SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 27.11.2011, Qupperneq 18

SunnudagsMogginn - 27.11.2011, Qupperneq 18
18 27. nóvember 2011 Þorgrímur Þráinsson treður sér ískottið á jeppanum sem lagt erfyrir utan Morgunblaðshúsið íHádegismóum. Hann er gest- risinn við blaðamann og ljósmyndara, leyfir þeim að sitja í aftursætinu með Tobbu Marinós. Stefán Máni situr við stýrið og Vigdís Grímsdóttir í hinu fram- sætinu. Altént og kames „Þá er komið að fyrstu sögunni sem ég segi á leiðinni,“ segir Tobba um leið og hjólin byrja að snúast. „Hún er um Jakob Frímann. Ég setti bróderingafélaginu Dólgunum fyrir að hittast ómálaðar fyrir utan Domus Medica. Þar biðu þeirra Bónuspokar og í þeim samlokur og Slots- bjór.“ Framhaldið var eftir því; þeim var gert að panta hamborgara á Vitabar, banka á dyr í Þingholtunum þar sem umyrðalaust voru rétt staup út um gættina, kaupa sexí hluti í Tiger (sem voru meðal annars hreindýraeyru og blikkandi nef) og gefa það allt gestgjafanum sem tók á móti þeim í lokin – Jakobi Frímanni. „Hann bauð þeim inn, sagði þeim fjölskyldu- sögur og þær voru svo feimnar við hann að þær þorðu ekki að þiggja vín. Og þær lærðu af Jakobi að segja alltént!“ – Vigdís segir alltaf kames, skýtur blaðamaður inn í frásögnina. „Einmitt,“ tekur hún undir hlæjandi, orð sem rithöfundurinn í Grandavegi 7 temur sér, „maður hlýtur að segja að inn af stofunni sé kamesið!“ „Alltént,“ segir Tobba. „Jakob Frí- mann verður gestur í næsta þætti og ræðir um kynþokka, hvort hægt sé að klæða á sig kynþokka – og sóðapartíið á Players!“ „Varstu ekki með þátt í gær?“ spyr Vigdís. „Jú, þar rappaði ég í flugfreyjubúningi. Búningar setja svo skemmtilegan svip á tilveruna, hvort sem það eru búningar stöðumælavarða, Rauðhetta eða jóla- sveinar. Og það er vinsælast ef ég er ómáluð – jibbí, hún er ljót eins og við hin!“ „Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki horft á þáttinn,“ heyrist frá Þorgrími. En hún lætur ekki eiga inni hjá sér og baunar á hann: „Þess vegna ertu í skottinu!“ Flottustu upplestrarnir Þar með hefur rithöfundarútan, eins og ferðalagið í gamla Landcruiser-jeppanum hans Þorgríms er kallað, lagt í hann tí- unda árið í röð. Tveir mæta alltaf, Þor- grímur og Stefán Máni, „synir Ólafs- víkur“, en svo eru aðrir höfundar valdir í samráði við Ólsara. „Þeir senda sínar óskir og ég hringi í höfundana,“ segir Þorgrímur. Þetta er í þriðja sinn sem upplesturinn er haldinn í samvinnu við grunnskólann, sem felst í því að nem- endur snæða með höfundum og kynna þá síðan um kvöldið. Og það er jafnan vel mætt. „Jólin eru komin þegar höfundarnir mæta,“ segir Þorgrímur. – Býr vont fólk á Ólafsvík, stenst blaðamaður ekki að spyrja. „Ef þú spyrð úlf hvort hann sé vondur svarar hann nei,“ svarar Stefán Máni. „Nei, þarna býr gott fólk, enda er þetta ekki undir jökli – það býr sunnar á nes- inu. Þarna hef ég farið á flottustu upp- lestrarkvöld sem ég hef kynnst, að vísu var það líka flott á Vopnafirði.“ „Þau eru svo flott úti á landi,“ skýtur Vigdís inn í. „Ég lít á mig sem Ólsara,“ segir Þor- grímur sem flutti til Ólafsvíkur 10 ára og bjó þar fram yfir tvítugt. „Annars er ég fæddur í Vesturbænum, þó að ég þori varla að segja frá því.“ – Og hvar spilaðirðu fótbolta? „Í Víkingi fyrst – ég spilaði í þrjú ár í þriðju deildinni með Víkingi áður en ég skipti yfir í Val.“ Býflugnabúningar Það er tímabært að virða ferðalangana fyrir sér. Ólíkari gætu þeir vart verið. Tobba í rauðum buxum, með feld um hálsinn og missir af Kjalarnesi vegna þess að hún er niðursokkin í fjólubláa farsím- ann. En Vigdís er svartklædd með svart hárið, svört gleraugun, svart sjalið – og rauðan varalitinn. Strákarnir eru hins vegar í peysum og gallabuxum – enda báðir frá sama staðnum úti á landi. Tobba segir hverja söguna af annarri og þræðir um leið ljósmyndabankann á fjólubláa farsímanum. Oft koma Dólg- arnir við sögu, sem halda ýmist til á Kex hosteli eða Ölstofunni, arka Fimmvörðu- hálsinn eða sækja sér „endurmenntun“ í bústað. Á einni er hún í býflugnabúningi að kenna dólgunum að búa til bollakök- ur. „Býflugnabúningar eru æðislegir; þeir eru svo víðir að maður getur svolgrað í sig bjór án þess að bumban sjáist!“ Og hún er yngst í bílnum – fædd 1984. „Ég er ennþá með fæðingarslímið – og mjúka blettinn á höfðinu,“ segir hún með breiðu brosi. „Þegar fréttist af öllum þessum körlum í ferðinni þurfti ég skrif- legt leyfi frá pabba til að komast með.“ „Var kallinn þinn ekkert smeykur?“ spyr Þorgrímur. „Nei, hann hefur séð mig pakka körl- um saman,“ svarar hún viss um sig – en karlinn er réttnefndur karl, nefnilega Karl Sigurðsson. „Svo er hann að taka upp plötu með Baggalúti í Hafnarfirði, al- gjört krútt.“ Hverjar eru líkurnar? Sjaldan dettur á þögn í bílnum þessa rúmu 200 kílómetra leið frá Reykjavík til Ólafsvíkur. „Fly me to the moon,“ raular Þor- grímur í skottinu. Snæfellsnesið rís undir nafni, snjór liggur yfir og hálkan er lúmsk. Ekkert hik er á Stefáni Mána við stýrið og Vigdís sit- ur stjörf við hlið hans. „Ég skynja dauða- beyginn í Vigdísi,“ segir Stefán ertn- islega. „Hún er að reikna út líkurnar á að hún komist aftur heim.“ Ljós birtast framundan í skammdeg- inu. „Ég verð alltaf svo fegin að sjá bíl á móti,“ segir Vigdís. „Dauðinn verður alltaf að vera með í för,“ heldur Stefán áfram, en bætir við alvarlegri í bragði: „Ég er ekkert að fara að drepa okkur.“ Það var notalegt í stofunni í Engihlíð á Ólafsvík. Gestgjafinn Ester Gunnarsdóttir faðmar Vigdísi að sér. Upphaf ferðar. Þorgrímur prílar í skottið á jeppanum. Það er þó sæti þar. Elskuleg áletrun Tobbu Marinós. Þorgrímur ræðir við tvær stelpur í tíunda bekk. Um bækur auðvitað.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.