki má
gleyma því að uppbyggingin hjá
City hefur verið hröð og ekki á
að tjalda til einnar nætur. Stór-
veldi er í mótun og lið félagsins
strax orðið það besta í Englandi.
En benda má á að sum af þekkt-
ari félögum Evrópu eru rekin af
varkárni og ábyrgð. Um svipað
leyti og tilkynnt var um tap City
hélt þýska stórveldið Bayern
München aðalfund og í ljós kom
að reksturinn skilaði hagnaði
19. árið í röð. Arsenal á Eng-
landi er einnig þekkt fyrir
ábyrgan rekstur og það er ekki
síst að þakka Frakkanum Ar-
sène Wenger, þjálfara liðsins.
Honum hefur hvað eftir annað
staðið til boða fé til að kaupa
stjörnuleikmenn en hafnar því
yfirleitt. Vill frekar skóla unga
leikmenn til að byggja á þeim,
og fá lið leika skemmtilegri fót-
bolta en Arsenal á góðum degi.
Félagið hefur vissulega ekki
unnið titil í nokkur ár en at-
hygli skal vakin á því að Arsenal
er eina enska liðið sem öruggt
er í 16-liða úrslit Meistaradeild-
arinnar. Bæði Manchester-liðin
gætu setið eftir.
Tap er alla jafna ekki gam-
anmál, hvorki í fótboltaleik né
fjárhagslegt, en starfsmenn úti-
bús verslanakeðjunnar Tesco í
Manchester fá þó hrós í
hnappagatið fyrir góðan húmor
eftir nágrannaslaginn þar í borg
um daginn. City kjöldró Eng-
landsmeistara United 6:1 og
fljótlega höfðu svamptertur í
búðinni verið verðmerktar upp
á nýtt. Stuðningsmenn United
gátu fengið hverja fyrir eitt
pund, en áhangendum City var
gert að reiða fram sex pund fyr-
ir hverja tertu. Og hafa örugg-
lega allir gert það með glöðu
geði!
Vilja ekki tapa! Leikmönnum Arsenal, sem fagna hér marki Robins van Persie gegn Dortmund í Meistaradeild-
inni í vikunni, er meinilla við að tapa. Eigendur félagsins eru sama sinnis þegar fjárhagurinn er annars vegar.
Reuters
Sjálfbært 37
milljarða
rekstrartap
Meira en
bara leikur
Skapti Hallgrímsson
skapti@mbl.is
Mansour bin Zayed Al Nahyan eig-
andi Manchester City í Englandi.
’
Manchester
City tapaði
heldur meira
en rekstur Land-
spítalans kostaði
allt árið í fyrra
Ekki eru allir þess umkomnir að
standa á skautum, hvað þá
dansa á þeim. Rússinn Sergei
Voronov er svo lánsamur að
vera í þeim hópi og sýndi hann
listir sínar á meistaramóti aust-
ur í Moskvu á föstudaginn.
Engum sögum fer af árangri
kappans á mótinu en hann hefur
vafalaust verið góður sé mið
tekið af limaburðinum.
Veröldin
Reuters
Sterkur á
svellinu