SunnudagsMogginn - 27.11.2011, Blaðsíða 10

SunnudagsMogginn - 27.11.2011, Blaðsíða 10
10 27. nóvember 2011 Skar og skarkali | 16 Þorgrímur Kári Snævarr Margir helstu knattspyrnu-manna heims eiga auðlegðsína Jean-Marc Bosman aðþakka. Fyrir rúmum tutt- ugu árum hóf Bosman málaferli, sem sex árum síðar lyktaði með því að fyr- irkomulag á kaupum og sölu og liða- skiptum leikmanna í Evrópu fór á annan endann. Án Bosmans er ekki víst að Portúgalinn Cristiano Ronaldo hefði get- að gengið í raðir Real Madrid og þénað 38 milljónir dollara (4,4 milljarða króna) frá maí 2010 til maí 2011. Bosman var leikmaður Royal FC Liege í Belgíu og hafði hug á að skipta yfir til USL Dunkuerqe í annarri deild franska fót- boltans. Liege neitaði að sleppa honum þrátt fyrir að samningur hans væri runn- inn út og Bosman ákvað að fara í hart. Málið var fyrst tekið fyrir í undirrétti í Lüttich í ágúst 1990 og var ekki til lykta leitt fyrr en í desember 1995 þegar Evr- ópudómstóllinn í Lúxemborg dæmdi Bosman í vil. „Ekkert félag vildi líta við mér“ Dómurinn varð í fyrsta lagi til þess að knattspyrnufélög í Evrópu gátu ekki krafist greiðslu fyrir leikmenn þegar samningar þeirra voru útrunnir. Í öðru lagi voru reglur um að aðeins mætti stilla upp takmörkuðum fjölda af útlendingum í liði afnumdar. Með þessum dómi fengu leikmenn á evrópska efnahagssvæðinu frelsi til að finna sjálfir vinnuveitanda. Úrskurðurinn hafði samstundis gríð- arleg áhrif og færði leikmönnum vald, sem þeir höfðu ekki haft áður. Leik- mannamarkaðurinn opnaðist upp á gátt, launin hækkuðu upp úr öllu valdi vegna þess frelsis, sem leikmenn fengu þegar samningar þeirra runnu út, og þeirrar sterku samningsstöðu, sem þeir fengu við það að félögin gætu misst þá án end- urgjalds. Bosman hefði sennileg aldrei orðið frægur knattspyrnumaður, en málaferlin komu honum á spjöld knattspyrnusög- unnar. Flestir sem á annað borð þekkja til knattspyrnu vita hvað átt er við þegar talað er um Bosman-dóminn. Þegar lokadómurinn féll var Bosman atvinnu- laus og bjó í bílskúrnum hjá foreldrum sínum. Hann átti von á að komast aftur í atvinnumennsku, en annað kom á dag- inn. „Ekkert félag vildi líta við mér,“ sagði Bosman í samtali við þýska vikurit- ið Der Spiegel. „Ég var álitinn af- brotamaður, sá sem hafði eyðilagt fót- boltann.“ Bosman er nú 47 ára. Hann lifir á bót- um og fær 752 evrur (rúmlega 120 þúsund krónur) á mánuði. „Allir græða á mér, á minni baráttu,“ segir hann. „Það er eins og ég hafi látið einhvern hafa lottótöl- urnar, en ekki fengið neinn hluta af vinningnum.“ Engan gluggaþvott, takk! Bosman fékk á sínum tíma 400 þúsund evrur (64 milljónir króna) í skaðabætur frá belgíska knattspyrnusambandinu. Fifpro, alþjóðleg samtök atvinnuknatt- spyrnumanna, veitti honum 300 þúsund evra styrk og frönsk sjónvarpsstöð borg- aði honum 200 þúsund evrur fyrir heim- ildarmynd. Nokkrir atvinnumenn styrktu Bosm- an, þar á meðal Hollendingurinn Mark van Bommel, og leikmenn hollenska landsliðsins létu peningana, sem þeir fengu fyrir leik við Belgíu, renna til hans. Sennilega fékk Bosman eina milljón evra (160 milljónir króna) samanlagt, en pen- ingarnir eru horfnir. Lögmennirnir kost- uðu sitt. Hann keypti tvö hús og dýra glæsivagna. Allt er horfið nema íbúðin, sem hann býr í og er í bænum Villers l’Eveque, skammt frá Liege. Hann á kær- ustu, sem er líka á bótum, og þau búa ekki saman vegna þess að þá myndu bæt- urnar skerðast. Aðgerðaleysið lagðist á sálina á honum. Tvö hjónabönd runnu út í sandinn, hann glímdi við þunglyndi og fór að drekka í óhófi. Nú hefur hann verið þurr síðan 2007. Bosman bauðst að þjálfa yngri flokka hjá Standard Liege, en hafnaði því. Hann hafnaði líka boði um að gerast glugga- þvottamaður fyrir nokkrum vikum. Á sínum tíma buðu Uefa, samtök fé- lagsliða í Evrópu, honum í gegnum milli- göngumenn rúma milljón evra fyrir að hætta málarekstrinum. Honum verður stundum hugsað til þessa boðs. „Ég er ekki ríkur,“ sagði hann við Der Spiegel. „En ég er ríkur í hjarta.“ kbl@mbl.is Hvað varð um … Jean-Marc Bosman í treyju Þýskalands í „stjörnuleik“ 2008 og á fleygiferð á yngri árum. Jean-Marc Bosman? Bongarts/Getty Images

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.