Morgunblaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 41
Þakklæti Mugison og félagar glaðværir í Hljómskálanum í gær. Tónlistarmaðurinn Mugison mun halda fría tónleika ásamt hljómsveit sinni, Mugisonflokknum, og 15-20 leynigestum í Eldborgarsal Hörpu, þann 22. desember nk. og hefjast þeir kl. 19.30. Frá þessu greindi hann sposkur á blaðamannafundi sem haldinn var í Hljómskálanum í gær. Nýjasta hljómplata hans, Haglél, hefur fengið afar góðar móttökur, selst í yfir 12.000 heimaföndruðum eintökum og segist Mugison vilja endurgjalda þær hlýju móttökur með tónleikahaldinu. „Pabbi skrifaði upp á víxil“ „Ég vona að sem flestir nái að koma og njóta kvöldsins með okkur strákunum,“ sagði Mugison á blaða- mannafundinum í gær. Að lokinni til- kynningu bauð hann upp á spurn- ingar úr sal og spurði þá blaðamaður hvernig hann hefði efni á því að bjóða upp á ókeypis tónleika í Hörpu. „Pabbi skrifaði upp á víxil“ var svar- ið. Mugison sagði sölu á Hagléli hafa farið fram úr hans björtustu vonum og hann væri því afar þakklátur. Mugison og hljómsveitin hans hefur nýlokið fimm vikna tónleikaferðalagi um landið, haldið 24 tónleika í 18 bæjarfélögum, hvorki meira né minna, en hljómsveitina skipa auk Mugisons þeir Guðni Finnsson, Þor- björn Sigurðsson og Arnar Þór Gíslason. Hljóðmeistari Mugisons er Birgir Jón Birgisson og var hann við- staddur blaðamannafundinn sem og hljómsveitin en að auki þeir Jón Þór Þorleifsson smali, Bjarni Gaukur Sigurðsson hjá Kima Records og Steinar Snæbjörnsson ljósamaður. Voru þeir spariklæddir, enda ærið tilefni til. Ragnarakastuðlag Spurður að því hvort hann væri byrjaður á annarri plötu sagði Mug- ison svo vera en hún væri stutt á veg komin. „Ég er búinn með eitt lag sem heitir „2012“ sem er ragnaraka- stuðlag einhvers konar. Það átti að vera Eurovision-lag, samið fyrir vin minn.“ Miða á tónleikana verður hægt að nálgast á vef Hörpu, harpa- .is, frá kl. 12 þann 7. desember nk. helgisnaer@mbl.is Ókeypis Mugison í Eldborg MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2011 Artúr bjargar jólunum Hvernig í ósköpunum fara jóla- sveinarnir að því að afhenda allar þessar gjafir á einni nóttu? Því er svarað í teiknimyndinni Artúr bjargar jólunum. Artúri er falið af- ar mikilvægt verkefni sem verður að leysa áður en jólin ganga í garð. Leikstjóri er Sarah Smith. Rotten Tomatoes: 92% A Good Old Fashioned Orgy Gamanmynd um samkvæmisljónið Eric sem hefur haldið fjölda villtra teita í húsi föður síns en babb kem- ur í bátinn þegar faðirinn hyggst selja húsið. Þó gefst færi á lokateiti og er þemað kynsvall. Leikstjórar eru Alex Gregory og Peter Huyck. Aðalhlutverk: Jason Sudeikis, Les- lie Bibb og Lake Bell. Rotten Tomatoes: 31% Blitz Lögreglumaður fær það verkefni að ná raðmorðingja sem myrðir lögreglumenn. Leikstjóri: Elliott Lester. Aðalhlutverk: Jason Stat- ham, Luke Evans og Aidan Gillen. Rotten Tomatoes: 46% Hjem til jul Hér er sögð saga af ólíkum jólahá- tíðahöldum og koma m.a. við sögu miðaldra hjón í leit að ástríðu, for- boðin ást og hríðir á versta tíma. Leikstjóri: Bent Hamer. Aðal- hlutverk: Nina Andresen Borud, Trond Fausa Aurvagg og Arianit Berisha. Trespass Glæpamenn brjótast inn á heimili vellauðugra hjóna og hóta þeim öllu illu, láti þau ekki auðæfi sín af hendi. Hefst þá barátta upp á líf og dauða. Leikstjóri er Joel Schumacher og í aðalhlutverkum Nicolas Cage og Nicole Kidman. Rotten Tomatoes: 11% Bíófrumsýningar Jól, svall, raðmorð og spenna Jólamynd Úr teiknimyndinni Artúr bjargar jólunum. Stórstjörnurnar Kristen Stewart, Robert Pattinson og Taylor Lautner eru mætt í vinsælustu myndinni í heiminum í dag ! á allar sýningar merktar með appelsínuguluBÍÓ 750 kr. „BRAD PITT OG MATT DAMON ERU SPRENGHLÆGILEGIR.“ - MARA REINSTEIN / US WEEKLY A GOOD OLD FASHIONED ORGY kl. 8 - 10:10 2D 16 TRESPASS kl. 5:50 - 8 - 10:10 2D 16 HAPPY FEET 2 Íslenskt tal kl. 3 - 5:30 3D L HAPPY FEET 2 Íslenskt tal kl. 3 2D L TWILIGHT: BREAKING DAWN kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 2D 12 TWILIGHT: BREAKING DAWN kl. 9:20 2D VIP THE HELP kl. 8 2D L THE HELP kl. 6 2D VIP TOWER HEIST kl. 3:20 - 5:40 - 8 - 10:20 2D 12 THE INBETWEENERS kl. 5:40 - 10:45 2D 16 FOOTLOOSE kl. 3:20 2D 10 A GOOD OLD FASHIONED ORGY kl. 5:30 - 8 - 10:10 2D 16 HAPPY FEET 2 Íslenskt tal kl. 5:30 3D L HAPPY FEET 2 Íslenskt tal kl. 5:30 2D L TWILIGHT: BREAKING DAWN kl. 5:30 - 8 - 10:40 2D 12 SEEKING JUSTICE kl. 8 - 10:30 2D 16 THE IDES OF MARCH kl. 8 - 10:20 2D 14 A GOOD OLD FASHIONED ORGY kl. 10 2D 16 TRESPASS kl. 10:20 2D 16 HAPPY FEET 2 Íslenskt tal kl. 5:50 3D L TWILIGHT: BREAKING DAWN kl. 8 2D 12 THE HELP kl. 7 2D L BANGSÍMON kl. 5:40 2D L / AKUREYRI A GOOD OLD FASHIONED ORGY kl. 8 2D 16 TRESPASS kl. 10:20 2D 16 HAPPY FEET 2 Íslenskt tal kl. 6 3D L TWILIGHT: BREAKING DAWN kl. 5:40 - 8 2D 12 SEEKING JUSTICE kl. 10:20 2D 16 HAPPY FEET 2 Íslenskt tal kl. 5:30 3D L WHAT´S YOUR NUMBER kl. 5:30 - 8 2D 12 SEEKING JUSTICE kl. 10:10 2D 16 THE IDES OF MARCH kl. 8 2D 14 THE THREE MUSKETEERS kl. 10:10 2D 16 / KEFLAVÍK / SELFOSSI / KRINGLUNNI / EGILSHÖLL / ÁLFABAKKA TRESPASS kl. 8 - 10:10 2D 16 HAPPY FEET 2 Íslenskt tal kl. 3 -5:30 3D L HAPPY FEET 2 Enskt tal / ótextuð kl. 5:45 3D L HAPPY FEET 2 Íslenskt tal kl. 3 2D L TWILIGHT: BREAKING DAWN kl. 3 - 8 - 10:30 2D 12 SEEKING JUSTICE kl. 8 - 10:20 2D 16 THE HELP kl. 5:10 2D L -ENTERTAINMENT WEEKLY HHHH SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA „BESTA KVIKMYND ÁRSINS“ - CBS TV HHHH SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI 91/100 ENTERTAINMENT WEEKLY „HAPPY FEET 2 ER JAFNVEL BETRI EN FYRRI MYNDIN!“ „HIN FULLKOMNA HELGIDAGASKEMMTUN“ - MARA REINSTEIN / US WEEKLY HHHH SÝND Í ÁLFABAKKARINGLUNNI OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í 2D OG 3D NÝR ÞÁTTUR Á FÖSTUDÖGUM Í MBL SJÓNVARPI!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.