SunnudagsMogginn - 27.11.2011, Síða 26

SunnudagsMogginn - 27.11.2011, Síða 26
26 27. nóvember 2011 Thant Myint-U er sagnfræðingurog höfundur nýrrar bókar, semnefnist Where China MeetsIndia: Burma and the New Crossroads of Asia. Thant var staddur á Ís- landi í liðinni viku og gaf sér tíma til að ræða þær gríðarlegu breytingar, sem nú eiga sér stað í Búrma. „Hinir pólitísku atburðir í landinu und- anfarna mánuði eru þeir mikilvægustu í hálfa öld,“ sagði hann. „Í mars mun her- foringjastjórnin hafa verið við völd í 50 ár – eða ríkisstjórn í skjóli hersins. Landið er ekki enn orðið lýðræðisríki, en ég held að þær umbætur, sem nú eiga sér stað, séu þær mikilvægustu og umfangsmestu frá 1962. En auðvitað er erfitt að spá um framtíðina. Umbreytingatímar eins og þessir geta verið mjög erfiðir eins og sést hefur annars staðar. En takist umskiptin í Búrma verður það ekki aðeins mikilvægt fyrir þær 60 milljónir manna, sem þar búa, heldur svæðið allt.“ Afi Thants, U-Thant, sem var þriðji framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, var í góðum tengslum við stjórnina, sem herforingjarnir steyptu 1962. Þvinganir höfðu öfug áhrif Hillary Clinton, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, fer til Búrma í þessari viku. Bandarísk stjórnvöld eru meðal þeirra, sem beitt hafa Búrma viðskiptaþving- unum út af stjórnarfarinu í landinu. „Hún bætist þar í hóp fleiri málsmet- andi manna, sem stjórnvöld í Búrma hafa tekið á móti á undanförnum vikum, og það gæti orðið veruleg breyting á stefnu Bandaríkjamanna gagnvart Búrma,“ sagði Thant. „Um leið er Evrópusambandið að íhuga að breyta sinni stefnu.“ Hann kvaðst ekki telja að viðskipta- þvinganir Bandaríkjamanna og Evrópu- sambandsins hefðu haft áhrif á breyting- arnar, sem nú eiga sér stað í Búrma, nema að litlu leyti. „Ég hef lengi talað gegn því að nálgun Bandaríkjamanna og Evrópusambandsins gagnvart Búrma byggist á efnahagsþving- unum,“ sagði hann. „Ég held að þær hafi haft öfug áhrif. Kannski urðu þær til að setja örlítinn þrýsting á stjórnina. Kurt M. Campbell, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna um málefni Austur-Asíu og Kyrrahafsins, lýsti þeim þannig að þær væru fremur hvimleiðar. Þeim hefur ekki líkað að sæta þessum aðgerðum, en þær hafa um leið ýtt undir einangrun landsins, hjálpað til við að koma í veg fyrir hvers konar efnahagsþróun í tuttugu ár og kom- ið í veg fyrir að til yrði millistétt. Ég tel að í heildina hafi áhrifin verið mjög neikvæð.“ Thant telur að meginástæðan fyrir því að Thein Sein, hinn nýi forseti landsins, vilji koma á umbótum sé að hann hafi líkt og margir aðrir gert sér grein fyrir því að engin ástæða væri til að Búrma yrði út- undan á 21. öldinni þegar öll Asía væri á uppleið. Frá auðlegð til örbirgðar „Í upphafi 20. aldarinnar var Búrma eitt af ríkustu löndum þessa heimshluta, senni- lega í öðru sæti á eftir Japan,“ sagði hann. „Búrma var mun ríkara en Kórea, Kína og Indland. Nú er það fátækasta landið í þess- um heimshluta. Fimmtíu, sextíu ár virðast vera langur tími, en hann er ekki svo langur. Til er fólk, sem man þá tíma, þegar landið var í mun betri stöðu. Ég held því að ástæðan sé ekki þvinganirnar heldur að þetta sé að gerast þrátt fyrir þær, vegna þess að það hafa verið samskipti við um- heiminn, fólk er með gervihnattasjónvarp og ferðast til Singapúr, Bangkok og víðar og það varð augljóst að það varð að reyna eitthvað annað. Undanfarin tuttugu ár hefur einn og sami einræðisherrann verið við stjórnvölinn, Than Swei herforingi. Fyrr á þessu ári settist hann í helgan stein, afhenti hinum nýja forseta völdin og setti einnig fram stjórnarskrá, sem er ekki fyllilega lýðræðisleg, en er ekki heldur í anda hreinræktaðrar herforingjastjórnar. Herinn hefur enn ákveðið hlutverk, en einnig forsetinn og þingið, þar sem sitja fulltrúar stjórnamálaflokka. Hinn nýi for- seti hefur því haft svigrúm til að gera mun meira, en nokkur annar hefur getað gert í langan tíma.“ Ýmsir halda því fram að þótt Than Swei hafi látið af embætti stjórni hann enn á bak við tjöldin. Thant telur að þetta sé orðum aukið. „Hann er sestur í helgan stein í þeim skilningi að hann tekur ekki lengur þátt í ákvörðunum frá degi til dags,“ sagði hann. „Hann var hins vegar við stjórnvöl- inn í tuttugu ár og var yfirmaður margra þeirra, sem enn eru við völd. Hann gæti því enn haft áhrif ef honum sýndist svo, en þess eru engin merki að hann skipti sér af störfum stjórnarinnar. Um leið væri ógerningur fyrir nýja forsetann að virða hagsmuni hans einfaldlega að vettugi. Á þann þátt hefur hann áhrif, en hann er ekki þátttakandi, hann er hættur.“ Staða Aung San Suu Kyi, handhafa frið- arverðlauna Nóbels, sem verið hefur í stofufangelsi í 15 af undanförnum 22 ár- um, er óneitanlega sterk. Hún var látin laus fyrr á þessu ári og ætlar í framboð. Til marks um að víða er litið á hana sem leið- toga stjórnarandstöðunnar er að Barack Obama Bandaríkjaforseti setti sem skilyrði fyrir því að Clinton færi til Bandaríkjanna að fyrst yrði hringt í Suu Kyi og málið bor- ið undir hana. „Ég held að heimsókn Clinton hafi verið til skoðunar í nokkrar vikur eða mánuði og það kemur ekki á óvart að bandarísk- um stjórnvöldum hafi fundist að þau þyrftu að hafa samráð við Suu Kyi. Og það kemur alls ekki á óvart að hún hafi verið fylgjandi því að Clinton kæmi.“ Suu Kyi bjartsýnni en áður Thant hitti Suu Kyi á ráðstefnu fyrir nokkrum vikum í Rangoon og átti síðast einkafund með henni fyrir tveimur mán- uðum. Flokkur hennar sniðgekk síðustu kosningar, en nú ætlar hún í framboð. „Hún hefur sagt við mig og aðra að hún sé vongóð og mun bjartsýnni en áður,“ sagði hann. „Ég held að fundur hennar með forseta Búrma hafi átt stóran þátt í að telja henni trú um að honum væri alvara og hún bindi vonir við hann. En ég tel líka að líkt og margir aðrir hafi hún áhyggjur af ýmsum öðrum einstaklingum í stjórninni. Traust hennar á forsetanum hefur hins vegar sannfært hana um að hún þurfi að taka þau skref, sem hún er nú að taka, og stíga inn í hið pólitíska kerfi. Það hefði verið óhugsandi fyrir ári.“ Thant var um tíma í raun í útlegð frá Búrma, en hefur getað ferðast þangað að vild um nokkurt skeið. Sligandi vextir 120% á ári „Frá því að mótmælin til að krefjast lýð- ræðis voru brotin á bak aftur árið 1988 til 1996 var ég í eins konar útlegð,“ sagði hann. „Frá 1996 hef ég farið þangað árlega í fríum og síðustu árin hefur heimsókn- unum fjölgað. Nú skipti ég tíma mínum á milli Bangkok þar sem ég bý og Rangoon og er þar að minnsta kosti eina viku í mánuði.“ Skoðanir eru skiptar í Búrma um það hvort heilindi séu að baki áformum stjórnvalda um umbætur. Thant segir að mestur sé ágreiningurinn sennilega meðal þeirra, sem séu í stjórnmálum, fjölmiðlum og baráttusamtökum. „Ég held hins vegar að fólki finnist almennt að nú sé tækifæri og umbæturnar séu raunverulegar þótt ekki sé hægt að vera viss um nákvæmlega hver niðurstaðan verði. Almenningur er hins vegar ekki enn farinn að finna fyrir breytingum. Ekki hefur mikið breyst í efnahagslífinu og langflestir íbúar landsins hafa svo lágar tekjur að þeir eiga erfitt með að draga fram lífið frá degi til dags. Í liðn- um mánuði fór ég í nokkurra daga heim- sókn í fátæk þorp í norðurhluta landsins. Ástandið þar er líkt og víða annars staðar í landinu. Bóndi hefur kannski tveggja til þriggja hektara landskika þar sem hann ræktar til dæmis hrísgrjón. Tekjur hans af að selja uppskeruna gætu verið á milli 70 og 80 þúsund krónur. Í upphafi þarf hann að taka 40 þúsund króna lán til að kaupa fræ og sá þeim. Vextir í Búrma eru 120% á Birtir í Búrma Framtíð Búrma hefur ekki verið jafnbjört frá því að her landsins hrifsaði til sín völdin fyrir tæpum 50 árum. Thant Myint-U sagnfræðingur hefur bæði átt samskipti við Aung San Suu Kyi, leið- toga stjórnarandstöðu landsins, og frammámenn í stjórn landsins og telur að alvara sé að baki lof- orðunum um umbætur, en erfið verkefni og flók- in eru framundan. Karl Blöndal kbl@mbl.is Thant Myint-U fylgst með og skrifað um þróun mála í Búrma og er vongóður um framtíðina. Morgunblaðið/Ómar

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.