Morgunblaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2011 ✝ Jón AðalsteinnJónasson fædd- ist í Hafnarfirði 18. nóvember 1926. Hann lést á Hrafn- istu í Reykjavík 25. nóvember 2011. Jón Aðalsteinn var sonur hjónanna Jónasar Sveins- sonar fram- kvæmdastjóra Dvergs í Hafn- arfirði, f. 1903, d. 1967 og Guð- rúnar Jónsdóttur húsmóður, f. 1903, d. 1985. Hann ólst upp í Mjósundi 15 í hópi systkina sinna, Sveins, f. 1925, d. 1974, Kristínar Sigurrósar (Rósa), f. 1930, Guðmundar Helga, f. 1933, d. 2006, Erlings Garðars, f. 1935 og Guðrúnar Marsibilar (Maja), f. 1939. Jón Aðalsteinn kvæntist Mar- gréti Sveinsdóttur, f. 1925, d. 2008, 14. júní 1947. Foreldrar hennar voru Guðný Guðmunds- dóttir, f. 1895, d. 1978, og Sveinn Jónsson, f. 1895, d. 1971. Þau eignuðust tvo syni. Þeir eru: 1) Sveinn Gretar, f. 1946, kvæntur Hönnu Kristínu Guð- mundsdóttur, f. 1948. Þau eiga tvö börn: a) Jón Aðalsteinn, f. 1976, kona hans er Guðrún El- húsinu. Jón Aðalsteinn var framkvæmdastjóri hjá Fram- sóknarfélögunum í Reykjavík 1962-4 og tók mikinn þátt í starfi Framsóknarflokksins allt til ársins 1995. Hann sat meðal annars sem fulltrúi flokksins í bankaráði Útvegsbankans, íþróttaráði, heilbrigðisráði, o.fl. nefndum. Árið 1962 stofnaði hann verslunina Sportval, fyrst á Strandgötu 33 í Hafnarfirði, og síðar á Laugavegi 48 og loks á Laugavegi 116 við Hlemm. Jón Aðalsteinn hafði unun af veiðum og voru þær honum í blóð bornar. Hann þekkti allar helstu laxveiðiár landsins af eigin raun og leituðu margir til hans og nutu þekkingar hans á helstu veiðistöðum þeirra. Árið 1983 seldi hann Sportval. Þá eignaðist hann upptökuverið Hljóðrita, en Jónas R. sonur hans var einn stofnenda þess. Hann rak Hljóðrita allt til árs- ins 1998. Jón Aðalsteinn var formaður Knattspyrnufélagsins Víkings 1973-80. Síðastliðin 18 ár áttu Samtök aldraðra hug hans allan og sat hann í stjórn samtakanna og hafði m.a. um- sjón með fjármálum og fram- kvæmdum félagsins. Hann var heiðraður af ýmsum íþrótta- samtökum og má þar nefna Vík- ing, Skíðaráð Reykjavíkur, KSÍ, ÍSÍ o.fl. Útför Jóns Aðalsteins fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 2. desember 2011, og hefst athöfnin kl. 13. ísabet Ómarsdóttir, f. 1983. Sonur þeirra er Jón Tumi, f. 2008, b) Ásta Sig- ríður, f. 1981, mað- ur hennar er Sig- urður Karl Guðgeirsson, f. 1977. Dóttir þeirra er Hanna Lovísa, f. 2009. 2) Jónas Rún- ar, f. 1948, kvænt- ur Helgu Bene- diktsdóttur, f. 1949. Dóttir þeirra er Margrét Ragna, f. 1969, var gift Sigurði Rúnari Sveinmarssyni, f. 1969. Dætur þeirra eru Helga Gabríela, f. 1991, og Birta Hlín, f. 2000. Jón Aðalsteinn fór ungur að sinna íþróttum, einkum knatt- spyrnu, fyrst með FH og síðar með Víkingi. Þá söng hann í nokkur ár með Karlakórnum Þröstum. Hann lagði stund á rafvirkjun, sjómennsku, vöru- bifreiðastjórn og bílamálun. Hann gerðist starfsmaður Þjóð- leikhússins er það hóf starfsemi sína 1950. Hann tók við sem leiksviðsstjóri hússins 1954 og gegndi því starfi til ársins 1960. Á þeim árum stofnaði hann fyrstu bílaleigu landsins í félagi við samstarfsmenn í Þjóðleik- Það var í janúar 1967 að ég hitti fyrst tengdaföður minn. Hann tók mér vel, og ég skynjaði við fyrstu kynni að þarna færi maður sem hefði mikið til brunns að bera. Tengdaforeldrar mínir bjuggu í Stóragerði og voru kaupmenn í Sportvali sem þá var á Laugavegi 48. Seinna fluttu þau verslunina að Laugavegi 116, við Hlemm, og ráku þá verslun með miklum myndarbrag til 1983. Minningar streyma fram þeg- ar ég kveð tengdaföður minn. Ég kom næstum daglega í Sportval, þar vann tilvonandi lífsförunaut- ur minn Sveinn Gretar. Á þessum árum var farið á vörusýningar til Þýskalands, bæði Kölnar og München, til að tryggja og styrkja böndin við viðskiptaaðila og fórum við Svenni oftast með. Þetta voru ánægjuleg og anna- söm ár, tengdafaðir minn var góður vinnuveitandi hann var harðduglegur og ósérhlífinn og ætlaðist til hins sama af sam- starfsmönnunum, en um leið var hann mildur og gjöfull og umfram allt hreinskiptinn. Alli var mikill baráttumaður og mjög pólitískur, Framsóknar- flokkurinn var hans flokkur. Laxveiði var hans aðaláhuga- mál og naut fjölskyldan að vera saman við veiðar á sumrin. Um- gengni hans við náttúruna var virðing gagnvart veiðinni, að taka ekki meira en áin mátti gefa. Hann var oft fenginn til að lesa árnar í byrjun veiðitíma og benda á fengsæla veiðistaði. Hann var mikill fjölskyldumað- ur, gerði allt sem hann gat til að öllum liði sem best, hvort sem það voru systkini hans eða við í nær- fjölskyldunni. Betri föður, afa, bróður og tengdaföður var ekki hægt að hugsa sér. Hann var mikill barnakall og undir það síðasta var það eitt af því fáa sem gladdi hann þegar langafabörnin komu í heimsókn, þá breiddist bros yfir andlitið. Ég vil þakka honum fyrir svo margt í gegnum lífið, en vissan um það að nú líði honum vel gerir okk- ur kleift að fara í gegnum sorgina. Guð blessi þig og varðveiti, elsku Alli minn. Þín, Hanna Kristín. Kyrrð var yfir árla þennan morgun. Fyrsti snjór vetrarins þakti jörðina, nýfallinn og hreinn. Þá kvaddi tengdafaðir minn þenn- an heim. Hann fékk loks hvíldina eftir nokkurra mánaða sjúkdóms- legu. Síðustu mánuðirnir reyndust honum erfiðir og aðdáunarvert var hversu æðrulaus hann var. Hann hélt reisn sinni allt fram í andlátið. Mig langar að kveðja þennan öðling með nokkrum orð- um. Það er ótrúlega stutt síðan hann kom sjálfur akandi til okkar í kvöldmatinn. Þá var mikið spjall- að því hann var pólitískur og vel að sér í dagmálaumræðunni og hann hafði ákveðnar skoðanir á mönn- um og málefnum. Tengdafaðir minn átti við- burðaríka ævi og áorkaði miklu. Hann var sterkur persónuleiki, skarpur og vitur, athafnasamur og félagslyndur og umfram allt heið- arlegur. Hann var rökfastur, skipulagður og kappsamur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var góður fjölskyldufaðir, hafði ríka réttlætiskennd og var umhugað um aðra. Hann var ráða- góður öllum sem til hans leituðu. Hann var þessi manngerð sem gefur. Ákafi hans var oft mikill, svo það gætti stundum óþolin- mæði. Þá stríddum við honum. Stutt var í glettnina sem hann brá fyrir sig í veikindunum. Þá brosti hann sínu sérstaka brosi og blikk- aði mann. Tengdaforeldrum mínum kynntist ég fyrir um 40 árum þeg- ar við Jonni byrjuðum að vera saman og ég fór að venja komur mínar á heimilið í Stóragerði. Þau voru einstaklega gott og um- hyggjusamt fólk. Í minningunni lifa yndislegar samverustundir á heimili þeirra. Tengdafaðir minn var hress og skemmtilegur og það var alltaf líf og fjör í kringum hann. Tengdamóðir mín var glæsi- leg kona, blíð og hjartahlý og gædd einstakri næmni. Þeim var ávallt umhugað um velferð fjöl- skyldunnar og fylgdust náið með afkomendum. Synir þeirra hafa fengið frá þeim þá bestu mann- kosti sem hugsast getur. Á unglingsárum vann ég hjá tengdaföður mínum í Sportvali. Þar var oftast mikið um að vera og ég fylgdist með er menn leituðu ráða hjá honum jafnt vinir sem viðskiptavinir. Þeir komu að versla og fá upplýsingar um veiði- mennsku, skotveiði, laxveiði, ána eða bara einhvern hylinn. Hann var veiðimaður af guðs náð og hafði meðfædda hæfileika til veiða og hann naut þess að gefa upplýs- ingar. Að reka verslun með árstíða- bundnum vörum var mikil vinna en hann var útsjónarsamur, rak Sportval í 19 ár og gerði hana að stærstu sportvöruverslun lands- ins. Í minningunni stendur hann ungur og keikur, kveikir sér í London Docks-vindli og spjallar við veiðimenn. Við áttum eftir að vinna saman síðar. Við áttum sameiginlegt áhugamál, um byggingu íbúðar- húss Samtaka aldraðra við Sléttu- veg. Við kollegar á stofunni hönn- uðum bygginguna og hann stýrði framkvæmdum. Þar miðlaði hann mér mörgu af langri reynslu sinni og þekkingu úr skóla lífsins. Tengdafaðir minn átti erfitt eft- ir að tengdmóðir mín dó. Þá sýndi hann hvað mest æðruleysi. Fram- sýnn og rökfastur gerði hann strax ráðstafanir í samræmi við breyttar aðstæður. Hann varð 85 ára viku fyrir andlátið. Hans nánustu komu í kaffi og við áttum ógleymanlega stund. Ég minnist tengdaföður míns með virðingu fyrir þeim mann- gildum sem hann stóð fyrir og þakklæti fyrir þá velvild og um- hyggju sem hann sýndi mér og fjölskyldunni alla tíð. Helga Benediktsdóttir. Elsku afi minn. Þú varst alltaf svo stór partur af mínu lífi og nú þegar þú ert far- inn finn ég enn betur hversu stór. Ég finn fyrir svo miklum söknuði en samt er ég svo glöð og þakklát því að þú sért loks kominn til ömmu og hafir fengið hvíld. Þú kvaddir daginn áður en þú ákvaðst að fara, horfðir í augun mín skælbrosandi og kysstir á handabakið mitt. Á einhvern hátt vissi ég að þetta var kveðjustund- in okkar. Ég skildi svo við þig sem best ég gat og sagði þér hversu vænt mér í raun og veru þykir um þig og strauk þér um vangann. Þessa kveðjustund mun ég alltaf geyma í hjarta mér og vera æv- inlega þakklát fyrir. Nú þegar þú ert farinn þá leita á mig svo ótal margar minningar frá því er ég var lítil heima hjá ykkur ömmu í Kúrlandinu. Þar leið mér alltaf svo vel, alltaf svo margt fallegt og spennandi að skoða. Þú og amma önnuðust okk- ur systkinin svo vel þegar við vor- um hjá ykkur og við nutum þess. Þú eldaðir svo oft handa okkur uppáhaldsmatinn okkar lamba- kjöt í brúnni sósu og best þótti mér þegar þú áttir afgang af læri og settir allt saman í einn pottrétt, þegar þú bjóst til frómas með blönduðum ávöxtum og líka þegar þú bakaðir vöfflur. Þú gerðir heimsins bestu vöfflur. Ég man svo vel eftir veiðiferð- unum okkar og hversu „óþekkur“ þú varst þegar þú hoppaðir út í ána á eftir fiskinum og varðst hundblautur. Amma var nú ekki ánægð með þig þá. En þú varst ákveðinn í að ná þessum laxi og varst tilbúinn að gera hvað sem var til að ná í hann. Þó svo að það þýddi að fá smákvef í kaupbæti. Ég man eftir því að hafa fengið að vera með þér í vinnunni í Hljóðrita og að þykjast vera í upptöku í stóra hljóðverinu og syngja í alls kyns míkrafóna. Ég fékk líka að fylgjast með ykkur vinna mynd- bönd og að sitja með ykkur og spjalla inni á kaffistofu. Þú varst alltaf svo þolimóður og góður við mig og við alltaf svo góðir vinir. Svo þegar ég varð móðir eign- uðumst við enn nánara vinasam- band þar sem við vörðum mörgum stundum saman í fæðingarorlof- inu mínu. Ég man þegar ég gekk til þín með Hönnu Lovísu nokk- urra vikna gamla í vagni á falleg- um sumardegi og þú beiðst eftir mér í glugganum með lambakjöt í brúnni sósu á diski. Hanna Lovísa lá og svaf í burðarúminu á meðan ég og þú borðuðum og horfðum á Anitique Roadshow og Murder she Wrote sem okkur fannst báð- um svo skemmtilegir þættir. Svo þegar Hanna Lovísa vaknaði naustu þess að halda á henni og tala við hana. Þetta var svo dýr- mætt fyrir okkur öll. Elsku afi minn. Ég er svo glöð og þakklát fyrir að hafa átt þessar stundir með þér og fyrir að eiga þessar ótrúlega mörgu minningar sem eru hver annarri betri. Þú varst alltaf svo hreinskipt- inn og þægilegur. Þú áttir svo gott með að hlusta og varst alltaf tilbú- inn að hlusta á sjónarmið allra þó svo að þú værir kannski ekki alltaf sammála. Til þín var alltaf hægt að leita því hjá þér leið mér alltaf vel. Þín Ásta. Elsku afi minn er borinn til hinstu hvílu í dag. Nú er hann komin til hennar ömmu sem hann þráði svo mikið. Afi minn var merkilegur mað- ur. Fyrir mér var hann besti afi sem hugsast getur. Ég var fyrsta barnabarnið þeirra ömmu og afa og frá því að ég var smábarn komu þau reglulega um helgar til að fá mig að „láni“. Upp frá því var ég ávallt mikið hjá þeim alveg þar til ég var tvítug eða þegar ég byrjaði í sambúð. Það var svo gott að vera hjá Möggu ömmu og Alla afa. Þau voru svo gefandi og hlý. Afi var aldrei langt undan þegar við amma vorum að spjalla því hann hafði gaman af að hlusta. Hann kom stundum með innlegg eða at- hugasemdir inn í umræðuna sem kom þá upp um hleranir hans, þá hlógum við amma. Afi gat líka spjallað og hafði ég gaman af því að heyra sögurnar um hann þegar hann var ungur og hversu lengi hann eltist ástsjúkur við ömmu þar sem hann var yngri en hún. Fyrir mér var afi minn alvitur. Ég gat leitað ráða hjá honum um alla skapaða hluti og kenndi hann mér margt merkilegt. Afi minn var afar duglegur maður, skyn- samur og strangheiðarlegur. Ég á yndislega fallegar minningar um góðar stundir með afa, svo margar að tárin streyma er ég skrifa þessa minningargrein. Þær sem koma sterkt upp í hugann núna eru þær sem við áttum saman í laxveiðiferðum, þar var afi í essinu sínu eða þegar hann fór með mig á skyttirí í Kaldbaksvíkinni. Þetta eru sérstakar og skemmtilegar stundir sem ég átti ein með afa. Af einhverri ástæðu hef ég ver- ið „sterk“ eftir að pabbi hringdi í mig að morgni 25. nóvember síð- astliðins. Kannski var það hvernig pabbi tilkynnti mér að afi hefði kvatt okkur í nótt í stað þess að segja að hann væri dáinn. Ég fór aftur upp í rúm og lá þar í nokkrar klukkustundir og hugsaði til afa. Það skrýtna var að ég grét ekki því ég fann fyrir svo sterkum straumum sem báru með sér ást og hlýju. Ég var svo viss um að hann væri orðinn sáttur því hann var kominn til „Möggu sinnar“. Einhvern tímann var mér sagt að svanir pöruðu sig fyrir lífstíð, þannig sé ég ömmu og afa fyrir mér. Ég þakka starfsfólkinu á Hrafnistu fyrir einstaka natni og umhyggjusemi fyrir afa mínum. Guð geymi elsku afa minn. Ég mun ávallt elska hann og hugsa til ömmu og afa er ég fer með bænina sem þau kenndu mér í barnæsku. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Margrét Ragna Jónasardóttir. Út um gluggann á sjúkraíbúð- inni á Hrafnistu sáum við bræður yfir til viðbygginganna hlýlegu og lóðina manngerðu, þar sem haust- ið hafði loks haldið innreið sína, en á undan hafði gróandinn lifað lengur í borginni en vant var. Við töluðum um haustin og vorin okk- ar, andleg og líkamleg, sem við höfðum upplifað á sameiginlegum lífsvangi. Og sannfærðum sjálfa okkur um, að við hefðum hingað til unnið allar styrjaldir, þótt nokkr- ar orrustur hefðu tapast. Þá var auðvitað pólitíski slagurinn okkar sleginn og gerðar ýmsar sálar- rannsóknir á náungum í samleið. Við ræddum að sjálfsögðu um þá styrjöld sem nú stóð yfir í þessari sjúkraíbúð og með rósemd sagði Alli Jónasar í Dverg baráttunni hvergi lokið, en að því sögðu leit hann upp til mín og eftirvæntingin í augum hans leyndi sér ekki. Ég bliknaði og varð að líta undan yfir til fallegu hlutanna í íbúðinni, sem synir hans og hans yndislegu Mar- grétar, nafnar afa sinna Sveinn og Jónas höfðu komið fyrir. Þeir ásamt konum sínum höfðu breytt svipmóti þessa staðlaða rýmis í hlýlegt heimili. Og með hjálp sjúkraliðsins blíða var öllum köld- um haustvindum haldið úti frá öll- um þeim sem þar fá heimili á ævi- kvöldi, oftar en ekki eftir langt og strangt lífshlaup. Það sem Alli sagði mér með sínu æðrulausu en blíðu bliki augna sinna var „ég ætla heim, ég vil ekki vera byrði annarra“. Hannes Hafstein sagði í minningu sinni: „Þú hafðir fagnað með gróandi grösum og grátið hvert blóm, sem dó. Og þér hafði lærzt að hlusta unz hjarta í hverj- um steini sló.“ Jón Aðalsteinn fagnaði hverju því gróandi grasi sem bætti hag náttúrunnar og lærði að hlusta eftir í ríki náttúr- unnar og hafði skýra skoðun á hvernig best væri með hagnýtingu farið. Hann var veiðimaður með byssu og stöng frá unglingsaldri, en samt í skapandi sambandi við allt það umhverfi sem nýtt var til veiða. Já, Jón Aðalsteinn var alltaf að bjarga öðrum og hann kastað birtu og yl á allt sviðið hverja sam- veru stund með þessum „öðrum“, svo stundin var betri en stundin sem var liðin, og hann sannaði svo sannarlega þá að í hverju lífsins spori getur maður verið manns gaman, en samt mætt keikur af al- vöru og gáska lífsins án hjálpar- meðala frá einkasölu ríkisins eða úr öðrum áttum. Jón Aðalsteinn sópaði í aska fé- laga sem hann ásamt öðrum var fenginn til að bera ábyrgð á, svo um munaði, sama hvaða félag það var. Síðustu 18 árin til Samtaka aldraðra, já einn galtóman bygg- ingarsjóðs ask 2008. Þá var gott að hafa mátt hans og innsæi með að ákvarða „hina leiðina“, sem gerði samtökunum kleift að lifa af án að- stoðar okkar lamaða bankakerfis, lokaðra lífeyrissjóða og okur- vaxta. Hann bara brosti sínu sér- staka brosi og sagði við okkur:„við gefumst aldrei upp“. Kæru vinir og ættingjar, grátið Alla en grátið lágt. Móðir okkar sagði í minningarstefi um elsta son sinn: „Nú horfi ég hljóð út um Jón Aðalsteinn Jónasson ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HARALDUR RAGNARSSON, Stóragerði 26, lést á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð á Vífilsstöðum miðvikudaginn 30. nóvember. Hulda Haraldsdóttir, Pétur Hans Baldursson, Ragnar Haraldsson, Birna Garðarsdóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Hallgrímur Sigurðsson, afa- og langafabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURGEIR INGVARSSON, Geiri í Múla, fyrrv. kaupmaður, Selfossi, andaðist á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum mánudaginn 28. nóvember. Guðmundur Birnir Sigurgeirsson, Ágústa Traustadóttir, Pálmar Sölvi Sigurgeirsson, Valgerður K. Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir, tengdamóðir og amma, HÓLMFRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR geðlæknir, Hvassaleiti 56, Reykjavík, sem andaðist sunnudaginn 27. nóvember, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 6. desember kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð Margrétar Oddsdóttur (s. 565 2260) til styrktar skurðlækningum við brjóstakrabbameini við Landspítala. Sólveig Grétarsdóttir, Guðmundur A. Guðmundsson, Jóhanna Fríða Guðmundsdóttir, Grétar Örn Guðmundsson, Arndís Huld Hákonardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.