Morgunblaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2011 ELFRÍÐ - í senn óhugnanleg og hugljúf frásögn holabok.is/holar@holabok.is Elfríð Pálsdóttir fæddist og ólst upp í Þýskalandi á stríðsárunum þar sem dauðinn beið við hvert fótmál. Hún fluttist síðar til Ís- lands og bjó þá m.a. á Siglunesi og á Dalatanga, þar sem hún var vitavörður ásamt manni sínum, Erlendi Magnússyni. Það var Elfríði mikil raun að rifja upp æskuár sín í Þýskalandi. Lesendur þessarar bókar munu vafalítið skilja af hverju svo var. FRÉTTASKÝRING Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Hjálparsamtök undirbúa nú úthlut- anir til fátækra fyrir jólin, en á þessum tíma árs neyðast margir til að leita sér hjálpar sem alla jafna gera það ekki. Eftir efnahagshrunið hefur umfang hjálparstarfsins vaxið mjög enda hefur þörfin aukist og ekki virðist enn sjá fyrir endann á því. Ásgerður Jóna Flosadóttir, for- maður Fjölskylduhjálpar Íslands, segir að óneitanlega sé nokkur kvíði hjá sjálfboðaliðunum 60 sem þar starfa fyrir álagstímanum sem nú fer í hönd. „Við erum svolítið kvíðin hvernig úr þessu spilast því nú þurfum við að flokka umsóknirnar og þá verðum við að forgangsraða. Í raun og veru rennum við blint í sjó- inn.“ Misskiptingin gríðarleg Skráning í jólaúthlutun Fjöl- skylduhjálpar stendur til 9. desem- ber en nú þegar hafa 1.400 fjöl- skyldur skráð sig og er stór hluti þeirra að koma í fyrsta skipti að sögn Ásgerðar Jónu. Þrír hópar séu verst staddir; einstæðingar í hópi eldri borgara, öryrkjar sem búi við bág kjör og einstæðir foreldrar. „Þessir hópar hafa alltaf verið til en maður sér að þegar þrengir að í þjóðfélaginu þá fjölgar í þeim, fólki sem bjó við mjög lök kjör fyrir og var komið alveg fram að bjargbrún- inni en er núna farið fram af henni. Ég hef verið í þessu síðan 1996 og alveg sama þótt það sé góðæri á Ís- landi þá hefur alltaf verið ákveðinn hópur sem býr við fátækt og hreina angist sem því fylgir.“ Spurð hvernig staðan sé nú miðað við sama tíma í fyrra segir hún þró- unina síst hafa skánað. „Þegar ég lít yfir farinn veg finnst mér staðan oft hafa verið slæm, en hún er æpandi slæm núna. Misskiptingin er að verða svo gríðarleg.“ Þróunin ekki nógu góð Ingibjörg Oddsdóttir, starfsmað- ur velferðarvaktar velferðarráðu- neytisins, segir það alþjóðlega til- hneigingu að bilið á milli hinna efnuðustu og hinna efnaminnstu sé að breikka og þar sé Ísland líklega ekki undanskilið. Velferðarvaktin leggur mikla áherslu á að hugað sé að aðstæðum barna. Ingibjörg segir að þróunin undanfarið ár hafi ekki verið nógu góð. „Það hefur ekki slegið á atvinnuleysið eins og vænt- ingar stóðu til. Það er stóri þátt- urinn því atvinnan er forsenda vel- ferðarinnar. Það hefur ekki breyst að börnin sem stóðu veikt fyrir efnahagshrunið eru enn sá hópur barna sem stendur veikast.“ Sé litið til fjölda barna undir fátæktarmörk- um standi Ísland svipað öðrum sam- félögum sem kenni sig við velferð og komi þokkalega út. „En það þýð- ir ekki að það séu ekki erfiðleikar inni á heimilum, það er það víða.“ Viðkvæmasti hópurinn séu börn einstæðra foreldra og innflytjenda. Öryrkjum og öldruðum fjölgar Sífellt fleiri leita aðstoðar Fjöl- skylduhjálparinnar. Í fyrra voru um 3.000 manns á skrá á höfuðborg- arsvæðinu en í ár eru skráningarn- ar orðnar hátt í 5.000. Ekki sækja þó allir sem eru á skrá úthlutun í hverjum mánuði. Hjá Mæðrastyrksnefnd hefur einnig gætt aukningar á und- anförnum árum. Ragn- hildur Guðmundsdóttir, formaður Mæðra- styrksnefndar Reykja- víkur, segir að áberandi fjölgun sé í hópi öryrkja og aldraðra, en einnig leiti nú hjálpar stærri fjölskyldur en áður. Fyrir síðustu jól úthlutaði Mæðrastyrksnefnd til um 4.000 fjöl- skyldna og einstaklinga og Ragn- hildur býst ekki við að þörfin verði neitt minni í ár. „Við búum okkur undir að þetta skipti nokkrum þús- undum.“ Dýrmætt að geta gefið gjafir Bæði er úthlutað matvælum sem og jólagjöfum. Fjölskylduhjálpin fær pakka sem safnað er í Smára- lind og Kringlunni og segir Ásgerð- ur Jóna að fólk sem hafi börn á framfæri byrji að spyrjast fyrir um gjafirnar strax í október. Á þessum tíma árs er fólki ekki síður mik- ilvægt að geta glatt ástvini sína með gjöfum en að fá mat, ef marka má Ragnhildi. „Það finnst mörgum gott að geta fengið gjafir hjá okkur fyrir barnabörnin og barnabarnabörnin. Það er það sem stendur upp úr finnst mér.“ Ekkert dregið úr neyðinni milli ára  Þúsundir fjölskyldna reiða sig enn á úthlutanir hjálparsamtaka fyrir jólin  Mest fjölgað í hópi aldr- aðra og öryrkja, en stórar fjölskyldur leita líka hjálpar  Mörgum finnst dýrmætast að geta gefið gjafir Morgunblaðið/Sigurgeir S Mæðrastyrksnefnd Birgðir af jólamat eru til reiðu handa þeim sem krappast standa. Við úthlutanir nefndarinnar starfa sjálfboðaliðar, um 20 eldri konur. Skannaðu kóðann til að sjá mynd- skeið um málið. Hjálparstarf kirkjunnar hefur und- anfarið breytt um áherslur í vinnu- aðferðum í hjálparstarfi sínu inn- anlands og leggur nú aukna áherslu á valdeflingu einstaklings- ins, að sögn Vilborgar Oddsdóttur, félagsráðgjafa hjá Hjálparstarfinu. Ekki þýði hins vegar aðeins að segja fólki að taka völdin í eigin hendur, heldur þurfi líka að gefa því tækin og styðja það til þess. Hjálparstarfið hafi m.a. boðið upp á ýmis námskeið, s.s. fjármála- námskeið, fjölskylduráðgjöf, mat- reiðslunámskeið o.fl. „Eftir jól höldum við sérstakt valdeflingarnámskeið fyrir ein- stæðar mæður, þar sem við reyn- um að setja niður hvað þarf til að breyta aðstæðum þeirra og hvað þarf til að koma í veg fyrir að börn- in þeirra lendi á sama stað í lífinu.“ Einnig hefur verið lögð áhersla á að skapa vettvang fyrir fátæka for- eldra að eiga ánægjulega sam- verustund með börnum sínum, s.s. með gjafakortum í leikhús og í húsdýragarðinn. „Þegar það er fá- tækt og erfiðleikar á heimilinu er svo mikilvægt að stíga aðeins út úr því og eiga jákvæðar upplifanir saman,“ segir Vilborg. Þessar breyttu áherslur eru að evrópskri fyrirmynd, en Hjálparstarfið tók höndum saman við fleiri fé- lagasamtök í sumar og stofnaði Ís- landsdeild EAPN, evrópskra sam- taka gegn fátækt. Hjálparstarfið styrkir fólk með inneignar- kortum í stað matarúthlutana. Margir sækja eingöngu um þá hjálp fyrir jólin. Um 400 umsóknir hafa nú bor- ist um jólaúthlutun. Áhersla á valdeflingu HJÁLPARSTARF KIRKJUNNAR MEÐ BREYTTAR VINNUAÐFERÐIR Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Páll Winkel, forstjóri Fangelsis- málastofnunar, kveðst ekki skilja hvernig það geti verið „hápólitískt mál“ að Fangelsismálastofnun stefni að því að reisa fangelsi með rými fyr- ir 56 fanga á Hólmsheiði en vilji ekki reisa þar minna og óhagkvæmara fangelsi. Ástæðan fyrir því að miðað sé við rými fyrir 56 fanga sé sú að það sé sú stærð sem reka megi með sama starfsmannafjölda og starfi nú í Hegningarhúsinu og í Kópavogs- fangelsinu eða um 20 manns. Í þess- um fangelsum er pláss fyrir 25 fanga. Ef fangels- ið yrði minnkað, t.d. í 42 pláss, þyrfti sama starfsmanna- fjölda og fangels- ið rúmaði 56 fanga. Í fréttum RÚV í gærmorgun sagði Sigríður Ingi- björg Ingadóttir, formaður fjárlaga- nefndar, að bygging nýs fangelsis væri hápólitískt mál og umræða um málið hefði ekki farið fram á hinum pólitíska vettvangi. Áður hafði hún sagt að fjárframlög til fangelsisins yrðu samþykkt með þeim fyrirvara að reist yrði minna fangelsi. Frá því í desember 2010 hefur leg- ið fyrir opinberlega að 56 pláss yrðu á Hólmsheiði. Áður var rætt um enn stærra fangelsi. Í samtali við Morgunblaðið sagði Páll að það væri illskiljanlegt fyrir leikmann í pólitík að átta sig á því hvers vegna þessi stærð fangelsisins á Hólmsheiði væri hápólitískt mál. „Menn eru væntanlega að vinna fyr- ir sitt kjördæmi. Þetta snýst vænt- anlega um það,“ sagði Páll og minnti á að tæplega 400 manns væru nú á biðlista eftir að komast í afplánun. Er ekki fyrir leikmann í pólitík að skilja stöðuna  „Menn eru væntanlega að vinna fyrir sitt kjördæmi“ Páll Winkel

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.