Morgunblaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2011 OSTABÚÐIN SKÓLAVÖRÐUSTÍG Opið: Mán - Fim 11:00 - 18:00 Fös 10:00 - 18:30 & Lau 11:00 - 16:00 Gjafavörur Ostabúðarinnar f yr ir sælkerann FRÉTTASKÝRING Sigrún Rósa Björnsdóttir sigrunrosa@mbl.is Mjög skiptar skoðanir virðast meðal þingmanna stjórnar og stjórnarandstöðu um frumvarp sem fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, hefur lagt fram og veitir þeim sem hljóta svokallaða IPA styrki, undanþágu frá greiðslu skatta og opin- berra gjalda. Samhliða var lögð fram þingsálykt- un um samþykkt rammasamnings, svokallaðs IPA-samnings við framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins sem stjórnvöld undirrituðu í sumar, þar sem kveðið er á um reglur um fjárhagsaðstoð ESB við Ísland með IPA-styrkjum. Mælt fyrir um skattleysi í samningi Í umsögn fjárlagaskrifstofu við frumvarpið seg- ir að markmið IPA-styrkja sé að styrkja innviði umsóknarríkja. Vísað er til þess að rammasamn- ingurinn geri kröfu um að öll IPA-aðstoð fari beint til stuðningsverkefna og kveðið á um að slík aðstoð sé undanþegin sköttum og opinberum gjöldum. Í frumvarpinu er mælt fyrir um skattleysi svo- kallaðra ESB-verktaka og ESB-samninga. Skil- greining hugtakanna er sögð byggjast á 12. gr. samningsins. Hugtakið ESB-verktakar er skýrt þannig að með því sé átt við einstakling eða lögaðila sem veiti þjónustu, afhendi vörur, og/eða vinni verk með tilstilli styrks samkvæmt ESB-samningi. Hugtakið ESB-samningur er síðan skilgreint þannig að hann nái til starfsemi sem sé fjármögn- uð eftir reglum IPA-sjóðsins og sé undirritaður af ríkinu eða ESB. Þó mun undanþágan ekki taka til þeirra sem eru heimilisfastir hér á landi og tekju- skatts og útsvars sem skapast af slíkum samningi. Sambærilegt við aðra rannsóknarstyrki Þegar rætt er við stjórnarþingmenn er vísað til þess að með frumvarpinu sé meðferð IPA-styrkja gerð sambærileg við aðra rannsóknarstyrki. „Eins og ég hef skilið málið er þetta sambæri- legt og er með alla alþjóða- og milliríkjasamninga, þegar menn eru að fá styrki og annað slíkt þá eru þeir skattlausir,“ segir Árni Þór Sigurðsson, þing- maður Vinstri grænna, um frumvarpið. Í dag fái íslenskir aðilar heilmikið af styrkjum í alls konar verkefni, rannsóknarstyrki og slíkt, til dæmis í gegnum EES-samninginn. Þeir séu skattlausir. Þetta sé sambærileg meðferð og á öðrum slíkum styrkjum. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, for- maður efnahags- og viðskiptanefndar, segir nefndina eiga eftir að fara yfir frumvarpið og kalla eftir viðbrögðum við því. „En fyrstu viðbrögð eru almennt jákvæð í garð þessara ívilnana.“ Þessir styrkir gangi til ýmissa mikilvægra verkefna sem gott sé að skapa jákvætt umhverfi fyrir og skatt- kerfinu sé breytt með ýmsum hætti til að greiða fyrir því sem menn vilja ýta undir. Þegar spurt er hvort undanþáguheimildin sé of opin segir Helgi: „Það getur verið að það þurfi að afmarka það at- riði betur, en ég lít fremur á það sem tæknilegt útfærsluatriði heldur en sem meginatriði lag- anna.“ Vill fá að sjá samninginn „Þetta er bara galið,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarsons, þingmaður Sjálfstæðisflokks. „Það má ekkert fyrirtæki sýna lífsmark án þess að rík- isstjórnin sýni einbeittan vilja til þess að ná öllum fjármunum af þeim en núna opnast allar flóðgátt- ir í gegnum skatta.“ Stóra einstaka málið sé felu- leikur ríkisstjórnarinnar með umsóknina að ESB, af því að menn geta ekki sagt satt og rétt frá. Feluleikurinn sé farinn að koma fram í mjög sér- kennilegum birtingarmyndum og þetta sé bara ein af þeim. „Mér finnst þetta algjörlega út í hött að það sé verið að búa til einhver sérlög um þetta á Íslandi,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformað- ur Framsóknarflokks. Það sé mjög sérstakt að semja um að þeir sem njóta markaðsstyrkja frá Evrópusambandinu þurfi ekki að greiða gjöld eins og aðrir. Gunnar Bragi gagnrýnir sérstaklega að utan- ríkismálanefnd hafi ekki fengið að sjá samninginn. „Það er algjörlega forkastanlegt að samningurinn skuli ekki vera kominn fram. Þetta minnir svolítið á leyndarhyggjuna í Icesave-samningunum.“ Gunnar Bragi segir menn hljóta að velta því fyr- ir sér hvers vegna í ósköpunum ríkið er að fá fram- lög til breytinga ef ekki verði svo gengið inn í Evr- ópusambandið. „Þetta hlýtur bara að undirstrika að það er aðlögun í gangi. Ekkert annað.“ Reuters Mjög skiptar skoðanir um skattleysi IPA-styrkja  Gagnrýnt að ekki sé búið að kynna samninginn sem frumvarp um IPA- skattleysi vísar til Samtals hafði 644 einstaklingum verið stefnt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í lok október sl. vegna ógreiddra gjalda fyrir heilbrigðis- þjónustu á Land- spítalanum vegna áranna 2007- 2010. Þetta kom fram í svari Guðbjarts Hannessonar, velferðarráðherra, á Alþingi í gær við fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Hreyfingarinnar. Ennfremur kom fram í svarinu að kröfur sem farið hefðu í innheimtu hjá lögmannsstofu á umræddu tíma- bili hefðu numið samtals 108 millj- ónum króna. Þar af fóru 38,4 millj- ónir króna í innheimtu á árinu 2009 þegar mest var. hjorturjg@mbl.is 644 stefnt fyrir hér- aðsdóm  108 milljónir króna í innheimtu Guðbjartur Hannesson Reykjavíkurborg hefur ákveðið að bæta merkingar sem sýna að hjóla- stígur er á Suðurgötu, milli Skot- húsvegar og Kirkjugarðsstígs. Lög- reglan á höfuðborgarsvæðinu hafði frá því í byrjun janúar á þessu ári gert ítrekaðar athugasemdir við merkingarnar en án árangurs, þar til nú. Athugasemdirnar lutu að merkingunum, ekki því að götunni hafði verið breytt í einstefnu. Í tilkynningu frá borginni segir að umferðareyjum verði komið fyrir á Suðurgötu, við Kirkjugarðsstíg ann- ars vegar og Skothúsveg hins vegar og bætt úr merkingum. Þá verður hjólreiðastígsskilti sett við gang- stéttina og annað um að innakstur sé bannaður á eyjuna við Skothúsveg. Lögregla kveðst fagna fyrirhug- uðum framkvæmdum og bíður form- legs erindis. runarp@mbl.is Borgin fellst á að breyta merkingum Morgunblaðið/Júlíus Stopp Tekur ekki mark á merkjum. Nýliðinn mánuður er í hópi hlýjustu nóvembermánaða frá upphafi mæl- inga. Kuldinn síðustu daga mánaðar- ins kom í veg fyrir að met væru sleg- in að þessu sinni. Samkvæmt yfirliti Trausta Jóns- sonar var hlýjast að tiltölu austan- lands en heldur svalara um landið norðvestanvert. Úrkoma var í meira lagi um land allt, mest suðaustan- lands. Lengst af var snjólítið. Meðalhiti í Reykjavík mældist 4,3 stig og er það 3,2 stigum ofan með- allags. Þetta er áttundi hlýjasti nóv- ember í Reykjavík frá upphafi sam- felldra mælinga frá 1870. Á Akureyri var meðalhitinn 2,9 stig, 3,2 stigum ofan meðallags. Í Stykkishólmi var meðalhitinn 3,5 stig, 2,6 stigum ofan meðaltals og á Egilsstöðum 3,4 stig, 4,1 stigi ofan meðaltals. Er þetta fjórði hlýjasti nóvember þar frá upp- hafi mælinga. Sem fyrr segir var mánuðurinn úrkomusamur. Í Reykjavík mældist úrkoman 89,9 millimetrar og er það 24% umfram meðallag. Á Akureyri mældist úrkoman 82,2 mm og er það um 50% umfram meðallag. Í Stykk- ishólmi var úrkoman 90% umfram meðallag og 47% umfram á Stór- höfða í Vestmannaeyjum. Haustið, þ.e. október og nóvem- ber, var mjög hlýtt. Haustið var hið 10. hlýjasta frá upphafi samfelldra mælinga í Reykjavík 1870, það 16. hlýjasta frá upphafi í Stykkishólmi (frá og með 1846) og það 15. hlýjasta á Akureyri (frá 1881). Mjög úrkomu- samt var á landinu þessa tvo mánuði. sisi@mbl.is Lokaspretturinn var nóvember erfiður  Telst þó í hópi þeirra hlýjustu frá upphafi mælinga Morgunblaðið/RAX Nóvember Kvaddi með kuldakasti. Hvað er IPA-styrkur? IPA er skammstöfun fyrir „Instrument for Pre- Accession Assistance“ sem gæti útlagst sem „Styrkur vegna vinnu við aðildarumsókn.“ IPA- styrkir eru veittir ríkjum sem sótt hafa um aðild að Evrópusambandinu, eða lýst áhuga á því og er þeim ætlað að standa undir kostnaði við stjórn- sýslubreytingar hjá umsóknarríki eða mögulegu umsóknarríki. Ráðherraráð ESB ákvað í júlí á síð- asta ári að Ísland gæti einnig sótt um slíkan styrk eftir að samþykkt var að hefja aðildarviðræður 17. júní sama ár. ESB skiptir þeim verkefnum sem geta notið styrkja í fimm þætti, skv. minnisblaði utanrík- ismálanefndar frá ágúst á síðasta ári. Aðlögunar- aðstoð og stofnanauppbyggingu er ásamt „sam- starfi yfir landamæri“ sagt miðstýrt frá Brussel. Þá koma verkefni sem snúa að byggðaþróun, mannauðsþróun og dreifbýlisþróun og undirbún- ingi umsóknarríkisins að þátttöku í stefnumiðum ESB og sjóðum þeim tengdum. Samkvæmt minn- isblaðinu skyldi mest áhersla lögð á liði eitt og tvö. Hverjir fá IPA-styrki? Þá var samkvæmt minnisblaðinu gert ráð fyrir að meirihluti þeirra beinu fjármuna sem veittir verði til Íslands í tengslum við IPA-áætlunina, eða um 60-70%, fari í að „styrkja stjórnsýsluna í að takast á við þau verkefni sem aðild að ESB felur í sér“. Aðilar á Íslandi geti sótt um styrki til einstakra verkefna tengdra IPA-áætluninni og er þá í sum- um tilfellum gert ráð fyrir 10-15% mótframlagi. Í umsögn fjárlagaskrifstofu um frumvarpið segir að Ísland geti fengið allt að 5 milljarða króna fyrir 2011-2013, í verkefni samkvæmt sérstakri landsáætlun sem stjórnvöld og ESB hafa gert. Spurt&Svarað um IPA-styrki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.