SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 27.11.2011, Qupperneq 45

SunnudagsMogginn - 27.11.2011, Qupperneq 45
27. nóvember 2011 45 Sagan sjálf mallar áfram með tiltölulega fyrirsjáanlegum endalokum enda Sigrún í raun að vinna áfram með pistla sína og ýmislegt þar fram komið. Til- raunir Sigrúnar til að skilja það sem dreif fjármálagosana áfram, semsagt hvaða mannlegu þættir liggja undir þessu öllu saman, eru hins vegar það sem skiptir mestu máli, ekki útskýringar á yfirtökum og vaxtamunum. Hugmyndir hennar um hvernig þjóðfélagið í heild brást við bæði fyrir og eftir hrun eru t.d. góðra gjalda verðar og með þær vinnur hún m.a. í gegnum nafna minn Arnar og fjölskyldu hans. Sam- hengi hlutanna virkar því lítt sem spennusaga, því síður sem „hrunkennslubók“ en hún stendur ágætlega sem pæling um mannlegt eðli og hvernig okkur hættir til að bera út af leið. sónur bókarinnar (fluggáfaða erlenda blaðamanninn, kóka- ínsturlaðan útrásarvíkinginn, breska bankamanninn o.s.frv). Hún nær t.d. frábærlega að fanga barnslegan hrokann sem einkenndi margan fjárglæfra- manninn í ævintýralegri lýsingu á barferð sem Arnar og fleiri leggja í. Samtöl sem snúa beint að tæknilegu fjármálavafstri eiga það þó til að vera stirð. Það er greinilega ekki nema visst langt sem er hægt að ganga í því að koma á mannamál, öllu því óskiljanlega sem fór fram í fjár- málagerningunum þarna úti; þegar Íslendingar héldu að þeir ættu heiminn með húð og hári. Fyrir leikmann er þetta alltaf sama óáhugaverða rausið um að færa þessar upphæðir hingað en þessar þangað og maður tengir lítið við þetta ef maður er ekki með viðskipta- eða hagfræði- grunn. óskiljanlegt hagfræði- og við- skiptatungumálið. Þetta er a.m.k. það sem blasir við þegar lestri lýkur og tekst Sigrúnu ágætlega til í þessum umleitunum sínum. Hér segir af blaðakonunni Huldu sem er búsett í London (Sigrún sjálf, semsagt) og er hún komin vel á veg með bók um bankahrunið þegar hún lætur lífið í umferðarslysi. Unnusti hennar, lögfræðingurinn en nú listamaðurinn Arnar fer að graf- ast fyrir um málið í félagi við vin hennar, Ragnar, og komast þeir fljótlega að ýmsu vafasömu. Stíll Sigrúnar er fumlaus og hann heldur nokkuð vel. Það er lítið um tilþrif en hann rúllar vel og örugglega áfram. Bestu sprettina á hún þegar hún er að lýsa sálarlífi Arnars eða þá þegar hún veltir sér fyrir hugmynda- og siðferðilegum hliðum banka- hrunsins í gegnum valdar per- S igrúnu Davíðsdóttur kannast landsmenn helst við sem hinn skelegga pistlahöfund Spegilsins í Ríkisútvarpinu. Sig- rún er búsett í London og þaðan hefur hún rýnt í málefni tengd íslenska bankahruninu og slær hún þar hvergi af; er bæði áleit- in, skýr og skarpskyggn. Í bók sinni Samhengi hlutanna, sem er skáldsaga, gerir hún tilraun til að vinna með þær upplýs- ingar sem hún hefur aflað sér á listrænan hátt, hugmyndin væntanlega sú að miðla helstu niðurstöðunum og pælingunum í formi sem er í senn meira að- laðandi og skiljanlegra en hægt er að komast upp með í frétta- skýringum. Með því að stilla upp persónum, atburðarás, spennu og þvíumlíku dregst les- andinn inn í hringiðu hlutanna og fær dýpri skilning á því sem stendur á bakvið á stundum Samhengi hlutanna er önnur skáldsaga Sigrúnar Davíðsdóttur. Hið galna Ísland Bækur Samhengi hlutanna bbbnn Eftir Sigrúnu Davíðsdóttur. Uppheimar gefa út. 469 bls. Arnar Eggert Thoroddsen Verið velkomin LISTASAFN ÍSLANDS Söfn • Setur • Sýningar ÞÁ OG NÚ 22.9.-31.12. 2011 SUNNUDAGINN 27. NÓVEMBER KL. 14 FJÖLSKYLDUSMIÐJA á aðventu, leiðsögn og listsmiðja SAFNBÚÐ Listaverkabækur, kort, plaköt, íslenskir listmunir og gjafavara. Íslensk listasaga frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar til sölu í Safnbúð á tilboðsverði. SÚPUBARINN, 2. hæð Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga. Allir velkomnir! www.listasafn.is ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ Þúsund ár - fjölbreytt verk úr safneign Listasafns Íslands frá 19. öld til nútímans. Fyrsti áfangi nýrrar grunnsýningar um þróun íslenskrar myndlistar. „Óskabarn – Æskan og Jón Sigurðsson“ Sýning um æsku og lífsstarf þjóðhetjunnar, undirbúin í samvinnu við Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar. Sýn- ingin höfðar sérstaklega til barna og ungs fólks á skólaaldri. Áhugaverður viðburður fyrir alla fjölskylduna. Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík Opið daglega kl. 11.00-17.00. www.thjodmenning.is Listasafn Reykjanesbæjar Holdtekja – The Carnal Imperative Guðný Kristmanns 22.október - 4. desember Byggðasafn Reykjanesbæjar Bátasafn Gríms Karlssonar Opið virka daga 12.00-17.00 helgar 13.00-17.00 Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Fjölbreyttar sýningar: Hjálmar R. Bárðarson í svarthvítu Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár Guðvelkomnir góðir vinir! Útskorin íslensk horn Þetta er allt sama tóbakið! Útskornir kistlar Skipulag og óreiða. Teikningar Ólafar Oddgeirsdóttur Jólavörurnar komnar í safnbúð Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið þriðjudaga-sunnudaga kl. 11-17. Lokað á mánudögum 29. október–30. desember 2011 Samræmi Hildur Bjarnadóttir og Guðjón Ketilsson Hamskipti Hildur Yeoman og Saga Sigurðardóttir Sunnudag kl. 20 – Tríó Reykjavíkur Klassík við kertaljós Gestur er Jónas Ingimundarson píanó Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is sími 585 5790 - Aðgangur ókeypis EYJAFJARÐARFOSSAR Sýning á ljósmyndum Svavars Alfreðs Jónssonar á 42 eyfirskum fossum. Opið mán.-fim. kl. 10-19, fös. 11-17 og lau. 13-17. Síðasta sýningarvika. Ókeypis aðgangur. Náttúrufræðistofa Kópavogs Hamraborg 6a www.natkop.is Af fingrum fram 11. nóv. - 12. jan. 2012 Veggteppi og landslagsmyndir þæfðar í ull eftir Snjólaugu Guðmundsdóttur vefnaðarkennara. Opið: mán. - fös. kl 13 - 18 lau. kl. 11 - 14 AÐGANGUR ÓKEYPIS www.gallerigersemi.is Sími 552 6060 12. nóv. til 11. des. 2011 Sigtryggur Bjarni Baldvinsson „Móðan gráa - Myndir af Jökulsá á Fjöllum“ Opið 13-17, nema mánudaga. Freyjugötu 41, 101 Rvk www.listasafnasi.is Aðgangur ókeypis. LISTASAFN ASÍ HLUTIRNIR OKKAR (9.6.2011 – 4.3.2012) HVÍT JÓL (28.10.2011 – 15.1.2012) Opið alla daga nema mán. kl. 12-17. Verslunin KRAUM í anddyri. Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is Arnar Herbertsson JBK Ransu Davíð Örn Halldórsson Sýningarlok 11. des. --- Pappírsævintýraheimur Baniprosonno --- Lestur úr nýjum bókum 1. des. kl. 20 Opið fim.-sun. Kl. 12-18 AÐGANGUR ÓKEYPIS www.listasafnarnesinga.is Hveragerði Borgarnesi

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.