Morgunblaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 336. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Auðmenn flýja auðlegðarskattinn 2. Ís brast undan bíl 3. Eftirförinni lauk í göngunum 4. BBC baðst afsökunar á Clarkson »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Tilnefningar til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs voru kynntar í gær og eru breiðskífur Bjarkar, Biophilia, og Gus Gus, Arabian Horse, meðal til- nefndra. Verðlaunin verða afhent 16. febrúar næstkomandi í Osló. Plötur Bjarkar og Gus Gus tilnefndar  Leikarinn Guð- mundur Ingi Þor- valdsson mun fara með hlutverk Ókunnuga manns- ins í leikriti Ib- sens, Konunni við hafið, í The Rose Theatre í Kings- ton í Lundúnum á næsta ári. Leikstjóri er Stephen Unw- in og með aðalhlutverk fer Joley Richardson, dóttir Vanessu Red- grave. Sýningar hefjast 23. febrúar. Guðmundur leikur með Joley Richardson  Þorgeir Ástvaldsson útvarpsmaður hlaut í gær Lítinn fugl, viðurkenningu sem veitt er á degi íslenskrar tónlist- ar. Hún er veitt einstaklingi sem þykir hafa sýnt íslenskri tónlist samfellda og sérstaka ræktarsemi í fjöl- miðlum. Samtónn, samtök allra rétt- hafa tónlistar í landinu, veitir viðurkenn- inguna. Þorgeir Ástvaldsson fékk Lítinn fugl Á laugardag og sunnudag Norðlæg átt, 8-13 m/s við austur- ströndina, annars hægari. Víða bjartviðri, él við sjávarsíðuna. Frost víða 5-10 stig. Á mánudag Breytileg átt og él. Harðnandi frost. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan og norðaustan 10-15 m/s með snjó- komu eða slyddu sunnanlands, en hægari og stöku él nyrðra. Léttir til suðvestanlands í kvöld. Frost 1 til 15 stig. VEÐUR Sturla Ásgeirsson tryggði Valsmönnum stig gegn FH með marki eftir að leiktíminn var liðinn í viðureign liðanna á Íslandsmótinu í handbolta í gærkvöld. Sturla skoraði markið „eins og að menn væru að fíflast í lok æfingar og það væri pulsa og kók í verðlaun“. HK komst í annað sæti deildarinnar með sigri á Aftureldingu og Haukar unnu Gróttu auðveldlega. »2-3 Eins og kók og pulsa væru í verðlaun Heimsmeistaramót kvenna í hand- knattleik hefst í Brasilíu á morgun og þar er Ísland með í fyrsta skipti. Morgunblaðið fjallar áfram um leik- menn liðsins og núna eru það Rut Jónsdóttir, Karen Knútsdóttir, Ragn- hildur Rósa Guðmundsdóttir og Birna Berg Haraldsdóttir sem eru undir smásjánni. »4 Hvernig eru Rut, Karen, Ragnhildur og Birna? Knattspyrnumaðurinn Garðar B. Gunnlaugsson er kominn heim á Akranes eftir sjö ára fjarveru en hann komst í gærkvöld að samkomulagi við Skagamenn um eins árs samning. Valsmenn kræktu í markaskorara frá Noregi, reyndar íslenskan, Atla Heim- isson, og Guðmann Þórisson fer ekki í Breiðablik því hann hefur ákveðið að semja við FH. »1 Garðar aftur á heima- slóðirnar á Akranesi ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Hvað kallar þú jólasvein sem er með eyrnahlífar?“ var ein gátan sem Sóley Erla Ólafsdóttir lagði fyrir bekkjarsystkinin í 3. EÞ í Hraun- vallaskóla í Hafnarfirði í gær, en þá var fyrsti dagurinn í árlegum jóla- dagatalsleik nemendanna. Verkefnið felst í því að nemendur eiga að útbúa leik eða þraut, fara með ljóð eða sögu, að sögn Gunn- hildar Hörpu Sævarsdóttur, kenn- ara 3. HS. Eftir að krakkarnir hafa æft sig í að flytja verkefni sitt heima skila þeir verkefnunum í mynd- skreyttum umslögum og er nafn við- komandi á bakhlið umslagsins. Síðan er dregið um röðina, umslögin hengd upp og eigandi verkefnis í umslagi númer eitt byrjar, en eitt verkefni er tekið fyrir daglega fram að jólum. „Þeim finnst þetta mjög spennandi,“ segir Harpa og áréttar að mikil leynd sé yfir hverju verk- efni. Enginn viti hvað sé í hverju umslagi nema viðkomandi nemandi. Og spennan leynir sér ekki. „Ég er með gátu,“ segir einn nemandi við blaðamann, og „ég er með leik,“ seg- ir annar. „Í fyrra var ég með gátu og það fattaði hana enginn,“ segir Sara Bergdís og bætir við að leyniverk- efni sitt sé númer sex. Úr sögu í leik Skákmaðurinn Bergþór Bjarka- son ríður á vaðið. Í fyrra las hann sögu um Línu Langsokk með jólatré á hausnum en nú er það leikur. Harpa aðstoðar hann við að út- skýra leikinn áður en krakk- arnir fá tækifæri til þess að fara í hann. „Systir mín kenndi mér hann fyrir svona tveimur vikum,“ segir Bergþór og bætir við að hann hafi farið dálítið oft í leikinn með Guð- björgu systur sinni, sem er 12 ára, og Brynjari, 10 ára bróður sínum. Ein stúlkan segist líka hafa farið í leikinn, „en þá voru bara ávextir“. Fleiri taka í svipaðan streng, einn strákurinn segist til dæmis hafa farið í leikinn í bílnum með pabba sínum, en enginn hefur farið í þennan leik með jólaorðum. Brandaragátur Brandaragáturnar hennar Sól- eyjar Erlu vekja kátínu og er rétt að láta nokkrar þeirra fylgja. „Hvað hengdu snjókarlinn og snjókerlingin yfir vögguna hjá snjó- barninu?“ Ekki stendur á svarinu: „Snjóbolta.“ „Hvað gerist ef þú missir snjóbolta í vatn?“ „Hann verður blautur.“ „Hvað er það sem er rautt og hvítt og fer upp og nið- ur?“ „Jólasveinn fastur í lyftu.“ Jólasveinn fastur í lyftu  Jóladagatalið í Hraunvallaskóla hittir í mark Morgunblaðið/Sigurgeir S. Hraunvallaskóli Umslögin á sínum stað og krakkarnir tilbúnir að byrja í árlegum jóladagatalaleik. Umslag Bergþórs Bjarkasonar var númer eitt í 3. HS og því var það opnað í gær. Í því var eftirfarandi lýsing á leik: „Allir sitja í hring. Hver og einn velur sér eitt jólaorð, t.d. jólastjarna, engill, jólaskraut o.þ.h. Leikmenn byrja á því að finna takt með því að klappa og slá á læri til skiptis. Leikurinn gengur þannig að sá sem byrjar segir sitt orð tvisvar án þess að það sjáist í tenn- urnar hans/hennar og síðan velur hann orð ein- hvers annars og segir það einnig tvisvar. Þá tek- ur sá við og segir sitt tvisvar og velur eitthvert annað orð og þannig koll af kolli. Ef leikmaður hikar, er ekki í takt, lætur sjást í tennur eða nefnir orð einhvers sem þegar er úr leik er hann úr.“ Leikur að orðum fyrir alla BERGÞÓR BJARKASON Í 3. HS Bergþór og Harpa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.