Morgunblaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2011 Hrefna Haraldsdóttir, for- eldraráðgjafi hjá Sjónarhóli, og Stefán Hreiðarsson, forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, hlutu í gær barnamenning- arverðlaun Velferðarsjóðs barna. Verðlaunin nema 1 milljón króna á hvort þeirra. Þá hlaut Mæðrastyrksnefnd eina milljón króna í styrk til fatakaupa fyrir jólin, Dyngjan, áfangaheimili fyrir konur og börn fékk eina millj- ón króna en Hjálparstarf kirkj- unnar fær tvær milljónir til jólaað- stoðar og miðakaupa í leikhús og aðra listviðburði. Alls námu úthlut- anir í gær því 6 milljónum króna. Verðlaun Valgerður Ólafsdóttir, fram- kvæmdastjóri Velferðarsjóðsins, og Hrefna Haraldsdóttir og Stefán Hreiðarsson. Fengu barnamenn- ingarverðlaunin Hugvísindasvið Háskóla Íslands veitti í gær þremur fræðimönnum heiðursdokt- orsnafnbót við hátíðlega athöfn í Hátíða- sal Háskóla Íslands. Einn heiðursdoktor hefur verið kjörinn í hverri þeirra þriggja fræðagreina hug- vísinda sem eiga samfellda aldarsögu innan Háskóla Íslands, þ.e.a.s. í norræn- um fræðum, guðfræði og heimspeki. Þeir sem hljóta nafnbótina eru Jóhann Páll Árnason í heimspeki, Marianne E. Kal- inke í íslenskum miðaldabókmenntum og Kari Elisabeth Børresen í guðfræði. Þrír heiðursdoktorar við Háskóla Íslands Félag íslenskra öldrunarlækna mótmælir í ályktun lokun líkn- ardeildar á Landakoti. Þar segir að líknardeildin sé mjög hagkvæm og að lokunin sé andstæð núverandi þróun í lýðheilsu, þar sem fjölgun aldraðra er staðreynd. Þá sé tillaga um lokun líknardeildar á Landakoti í andstöðu við þingsályktun- artillögu þar sem í nefndaráliti um forgangsröðun í heilbrigðisþjón- ustu er bent á að líknarþjónusta sé í öðrum forgangsflokki af fjórum, á eftir bráðaþjónustu. „Því beinum við til Alþingis að vernda starfsemi deildarinnar til framtíðar.“ Lokun mótmælt Nýr Kia Rio verður frumsýndur í bílaumboði Öskju við Krókháls í Reykjavík eftir hádegi á morgun, laugardag. Bíllinn býðst í þremur útgáfum með eyðslugrönnum og umhverfisvænum vélum sem skila bílnum í lágan vörugjaldsflokk og tryggja þar af leiðandi betra verð. Þetta er einn sparneytnasti bíllinn á markaðnum í dag, sem hefur fengið góða dóma hjá EuroNCAP í árekstraprófunum. Askja sýnir Rio STUTT Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Hálsmenið Smjörgras verður selt í skartgripaversluninni Leonard til styrktar börnum með Downs- heilkenni fyrir þessi jól. Rennur all- ur ágóði af sölunni til Félags áhuga- fólks um Downs-heilkenni. Var fyrsta menið afhent í Kringlunni í gær en það er Sif Jakobsdóttir gull- smiður sem gerir hálsmenið eftir teikningu Eggerts Péturssonar list- málara. Að sögn Helgu Daníelsdóttur hjá Leonard er þetta í fjórða skiptið sem verslunin styrkir málefni barna með sölu á hálsmeni. Fyrst var það Hjartaarfi til styrkar hjartveikum börnum, þá Blálilja fyrir blind börn og í fyrra var það Sóldögg til styrkar sykursjúkum börnum. Segir Helga að hvert félag hafi fengið um eina og hálfa milljón króna af sölunni. Styrkurinn er ætlaður tómstunda- starfi fyrir börn en að sögn Jónu Maríu Ásmundsdóttur, formanns Félags áhugafólks um Downs- heilkenni, er það í vinnslu hvað verð- ur gert við styrkinn. „Stefnan er að börnin upplifi eitt- hvað nýtt og skemmtilegt, eitthvað stórt sem félagið hefur ekki haft fjármagn í áður nema fyrir þennan góða styrk frá Leonard,“ segir Jóna María. Auk hálsmensins verða eyrna- lokkar seldir til styrktar málefninu. Eru skartgripirnir seldir í versl- unum Leonard í Kringlunni, Smára- lind, Lækjargötu og á Keflavík- urflugvelli. Styrkt með Smjörgrasi Morgunblaðið/Kristinn Hálsmen Stefán Hilmarsson afhenti þeim Jóhanni Fannari Kristjánssyni og Sigrúnu Kjartansdóttur fyrsta menið.  Skartgripaverslunin Leonard styrkir börn með Downs  Styrkurinn nýttur í tómstundastarf fyrir börnin í sumar Störf í íslenskum bönkum gætu flust út fyrir landsteinana ef frumvarp fjár- málaráðherra um fjársýslu- skatt verður að veruleika. Þetta segir Friðbert Traustason, for- maður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Frumvarpið gerir ráð fyrir 10,5 prósent skatti á launagreiðslur fjármálafyrirtækja, meðal annars að danskri fyrirmynd. Segir Frið- bert að eftir að þessi skattur var tekinn upp í Danmörku árið 1988 hafi Danske Bank, stærsti banki landsins, útvistað alla hugbún- aðarþjónustu hjá alþjóðlega fyr- irtækinu IBM. „Þeir eru með vinnslu út um allt. Eftir þann tíma var ekkert vitað hversu mikið er unnið innan Danmerkur og hvað ut- an,“ segir Friðbert. Einhver hluti sé háður tungumál- inu og hann sé þá unninn innan- lands en aðra hluti eins og gagna- geymslu og reikniverk sé hægt að vinna hvar sem er í heiminum. Auðveldara að rukka Segir Friðbert það segja sig sjálft að ef lagður verði aukalaunaskatt- ur á bankana leiti þeir allra leiða hjá því. Ef þjónusta verði útvistuð hér eins og í Danmörku yrði auð- veldara fyrir fjármálastofnanir að gjaldfæra þjónustu sem þær veita, eins og heimabanka- og kortaþjón- ustu fyrir viðskiptavini sína. „Menn yrðu að hugsa gjaldtöku upp á nýtt. Það viljum við alls ekki. Við viljum bara hafa þessa þjónustu sem hluta af okkar viðskiptum,“ segir Friðbert. kjartan@mbl.is Óttast að störf hverfi til útlanda  Formaður SSF gagnrýnir fjársýsluskatt Friðbert Trausta- son. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar mótmælir harðlega niðurskurðartillögum á heilbrigðis- stofnuninni á Sauðárkróki sem áformaðar eru. Sveitarstjórn mót- mælir einnig harðlega þeim vinnu- brögðum velferðarráðherra, Guð- bjarts Hannessonar, að verða ekki við ítrekaðri beiðni sveitarstjórnar um fund vegna fyrirhugaðs niður- skurðar hjá Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki. Þetta kemur fram í ályktun stjórnarinnar. „Það er með öllu ólíðandi að Skag- firðingar þurfi að bera þyngri byrðar en aðrir landsmenn þegar kemur að niðurskurði ríkisins í heilbrigðismál- um. Boðaður niðurskurður leiðir til áframhaldandi skerðingar á þjón- ustu og mikilvægir þættir verða með öllu aflagðir,“ segir í ályktuninni. „Það er afar ósvífið að íbúar Skaga- fjarðar, sem ekki nutu uppgangs í hinu svokallaða góðæri, skuli nú eiga að bera þyngstu byrðarnar,“ segir ennfremur. Mótmæla vinnubrögðum Þann 4. janúar kemur út glæsilegt sérblað um menntun, skóla og námskeið sem mun fylgja Morgunblaðinu þann dag MEÐAL EFNIS: Háskólanám. Verklegt nám og iðnnám. Endurmenntun. Símenntun. Listanám. Sérhæft nám. Námsráðgjöf og góð ráð við námið. Kennsluefni. Tómstundanámskeið og almenn námskeið. Nám erlendis. Lánamöguleikar til náms. Ásamt fullt af öðru spennandi efni. –– Meira fyrir lesendur PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, miðvikudaginn 21. des. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is Sími: 569-1105 Í blaðinu verður fjallað um menntun og þá fjölbreyttu flóru sem í boði er fyrir þá sem vilja auðga líf sitt og möguleika með því að afla sér nýrrar þekkingar og stefa því á nám og námskeiða. Skólar & námskeið SÉRBLAÐ Skólar & námske ið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.