SunnudagsMogginn - 27.11.2011, Page 34
34 27. nóvember 2011
Matur
Nanna Rögnvaldardóttir erlöngu landsþekkt en bókinJólamatur Nönnu, sem var aðkoma út er tólfta mat-
reiðslubókin hennar. Í bókinni eru mat-
seðlar fyrir sautján ólíkar jólamáltíðir þar
sem hver og ein hefur sitt þema en að
sjálfsögðu er líka hægt að setja saman
eigin matseðil en til dæmis er meðfylgj-
andi uppskriftum ekki raðað saman í
bókinni. Nanna leggur sem dæmi lín-
urnar fyrir ömmujól með pörusteik,
hollustujól með fylltri kalkúnabringu,
villibráðarjól með gæsabringum, íslensk
jól þar sem lambalærið er í aðalhlutverki
og hefðarjól með hamborgarhrygg.
Jólamaturinn skiptir auðvitað flesta
miklu máli og uppskriftir og leiðbein-
ingar Nönnu hjálpa til að máltíðin
heppnist. Hún kemur líka með þá góðu
ráðleggingu að jólamaturinn og und-
irbúningurinn eigi að snúast um það sem
okkur finnist sjálfum gott og langi til að
útbúa en ekki um skyldurækni.
Bókin ætti að nýtast þeim sem eru ný-
græðingar í jólahaldi þrátt fyrir að vera
reyndir kokkar. Sjálf fór Nanna ekki að
halda jól á eigin heimili fyrr en hún ver
komin vel yfir þrítugt.
Hér hefur lambalæri verið valið í aðal-
réttinn enda skrifar Nanna að „eiginlega
ætti lambakjötið að vera hin eina sanna
íslenska jólasteik“. Hún bendir á að það
sé þungt í maga að borða mikið af reyktu
og söltuðu kjöti marga daga í röð og þess
vegna þykir henni lambalæri góður kost-
ur. Hún segir jafnframt engan vanda að
gera steikina virkilega hátíðlega þannig
að hún skeri sig frá sunnudagsmatnum. Í
bókinni eru ítarlegar leiðbeiningar um
hvernig eigi að elda kjötið þannig að
steikingin verði mjög jöfn og kjötið verði
fallega bleikt, jafnlitt inn að beini, meyrt
og safaríkt. Meðlætið skiptir líka virki-
lega miklu máli og segir Nanna gott að
hafa rauðkál með en heimagert rauðkál
gerir gæfumuninn.
Jólarauðkál
1 rauðkálshaus, 800 g – 1 kg
1 rauðlaukur
1 grænt epli
1 msk. olía
200 ml berjasulta
3 msk. epla- eða vínedik
½ tsk. kanill
pipar
salt
sykur ef þarf
Sjálf sýður Nanna rauðkálið á aðfanga-
dagsmorgni og segir það hluta af jólailm-
inum. Svo má líka útbúa það með löngum
fyrirvara og frysta en það má vel setja það
frosið í pottinn og hita.
Leiðbeiningarnar fylgja hér:
Skerðu rauðkálið í geira og fjarlægðu
stilkinn. Skerðu geirana í ræmur.
Saxaðu rauðlaukinn smátt og flysjaðu
eplið, kjarnhreinsaðu það og skerðu í
bita.
Hitaðu olíuna í potti og láttu laukinn
krauma smástund án þess að brúnast.
Bættu rauðkáli og epli út í og hrærðu
sultu, ediki og kryddi saman við, e.t.v.
ásamt örlitlu vatni, og láttu rauðkálið
malla undir loki í 50-60 mínútur, eða þar
til það er meyrt. Hrærðu í öðru hverju og
bættu við ögn af vatni ef þarf. Smakkaðu
og bættu við sykri og kryddi eftir smekk.
Hin sanna
jólasteik
Bókin Jólamatur Nönnu nýtist nýgræðingum í
jólahaldi sem og þeim sem vilja reyna eitthvað
nýtt eða prófa tilbrigði við hefðbundna rétti í
heilögustu máltíð ársins.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Nönnu finnst
lambakjöt góður
hátíðarmatur.
Nanna stingur upp á því að notaður sé
þrenns konar ís í eftirrétt en hér verður gef-
in uppskrift að einni tegund.
4 eggjarauður
75 g flórsykur
1 msk hnetulíkjör eða 1 tsk
vanilluessens eða vanillusykur
250 ml rjómi
100 g mjúkt núggat
60 g pistasíuhnetur
Þeyttu eggjarauður og flórsykur mjög vel
saman ásamt bragðefninu sem þú notar.
Stífþeyttu rjómann og blandaðu honum
gætilega saman við með sleikju.
Skerðu núggatið í litla bita og grófsax-
aðu pistasíurnar. Blandaðu hvorutveggja
saman við ísblönduna með sleikju. Helltu
blöndunni í skál eða form og frystu.
Núggat- og pistasíuís
Paté og kæfur af ýmsu tagi henta afar vel
á jólahlaðborðið eða sem forréttur á und-
an jólasteikinni – og ekki er ónýtt að hafa
nýbakað brauð með.
200 g reyktur makríll
3-4 vorlaukar, saxaðir
150 g mascarpone-ostur
2 tsk sítrónusafi, eða eftir smekk
½ tsk paprikuduft
cayenne-pipar á hnífsoddi
pipar, salt
Hreinsaðu roðið af makrílnum, settu
hann í matvinnsluvél ásamt vorlauknum
og láttu vélina ganga þar til komið er
gróft mauk. Hrærðu saman mascarpone-
ost, sítrónusafa, paprikuduft, cayenne-
pipar, pipar og salt og blandaðu svo mak-
rílnum vel saman við (með gaffli ef þú vilt
hafa patéið gróft, í matvinnsluvél ef þú
vilt fínt mauk). Settu patéið í form og
kældu.
Makrílpaté