Morgunblaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 10
Það er ekki slæmt að horfa á jafn líf- lega og sumarlega tísku sem þessa á köldum vetrardegi heima á Fróni. Hér gefur að líta hönnun úr smiðju kólumbíska hönnuðarins Paco Diaz á Biofashion Habitat-tískusýningunni í Cali í Kólumbíu. Skreytingin á pilsinu er búin til úr lifandi blómum. Tíska Pils skreytt lif- andi blómum Morgunblaðið/Ómar Kennsla Friðrik V kenndi krökkununum réttu handtökin við konfektgerðina sem tókst vel. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Það var líf og fjör hjá nem-endum í 10. bekk Álftanes-skóla í vikunni þegar þeirkomu saman til að búa til konfekt. Það voru veitingahjónin Friðrik Valur Karlsson og Arnrún Magnúsdóttir sem stjórnuðu kon- fektgerðinni en sonur þeirra er nem- andi við skólann. Konfektgerðin er liður í fjáröflun 10. bekkinga, sem hafa farið í útskriftarferð út á land við lok grunnskólans. Hellingur af konfekti „Margir foreldrar komu með börnum sínum og myndaðist jólaleg og skemmtileg stemning við kon- fektgerðina. Hugmyndin kom upp- runalega frá Axeli, syni þeirra Frið- riks og Arnrúnar, en þau gáfu alla vinnu sína og tókst konfektgerðin ljómandi vel. Ein mamman í hópn- um, Ragnheiður Arngrímsdóttir, myndaði líka heilan helling og ætlar Geimgengill og harður pakki Það myndaðist skemmtileg jólastemning hjá nemendum í 10. bekk Álftanesskóla og foreldrum þeirra við konfektgerð á dögunum. Hópurinn bjó til yfir 1.000 kon- fektmola og nefndi þá frumlegum nöfnum en konfektið verður selt til fjáröflunar. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2011 SMÁRALIND FACEBOOK.COM/SELECTEDICELAND Jakki 22.900 Skyrta 9.900 Leðurbuxur 24.900 Jakki 12.900 Kjóll 12.900 Tveir ungir menn frá Bournemouh í Englandi tóku upp á þeirri nýbreytni í fyrra að búa til dans aðventudagatal. Þeir eru nú byrjaðir aftur og er daga- talið tilvalið til þess að læra ný spor nú á aðventunni og sýna svo jafnvel nokkur vel valin í fjölskylduboðunum um jólin. Tvíeykið Lewis Bullock og Luke Bonner kalla sig The Art of Dancing en þeir ákváðu að hrista dálítið upp í skammdeginu og færa gleði til sam- félagsins með þessu uppátæki sínu. Það er ekki annað hægt að segja en þeir Lewis og Luke séu fjölhæfir ungir menn enda dansa þeir við flesta tónlist sama hvort það er rokk- abillí, elektró eða popp svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Á hverjum degi dansa þeir á nýjum stað t.d. á lest- arstöðinni eða fyrir utan stórmark- aðinn. Skilaboðin eru þau að ætíð sé rétti tíminn og staðurinn til að dansa. Vefsíðan www.theartofdancing.co.uk Jólastuð Svona enduðu þeir Lewis og Luke dagatalið sitt í fyrra. Dansandi aðventudagatal Um helgina verður haldinn stór jóla Popup-markaður þar sem hönnuðir af öllum sviðum hönnunar taka þátt. Á markaðnum ætti að vera hægt að finna jólagjafir handa fólki á öllum aldri en þar verður bæði að finna fatn- að og hluti fyrir heimilið. Alls taka 30 vörumerki þátt í jóla- markaðnum en meðal þess sem þar verður að finna má nefna jólakort, jólaskraut, ýmiskonar vörur fyrir heimilið, flíkur og fylgihluti fyrir börn, dömur og herra, keramik, leikföng og skartgripir. Markaðurinn verður haldinn í Hörpu og verður opið frá 12 til 18 bæði laug- ardag og sunnudag. Allar nánari upp- lýsingar um markaðinn og þá hönnuði sem þar munu taka þátt má nálgast á Facebook-síðu viðburðarins. Endilega … … kíkið á jóla Popup-markað Morgunblaðið/Ernir Stemning Margt er að skoða á mörkuðum og jóla Popup verður fjölbreytt. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Samvinna Þessar voru í óða önn að skera niður og móta marsipan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.