SunnudagsMogginn - 27.11.2011, Síða 35

SunnudagsMogginn - 27.11.2011, Síða 35
27. nóvember 2011 35 J ólabjórinn hefur verið í boði á nokkrum krám og veitingastöðum und-anfarnar vikur og er nú kominn í vínbúðirnar líka. Við félagarnir erum alltafjafnspenntir og leggjum mikinn metnað í að smakka sem flestar tegundir, égþarf kannski ekki að taka það fram að íslenskar tegundir eru í miklu uppá- haldi. Þetta er nú sennilega vinsælt hjá fleirum en okkur félögunum, því und- anfarin ár hafa flestar tegundir jólabjórs verið uppseldar í byrjun desember. Þarna er yfirleitt í boði allur skalinn; allt frá því að vera frábær bjór niður í að vera ég ætla ekki að segja vondur en vægast sagt stórskrýtinn bjór. Það er gaman að því hvað bjórmenning er að verða mikil eftir að- eins rétt rúmlega tuttugu ára sögu bjórsins hér á landi. Við félagarnir rifjum reglulega upp daginn sem bjórinn var lögleiddur en þá urðum við okkur úti um kippu af öllum sex tegundunum af bjór sem þá voru í boði ef ég man rétt. Verk- efni dagsins var að setja saman rúm í lítilli íbúð sem við hjónin leigðum í Þorpinu á Akureyri og að sjálfsögðu að smakka og bera saman bjór- inn. Ekki man ég niðurstöðurnar úr sam- anburðarprófinu en eitt er víst að rúmsam- ansetningin var kláruð seinnipartinn daginn eftir! Við hjónin höfum upplifað bjórmenningu í nokkrum löndum á ferðalögum okkar, ég var sérstaklega hrifinn þegar við vorum í Slóveníu, þar brugga menn mikið af bjór sem hentar vel með mat. Við kynntumst mjög metnaðarfullum bjór- framleiðendum í Lasko, sem í dag eru orðnir miklir Íslandsvinir, en þeir eiga einn- ig handboltalið á heimsmælikvarða sem heitir eftir verksmiðjunni og hefur spilað hér á landi í Evrópukeppni. Þar uppgötvaði ég frábæran bjór sem var bruggaður á litlum bar sem einnig seldi mat, þetta var ógerilsneyddur bjór sem hægt var að kaupa á áfyllingu á lítraflöskuna þegar manni hentaði eða átti leið hjá. Í fyrra vorum við stödd í Færeyjum með vinum okkar og smökkuðum alls kyns mjög góðan bjór, þar á meðal rabarbarabjór, sem ég hef séð hér í Vínbúðinni. Einu sinni fengum við belgískan gestakokk sem setti saman fyrir okkur bjórmatseðil, en þar var um að ræða forrétti, fiskrétti, kjötrétti og eftirrétti sem allir áttu það sam- eiginlegt að einhvers konar belgískur bjór var notaður í matseldina og hentaði vel sem drykkur með matnum. Belgar eiga fjöldann allan af veitingastöðum sem gera út á þetta og við erum líka aðeins byrjuð hér á Íslandi. Í fyrra fannst mér Jóla-Kaldinn og Víking-Jóla-Bock skara fram úr, Jóla-Tuborg er líka alltaf góður, ég bíð spenntur eftir að smakka nýjungarnar í ár, s.s. mal- tjólabjór, Stekkjarstaurs-brúnöl og Jólagæðing úr Skagafirðinum, en hér langar mig að nota tækifærið og hrósa Agnesi og Óla og öllu þeirra frábæra fólki í Kalda á Árskógssandi fyrir það brautryðjandastarf sem þau hafa unnið í bjórframleiðslu sem hefur haft góð áhrif á aðra sem á eftir hafa komið og að mínu mati einnig á stóru fyrirtækin sem í dag eru metnaðarfyllri. Gleðilegan jólabjór! ’ Við félagarnir rifjum reglulega upp daginn sem bjórinn var lögleiddur en þá urðum við okk- ur úti um kippu af öll- um sex tegundunum af bjór sem þá voru í boði ef ég man rétt. Matarþankar Friðrik V Jólabjórinn verður vinsælli með hverju árinu sem líður. Morgunblaðið/Eggert 150 g glænýr lax ½ appelsína 1 límóna 3-4 msk steinselja, söxuð pipar salt Skerðu fiskinn í mjög þunnar sneiðar, gjarna á ská, og raðaðu þeim á disk eða bakka. Rífðu börkinn af appelsínunni yfir. Kreistu safann úr appelsínunni og lím- ónunni í skál og dreyptu honum jafnt yfir laxinn. Stráðu saxaðri steinselju yfir og kryddaðu með pipar og salti. Láttu standa í kæli í um eina klst. Gott er að bera fram sítrónumajónes með fiskinum. Sítrónumajónes 2 eggjarauður 1 sítróna 1 tsk Dijon-sinnep pipar salt 300-400 ml sólblómaolía eða önnur bragðmild olía Það er leikur einn að laga majónes í mat- vinnsluvél og reyndar ekkert mál að gera það í höndunum heldur. Svo má stytta sér leið, kaupa majónes í búð og blanda sí- trónusafa saman við. En þetta heimagerða er miklu betra. Settu eggjarauður, 1 msk af sítrónusafa, sinnep, pipar og salt í matvinnsluvél eða blandara og þeyttu saman. Helltu olíunni út í, fyrst í dropatali en svo smátt og smátt í mjóum taum, og láttu vélina ganga stöð- ugt. Hættu að bæta við olíu þegar þér finnst majónesið hæfilega þykkt. Smakk- aðu það og bragðbættu eftir þörfum. Laxa-ceviche Fyrir 6 ½ l rjómi 4 msk sykur ½ vanillustöng 3 matarlímsblöð 100 g hvítt súkkulaði Settu rjóma og sykur í pott. Kljúfðu van- illustöngina eftir endilöngu, skafðu kornin úr henni og settu bæði þau og stöngina út í. Hitaðu rólega að suðu og láttu malla í um 10 mínútur. Leggðu á meðan matarlímið í bleyti í kalt vatn. Brjóttu súkkulaðið í bita og settu þá í skál. Taktu pottinn af hitanum, kreistu vatnið úr matarlíminu og hrærðu því saman við, og helltu svo öllu saman í gegnum sigti yfir súkkulaðið. Hrærðu þar til súkkulaðið er bráðið. Helltu blöndunni í sex lítil form eða bolla og kældu í nokkrar klukkustundir, eða þar til búðingarnir hafa stífnað alveg. Losaðu þá úr formunum og hvolfdu á diska. Dreifðu berjum í kring og hafðu e.t.v. berjasósu með. Berjasósa 200 g ber, t.d. hrútaber eða bláber 75 ml hvítvín eða eplasíder 2 msk sykur, eða eftir smekk 1 msk ljóst síróp Settu allt saman í pott og hitaðu það. Hrærðu öðru hverju þar til berin eru orðin mjúk. Settu sósuna í matvinnsluvél eða blandara og maukaðu hana. Láttu hana svo kólna. Panna cotta með hvítu súkkulaði Ljósmyndir/Gísli Egill Hrafnsson

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.