SunnudagsMogginn - 27.11.2011, Blaðsíða 20

SunnudagsMogginn - 27.11.2011, Blaðsíða 20
20 27. nóvember 2011 Skjá einum í vikunni, ég þáði hana og horfði á þátt með Tobbu á miðvikudags- kvöldið. Óhætt er segja að það hafi verið uppspretta alls spjalls á kaffistofunni síð- an.“ „Var það þátturinn þar sem ég var á nærfötunum?“ kallar Tobba. Lesa krakkar bækur? Það skapast fjörugar samræður þegar höfundarnir dreifa sér um salinn og ræða málin við nemendurna. – Hefurðu lesið margar bækur eftir þessa höfunda?“ spyr blaðamaður einn þeirra. „Ne-ei,“ svarar stelpan. „Ha!?“ segir Þorgrímur undrandi. „Ég hef reyndar byrjað á nokkrum bókum eftir þennan,“ bætir hún við. „Jæja,“ segir Þorgrímur og róast. „En ég náði ekki að klára neina þeirra. Þær voru svo langar,“ botnar hún. „Nú!?“ segir hann. „Vildirðu ekki vita hver væri morðinginn!?“ Önnur stelpa skerst í leikinn. „Ég á eina bók eftir þig, Þriðja ísbjörn- inn. Ég klára bækurnar.“ – Hvaða höfund kynntir þú þér? spyr blaðamaður enn aðra stelpu. „Vigdísi,“ svarar hún og fær vænt- umþykjuolnbogaskot frá Vigdísi sjálfri, sem varpar fram spurningu við borðið: „Eru krakkar nokkuð hættir að lesa bækur?“ Flesta setur hljóða, en ein stelpan svar- ar: „Nei.“ Vigdís lítur á hinar stelpurnar. Engin viðbrögð. „Ég get ekki stjórnað vinkonum mín- um,“ segir stelpan og yppir öxlum. Þegar blaðamaður hlerar samræðurnar næst er Vigdís að spyrja þær hvort þær geti ekki skrifað ljóð á tíu mínútum. „Nei!“ segir ein. „Það myndi ekki virka,“ dæsir önnur. „Jú víst, það svínvirkar. Ég hef prófað það!“ segir Vigdís staðfastlega. „Eitt ljóð á dag kemur skapinu í lag!“ Á næsta borði er Tobba Marinós í stelpnageri. – Eruð þið búnar að fara yfir bók- menntasviðið? spyr blaðamaður. „Nei, ég var nú bara að segja þeim frá Séð & heyrt,“ svarar Tobba. Skólastjórinn sest við borðið. „Þú verður að standa þig Tobba. Þú ert fulltrúi skólans. Brúar bilið!“ Það líður að lokum skólaheimsókn- arinnar. Höfundarnir árita bækur á bókasafninu. Stefán Máni gaukar að blaðamanni, að vísir að safninu hafi myndast er árgangurinn hans tók þátt í Stundinni okkar, setti þar meðal annars upp brúðusýningu, og lét ágóðann renna til þarfra verka. „Gamli bekkurinn minn er kjölfestufjárfestir í bókasafni skólans.“ Til heiðurs Ástu Loks er haldið af stað í félagsheimilið. Á leið þangað mælir Stefán Máni upp úr eins manns hljóði: „Hérna er lokaatriðið í Svartur á leik tekið upp.“ „Ha!? Og ég bjó í þessu húsi,“ kallar Þorgrímur úr skottinu. „Í tíu ár!“ Það er húsfyllir í félagsheimilinu Klifi eins og vant er. Fólk greiðir þúsund krónur fyrir aðgang og rausnarlegar veit- ingar í hléi. Helgi er heimavanur, hnippir í blaðamann og segir: „Þetta er eitt nýj- asta félagsheimilið á landinu og það fal- legasta – það er engu líkt að tala hér fyrir fullum sal af fólki.“ „Það er hefð hjá okkur að tileinka bókaveisluna gömlum og þjóðþekktum rithöfundi,“ segir Ester Gunnarsdóttir, formaður í Ólafsvíkurdeild Framfara- félagsins, í upphafsræðunni. Í þetta skipti er það Ásta Sigurðardóttir, sem fædd var á Litla-Hrauni á Snæfellsnesi. Ester rifjar upp í skemmtilegri tölu að Ásta féll ekki að hugmyndum samfélagsins um hvernig konur áttu að haga sér; hún drakk og reykti og fór í óhefðbundin föt, til dæmis strigaskó við pels – og var sennilega langt á undan sinni samtíð í þeim efnum. Hún notaði sterkan andlitsfarða og ögraði þannig. Svo hafði hún atvinnu af því að sitja fyrir nakin hjá myndlistarnemum. Og er þá fátt eitt talið. Varpað er vísu á skjáinn eftir skáldkonuna: Mig ég fel í faðmi þér framar einskis sakna enda fljót að óska mér aldrei framar vakna. Helgi stígur fyrstur á svið, les úr bók- inni Í björtum Borgarfirði og byrjar á frásögn til að heiðra minningu ömmu sinnar í Hrútsholti „sem ég sá aldrei, hún dó tveim árum áður en ég fæddist. Ég hef heldur aldrei séð mynd af henni, hún hafði annað að stússast, var með fullt hús af börnum, ól þrettán börn, þar af þrennir tvíburar og tvennir á sama árinu. Það er fjör!“ „Ég vil þakka fyrir góða kynningu á Ástu,“ segir Vigdís er hún stígur í pont- una. „Ég má til með að tala svolítið um Ástu, sem fór ekkert alfaraveg og skrifaði kannski mögnuðustu skáldsögur sem hafa verið skrifaðar á Íslandi. Ég bjó á Langholtsvegi þegar ég var þriggja eða fjögurra ára og það er ein af fyrstu minn- ingum mínum um Ástu. Þannig er, að ég er á leið út í mjólkurbúð, bý ofarlega á Langholtsveginum, passa mig á bílunum. Ég er bara fjögurra ára, það eru bílar – það eru bílar sko þegar ég er fjögurra ára,“ fullvissar hún okkur um. „Þá heyri ég hvin neðst á Langholts- veginum, ég heyri hvin og þetta er hún sem er með rauða varalitinn, hún ER öskrandi og ég frýs á veginum. Hún kemur nær og nær, smám saman lækkar röddin, og ég frýs. Ég á að kaupa sko einn pott af mjólk, glerpott – það var þá. Nú kemur hún að mér, hún hefur séð að ég er hrædd, tekur svona um höndina: „Ég skal leiða þig yfir götuna litla stúlka.“ Hún var ekki fyllri eða hættulegri en það.“ – „Og ég gleymdi að segja,“ hvíslar Vigdís að blaðamanni eftir upplesturinn, „frá því þegar ég kem í búðina. „Hún leiddi þig yfir götuna,“ segja skvísurnar. „Svona eru skáldkonur.“ Ég tók því þannig að þær leiddu mann yfir götuna. Þær meintu það auðvitað ekki.“ Stefán Máni, Vigdís og Tobba skoða fyrri höfunda á þessum árlega upplestri. Það þurfti enginn að líða skort um kvöldið í Klifi. Gestir kaupa bækur í lok kvölds. Þormóður áritar. Magnea fékk bók að gjöf frá Vigdísi. Jólamatur í veislu á miðnætti á Fornu-Fróðá.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.