SunnudagsMogginn - 27.11.2011, Side 33

SunnudagsMogginn - 27.11.2011, Side 33
27. nóvember 2011 33 því, frá því að ég var lítið barn, að hafa fínt í kringum mig. Ég hef alltaf verið að punta og svo finnst mér svo gaman að búa til fallegan heim og eina heild sem er mitt. Þegar ég var lítil var ég að sníkja afleggjara á hverjum bæ sem við heimsóttum og það var komið hálfgert gróðurhús heima hjá okkur.“ Í Húsi fiðrildanna er ekki eingöngu að finna fallega muni heldur eru þar ógrynni af kjólum, pelsum og fylgihlutum. Það var samt sem áður fyrir algera til- viljun að Fríða hóf sölu á fatnaði en á markaði einum rakst hún á lager af ódýrum fiftís-kjólum og hugsaði með sér að þetta væri hið besta efni til að pakka inn brothættu vörunum. „Ég pakkaði öllu sem ég flutti í það skiptið inn í kjólana og svo þegar þetta kom í búð- ina voru kjólarnir það fyrsta sem seldist, “ segir Fríða og hlær. Vörurnar finnur Fríða á hinum ýmsu mörkuðum í Belgíu en hún leitar líka til Frakklands og er yfir sig hrifin af klæðaburði franskra kvenna. „Markaðirnir í Frakklandi eru bara nammi. Íslenskar konur þurfa til að mynda að upplifa allar þessar geggjuðu slæður sem eru seldar þar. Þessar frönsku elegant konur eru alltaf með slæður.“ Hver veit nema Fríðu takist að innleiða slæðumenningu í tískuvitund íslenskra kvenna. Herrarnir gleymast ekki Á litla fallega markaðnum í litla Skerjafirði er einnig svokallað herrahorn og eins og flest sem viðkemur Húsi fiðrildanna var það tilviljun ein sem olli því að herra- hornið varð til. „Í dag sér maðurinn minn alfarið um það. Hann þoldi ekki að fara með mér á þessa markaði og fannst alveg ömurlegt að vera að vasast í þessu gamla drasli þannig að ég fór alltaf ein. Ég veiktist síð- an síðasta vetur og þegar ég fór að hressast átti ég erfitt með að keyra. Hann gat ekki hugsað sér að taka þetta frá mér og keyrði mig á markaðina. Þegar hann var orðinn þreyttur á að vera sífellt á kaffihúsum hvatti ég hann til þess að fara bara og finna eitthvert karladót. Hann gerði það og í dag finnst honum þetta jafnspenn- andi og mér. Hann kaupir vínilplötur, hnetti, gömul kort og ýmislegt karladót.“ Fríða er hvergi nærri hætt og á sér nú þann draum að gera eitthvað stórkostlegt við garðinn. Hún segir ná- grannana vera ánægða með þetta tiltæki sitt og hvetur þá til að opna lítið kaffihús í litla Skerjafirði. Hús fiðrildanna er til húsa á Hörpugötu 10 og er tak- markaður afgreiðslutími en hægt er að fá allar upplýs- ingar um hvenær opið er á facebook-síðu verslunar- innar. Fríða býður líka hópum að koma utan afgreiðslutíma, það eina sem þeir þurfa að gera er að hringja á undan sér og panta. „Þá er dekstrað við gest- ina og það er bara töluvert algengt að það sé tekið á móti hópum af konum. Þær koma með sínar veitingar og við sköffum glösin. Þær eru síðan að máta kjóla og skemmta sér saman og oftar en ekki fara þær í kjólum sem þær kaupa sér út að borða um kvöldið. Þetta eru sannkölluð dömukvöld.“ Það er ekki aðeins húsið og bílskúrinn sem er lagt undir markaðinn, garðurinn er nýttur líka. Þessi bolli er seldur til styrktar mæðrum í Kenía. Fríða byrjaði á að flytja inn kaffibolla og enn eru þeir vinsælastir. Vínilplötur fyrir safnarana og plötuspilari fyrir þá sem voru of fljótir á sér að losa sig við sinn. Heillandi gamaldags borðbúnaður. Ermahnappar fyrir herrana. Það kennir ýmissa grasa í herrahorninu. ’ Ég hef alltaf verið að punta og svo finnst mér svo gam- an að búa til fallegan heim og eina heild sem er mitt. Þegar ég var lítil var ég að sníkja afleggj- ara á hverjum bæ sem við heim- sóttum og það var komið hálfgert gróðurhús heima hjá okkur.“

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.