Morgunblaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2011
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is
Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson,
vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Stúdentar lögðu blómsveig á leiði Jóns Sigurðs-
sonar forseta í Hólavallakirkjugarði í gærmorg-
un líkt og venja er á fullveldisdaginn 1. desem-
ber, en stúdentar við Háskóla Íslands hafa haldið
fullveldisdaginn hátíðlegan allt frá árinu 1922.
Voru bæði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís-
lands, og Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, við-
stödd, en talsvert fennti á þá sem viðstaddir voru
athöfnina að þessu sinni. hjorturjg@mbl.is
Fullveldinu fagnað í vetrarríki
Morgunblaðið/Kristinn
Stúdentar lögðu blómsveig á leiði Jóns Sigurðssonar venju samkvæmt
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Þremenningarnir, sem voru úr-
skurðaðir í gæsluvarðhald í fyrra-
dag að ósk embættis sérstaks sak-
sóknara vegna Glitnismálsins, hafa
allir kært úrskurðinn til Hæsta-
réttar. Um er að ræða Lárus
Welding, fyrrverandi forstjóra
Glitnis, Jóhannes Baldursson, fyrr-
verandi framkvæmdastjóra mark-
aðsviðskipta hjá Glitni, og Inga
Rafnar Júlíusson, sem starfaði í
verðbréfamiðlun Glitnis.
Frestur málsaðila til að skila
greinargerðum rennur út í dag, að
sögn Ólafs Þórs Haukssonar, sér-
staks saksóknara. „Við höfum hald-
ið áfram að yfirheyra þá sem yf-
irheyrðir voru í gær og einnig hafa
nýir aðilar verið kallaðir inn,“ sagði
Ólafur Þór í samtali við Morgun-
blaðið í gærkvöldi. Haldið verður
áfram í dag og fleiri kallaðir til yf-
irheyrslna. Að sögn Ólafs vita sak-
borningar ekki hvaða gögn lög-
regla er með í höndunum. „Þeim er
ekki kunnugt um það hvernig þessi
málatilbúnaður lítur út. Við fórum
fram á gæsluvarðhald til að koma í
veg fyrir að þeir hefðu tóm til að
sammælast um framburðinn eða
spilla gögnum.“ Ólafur segir engar
húsleitir enn hafa farið fram í
tengslum við rannsóknina.
Embættið er að ljúka rannsókn á
nokkrum málum sem tengjast
hruninu og búist er við að ákærur
verði gefnar út innan tíðar. „Það
eru um það bil tíu hrunsmál sem
við erum að reyna að ljúka rann-
sókn á fyrir áramót. Við bindum
vonir við að það verði komnar nið-
urstöður á ákæruvaldsstigi í ein-
hverjum þeirra fyrir áramót, þótt
það verði kannski færri mál en
fleiri. Við erum að vinna að því
samhliða þeim aðgerðum sem við
stöndum í núna.“ Spurður hvort
eitt þessara mála væri Sjóvármálið
sagðist Ólafur Þór ekkert geta
upplýst hvaða mál væri um að
ræða.
Ljúka brátt tíu hrunsmálum
Ákærur í hrunsmálum innan skamms Glitnismennirnir þrír kærðu gæslu-
varðhaldið Áframhaldandi yfirheyrslur Varðhald til að hindra spillingu gagna
Morgunblaðið/Ómar
Sérstakur saksóknari Búist er við
að brátt verði ákært í tíu málum
sem tengjast hruninu.
Sérstakur saksóknari
» Stefnir að því að ljúka rann-
sókn á tíu hrunsmálum á
næstu vikum.
» Býst við að ákærur verði
gefnar út innan tíðar.
» Óljóst um hvaða mál er að
ræða.
„Starrarnir eru hérna allan ársins hring og þeim vegnar
bara dável. Þeim frekar fjölgar en hitt og hafa verið að
færa út kvíarnar í landinu líka,“ segir Ævar Petersen
fuglafræðingur.
Hann segir að starrarnir haldi sig einkum í eða í ná-
munda við mannabyggðir og sæki í ýmislegt sem til falli
hjá mönnunum. „Það er svo mikið að hafa í kringum
manninn sem til fellur. Bæði í þéttbýli og við sveitabæi.
Það er nú ein ástæðan fyrir því að þeim vegnar vel, að
þeir éta bæði ýmislegt sem er dýrakyns og eins gróð-
urkyns, alls kyns fræ og þess háttar. Þessir fuglar eru
duglegir að bjarga sér,“ segir Ævar og bætir við að
starrarnir séu að sama skapi óhræddir við það að nálgast
mennina í leit að æti. hjorturjg@mbl.is
Duglegir að bjarga sér
Morgunblaðið/Ómar
Útsvarstekjur
Reykjavíkur-
borgar í ár eru
nokkru hærri en
við hafði verið bú-
ist. Borgar-
fulltrúi segir það
sanna að engin
þörf hafi verið á
hækkun útsvars.
Kjartan Magn-
ússon, borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir
að endurskoða ætti útsvarsprósent-
una á nýjan leik með það fyrir aug-
um að lækka hana. „Það lítur út fyrir
að skatttekjur borgarinnar verði um
1.600 milljónir umfram fjárhags-
áætlun í ár. Nú kemur á daginn það
sem við sjálfstæðismenn sögðum, að
útsvarshækkanir væru óþarfar,“
segir Kjartan. „Maður sér að víða er
vel haldið utan um rekstur borg-
arinnar og að núverandi meirihluti
nýtur góðs af því að hafa tekið við
góðu búi. Þeim hefur tekist vel að
viðhalda því,“ segir Kjartan. „Borg-
in nær að halda sinni góðu stöðu, en
það hefði verið hægt án þess að
hækka útsvarið.“
Hann segist þó hafa áhyggjur af
rekstri menntasviðs. „Það er ljóst að
hagræðingarnar sem stefnt var að
þar hafa alls ekki náðst. Það voru öll
skólamál í Reykjavík sett í uppnám
til að ná fram hagræðingu, en þær
fyrirætlanir meirihlutans hafa alger-
lega mistekist.“ annalilja@mbl.is
Óþarft var
að hækka
útsvarið
Kjartan
Magnússon
1.600 millj. meira í
útsvar en áætlað var
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur
aukist um tvö prósentustig í nóv-
ember og mælist nú 38 prósent
samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gall-
up. Greint var frá niðurstöðunum í
kvöldfréttum RÚV. Flokkurinn hef-
ur ekki mælst með meiri stuðning
síðan í febrúar 2008, nokkru fyrir
hrun. Fram kemur að um 22%
styðja Samfylkinguna og tæp 15%
Framsóknarflokkinn. 13,5 prósent
styðja Vinstrihreyfinguna – grænt
framboð og hefur flokkurinn ekki
mælst með minni stuðning frá því í
júlí árið 2007. 2% styðja Hreyf-
inguna skv. könnuninni en 10%
segjast myndu styðja önnur fram-
boð og 15% segjast myndu skila
auðu eða ekki kjósa.
Fylgisaukning hjá
Sjálfstæðisflokki