Morgunblaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 18
Gætu hagnast vel Hörður Ægisson hordur@mbl.is Eignarhaldsfélagið Búvellir, sem keypti 44% hlut í Högum fyrr á þessu ári, gæti hagnast vel á annan milljarð króna ef mat IFS Greiningar um að verð á hlut í Högum ætti að vera 13 krónur reynist nærri lagi. Hlutafjár- útboð Haga fer fram næstkomandi mánudag og hefur seljandinn, Eigna- bjarg, dótturfélag Arion banka, óskað eftir áskriftum á verðbilinu 11-13,5 krónur á hlut. Hópur fagfjárfesta og lífeyrissjóða, gegnum félagið Búvelli, festi kaup á 34% af hlutum Haga í febrúar á þessu ári á genginu 10 og nam kaupverðið 4,1 milljarði króna. Að auki var samið um kauprétt á 10% hlut til viðbótar á genginu 11, sem Búvellir nýttu sér í byrjun nóvember og greiddu þeir 1,3 milljarða fyrir hlutinn. Samtals hefur félagið því greitt 5,4 milljarða króna fyrir 44% hlut í Högum. Í útboðinu mun almenningi og fag- fjárfestum bjóðast að kaupa 20-30% af útgefnum hlut í smásölurisanum. Ef gengið er út frá því að það takist að selja 20% af útgefnum hlut, eða 243.517.168 hluti, og meðalgengið verður í samræmi við verðmat IFS um 13 krónur á hlut, er ljóst að heild- arvirði Haga nemur tæplega 16 millj- örðum króna. Eftir hlutafjárútboð Haga gæti markaðsverðmæti 44% hlutar Bú- valla í félaginu numið hátt í 7 millj- örðum króna. Samkvæmt þessum forsendum hefur fjárfesting Búvalla skilað félaginu ríkulegri ávöxtun og verðmæti eignarhlutarins aukist um ríflega 1,5 milljarða króna á árinu – úr 5,4 milljörðum í 6,9 milljarða króna.  Verðmæti 44% hluts í Högum gæti aukist um 1,5 milljarða króna Skipting eignarhalds í Högum fyrir og eftir útboð Fyrir útboð Heildarvirði 12,5 ma. kr. (m.v. gengið 10) Eftir útboð Heildarvirði 15,8 ma. kr. (m.v. gengið 13) Arion Banki (Eignabjarg) 51% Búvellir 44% Stjórnendur 2% Hagar (eigin hlutur) 1% Virði: 5,4milljarðar (kaupverð hlutarins) Virði: 6,9 milljarðar Arion Banki (Eignabjarg) 31% Búvellir 44% Stjórnendur 2% Hagar (eigin hlutur) 1% Nýir fjárfestar 20% Heimild: IFS Greining og skráningarlýsing Haga 18 FRÉTTIRViðskipti Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2011 STUTTAR FRÉTTIR ● Greiningardeild Arion banka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Ís- lands muni halda stýrivöxtum bankans óbreyttum á næsta vaxtaákvörð- unardegi bankans, á miðvikudag. „Seðlabankastjóri hefur í ræðu svo gott sem tekið af allan vafa um að frek- ari stýrivaxtahækkanir séu í pípunum á næstu mánuðum. Vissulega eru alltaf til staðar ákveðnir óvissuþættir og geta horfur breyst á skömmum tíma, rétt eins og dæmin sanna,“ segir orðrétt greiningunni. Spá óbreyttum vöxtum ● Drög að sam- komulagi við írska Depfa-bankann voru kynnt í bæj- arráði Hafn- arfjarðar í gær. Hafnarfjörður skuldar Depfa- bankanum um 13 milljarða króna. Stjórnendur bæj- arins hafa að und- anförnu átt í viðræðum við bankann um afborganir af láninu, sem gjaldféll snemma á þessu ári. Ekki verður upp- lýst efni samkomulagsins nema lána- nefnd bankans samþykki drögin. Skuldir Hafnarfjarðar námu um síð- ustu áramót 243% af heildartekjum og því er mikið í húfi að ná samningum. Nær Hafnarfjörður að semja við Depfa? Hafnarfjörður Reynt að semja. ● Franska ríkið lauk vel heppnuðu skuldabréfaútboði í gær en alls var tek- ið tilboðum fyrir 4.346 milljónir evra. Um er að ræða ríkisskuldabréf til 10, 15 og 30 ára. Vextirnir eru lægri á styttri bréfin en áður en örlítið hærri á lengstu bréfin. Þetta er síðasta ríkis- skuldabréfaútboð franska ríkisins í ár og er niðurstaðan betri heldur en vænt- ingar voru um enda hefur verið orðróm- ur um að matsfyrirtæki muni lækka lánshæfiseinkunn ríkisins. Tók tilboðum fyrir 4,35 milljarða evra Hagnaður Arion banka á fyrstu níu mánuðum ársins nam 13,6 milljörðum króna samanborið við 8,9 milljarða króna á sama tímabili í fyrra. Á þriðja ársfjórðungi nam hagn- aðurinn 3,5 milljörðum króna. Á sama tímabili í fyrra var hagnaður bankans 1 milljarður króna. Arðsemi eigin fjár fyrstu 9 mánuði ársins var 17,6% á ársgrundvelli. Arðsemi af reglulegri starfsemi á árs- grundvelli var rúmlega 10%. Eiginfjárhlutfall bankans styrktist og var 21,8% í lok september. Skattar og opinber gjöld 4,4 milljarðar króna Skattar og önnur opinber gjöld á tímabilinu námu samtals um 4,4 milljörðum króna. Þar af nam reiknaður tekjuskattur 3,1 milljarði króna, sérstakur bankaskatt- ur 684 milljónum króna og atvinnutryggingagjald 607 milljónum króna. Að auki voru greiddar 43 milljónir króna til embættis umboðsmanns skuldara og 158 millj- ónir króna til FME. „Afkoma bankans á þriðja ársfjórðungi er viðunandi. Ekki má líta framhjá því að hagnaðurinn á fyrstu 9 mánuðum ársins er að hluta til kominn vegna endur- mats á lánasafni bankans á fyrirtækjasviði. Mikill ár- angur hefur náðst í úrlausnarmálum viðskiptavina bankans og mun þeirri vinnu að mestu ljúka á þessu ári. Jákvæð teikn eru í ytra umhverfi,“ er m.a. haft eftir Höskuldi H. Ólafssyni, bankastjóra Arion banka í til- kynningu. Hann kveðst telja mikilvægt að Arion banki sé þátttakandi í þeirri uppbyggingu sem nú eigi sér stað í efnahagslífi landsins.  Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion, telur afkomuna viðunandi  Arðsemi eigin fjár fyrstu níu mánuðina 17,6% Hagnaður 13,6 milljarðar FRÉTTASKÝRING Hörður Ægisson hordur@mbl.is Mario Draghi, bankastjóri Evr- ópska seðlabankans, hefur kallað eftir því að aðildarríki evrusvæð- isins geri með sér samkomulag þar sem stjórnvöld skuldbindi sig til að gæta aðhalds í ríkisfjármálum og grynnki á skuldum ríkisins. Slíkur „sáttmáli“ væri forsenda þess að hægt yrði að auka traust fjárfesta á evrusvæðinu – og að sama skapi gaf Draghi til kynna að í kjölfarið gætu peningamálayfirvöld á evrusvæðinu gripið til róttækari aðgerða. Sér- fræðingar telja líklegt að með þess- um ummælum hafi Draghi verið að boða lækkun stýrivaxta í næstu viku. Stefnusmiðir evrusvæðisins eru í kapphlaupi við tímann. Olli Rehn, efnahagsmálastjóri Evrópusam- bandsins, sagði í tilefni aðgerða helstu seðlabanka heims fyrr í þessari viku að ráðamenn í Evrópu hefðu aðeins tíu daga til stefnu ætti að takast að bjarga evrunni. Að öðrum kosti myndi grafa undan samvinnu Evrópuríkjanna og Evr- ópusambandið gæti riðað til falls. Hinn 9. desember næstkomandi fer fram síðasti leiðtogafundur Evr- ópuráðsins á þessu ári og búist er við að kynntar verði tillögur sem meðal annars miða að því að herða eftirlit með ríkisfjármálum aðildar- ríkjanna. Samhæfðar aðgerðir stærstu seðlabanka heims fyrr í þessari viku eru skýr vísbending um að evrópska bankakerfið stendur á heljarþröm um þessar mundir. Greiðsluvandi evrópskra fjármála- stofnana hefur leitt til yfirvofandi lausafjárþurrðar og lánafrosts á millibankamarkaði – lánveitendur halda að sér höndum og fjárfestar flýja með fé sitt í öruggari höfn. Ógn við allt fjármálakerfi heimsins Mervyn King, bankastjóri Eng- landsbanka, kynnti fjármálastöðug- leikaskýrslu bankans í gærmorgun og sagði við það tækifæri að skulda- kreppa evrusvæðisins væri ógn við allt fjármálakerfi heimsins. Hann bætti því við núverandi umhverfi á fjármálamörkuðum heimsins væri „einstaklega hættulegt“ – ekki síst sökum þess að skuldakreppan á evrusvæðinu ætti rætur að rekja til skuldavanda en ekki lausafjár- vanda. Sú staðreynd að allar stærstu fjármálastofnanir heims tengjast nánum böndum í gegnum efnahagsreikninga sína gerir það að verkum að fari allt á versta veg á evrusvæðinu myndi það óhjá- kvæmilega hafa slæmar afleiðingar fyrir bankastofnanir beggja vegna Atlantsála. Það er hins vegar ljóst, rétt eins og King undirstrikaði í ræðu sinni, að aðeins viðkomandi yfirvöld í Evrópu geta gripið til þeirra aðgerða sem þörf er á eigi að afstýra hruni á evrusvæðinu – slík- ar ákvarðanir verða ekki teknar af Englandsbanka eða Seðlabanka Bandaríkjanna. Tíu dagar til stefnu  Mervyn King segir ástandið „einstaklega hættulegt“ Greiðsluvandi Evrópu » Seðlabankastjóri Evrópu vill samkomulag um ríkisfjármál og skuldir ríkisins. » Olli Rehn segir ráðamenn aðeins hafa tíu daga til stefnu eigi að bjarga evrunni. » Mervyn King segir vanda evrusvæðisins vera ógn við allt fjármálakerfi heimsins. Það tók Sergio Ermotti, nýjan for- stjóra svissneska fjárfestingabank- ans UBS, ekki langan tíma að láta til sín taka: eftir aðeins tvær vikur í starfi hefur hann ákveðið að reka Maureen Miskovic, framkvæmda- stjóra áhættustýringar bankans. Miskovic er bresk og hafði gegnt starfinu í minna en ár. UBS segir ákvörðunina ekki tengjast óleyfi- legum afleiðviðskiptum starfs- manns bankans í London sem kost- uðu félagið 2,3 milljarða Bandaríkjadala, um 273 milljarða króna. Sem yfirmaður áhættustýr- ingar bankans bar hún hins vegar ábyrgð á slíkum áhættusömum við- skiptum. Í kjölfarið sáu margir ástæðu til þess að gagnrýna hana fyrir skort á starfsreynslu og þekk- ingu á þessu sviði, en hún er mennt- uð í tungumálum, ekki hagfræði eða stærðfræði. hordur@mbl.is Reuters Hnyklar vöðvana Sergio Ermotti, tók nýlega við sem forstjóri UBS. Ermotti hreinsar til hjá UBS  Rak yfirmann áhættustýringar Heimili landsins vænta þess að verðbólgan hér á landi verði tals- vert meiri að einu ári liðnu en hún er um þessar mundir. Þetta má sjá í niðurstöðum könnunar Capa- cent Gallup sem Seðlabanki Íslands birtir í Hag- vísum bankans fyrir nóvembermán- uð. Þannig væntu heimili landsins þess á þriðja ársfjórðungi að verð- bólgan á næstu 12 mánuðum yrði 6,5%, en í mars sl. væntu heimilin 3,5% verðbólgu næsta árið. Svartsýni landsmanna færist í vöxt Heimilin spá auk- inni verðbólgu.                                          !"# $% " &'( )* '$* ++,-+ +,.-/0 ++.-,1 0+-201 03-2/+ +4-25, +0/-,0 +-.+// +,2-04 +./-05 ++,-1, +,5-14 ++5-+4 0+-2,5 03-..+ +4-.+/ +13-+, +-.021 +,2-,0 +./-4+ 0+.-/05+ ++,-55 +,5-,0 ++5-.+ 0+-.2/ 03-5++ +4-.4 +13-.2 +-.0,4 +,.-14 +53-+5 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Til sölu Verðbréfafyrirtæki - eignastýring og ráðgjöf Bankastræti 5 101 Reykjavík Arev verðbréfafyrirtæki hf. hefur samið við eigendur félagsins A4 Skrifstofa og skóli ehf. um sölu á félaginu í opnu tilboðsferli. A4 er í fararbroddi á sviði skrifstofu-, skóla-, föndur- og hannyrða- vara. Hjá A4 er lögð áhersla á góða og trausta þjónustu við viðskiptavini og vandað og gott vöruúrval. Áhugasamir vinsamlega hafi samband við Sigurð Berntsson eða Jón Scheving Thorsteinsson í síma 551-2500 eða sendið tölvupóst á netfangið sb@arev.is eða jst@arev.is fyrir 11. desember 2011.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.