Morgunblaðið - 08.12.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.12.2011, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 8. D E S E M B E R 2 0 1 1  Stofnað 1913  288. tölublað  99. árgangur  Sendu jólakveðjur á www.jolamjolk.is dagar til jóla 16 VIÐSKIPTI BEÐIÐ EFTIR BÖNKUM FINNUR.IS REYNSLUAKSTUR MONITOR ÓSAMMÁLA UM FLEST STEBBI OG EYFI MEÐ FLEIRI ÁBREIÐUR NOTALEG RAUÐVÍNSPLATA 36 Hörður Ægisson hordur@mbl.is Samkvæmt kröfuhafalista sem Morgunblaðið hef- ur undir höndum fékk Hannes Smárason, fyrrver- andi forstjóri fjárfestingafélagsins FL Group, greiddar ríflega 350 milljónir króna út úr þrotabúi gamla Landsbankans, en slitastjórn bankans borgaði út í gær fyrstu hlutagreiðslur til forgangs- kröfuhafa. Sú upphæð á hins vegar eftir að meira en þre- faldast á næstu misserum, samfara frekari út- greiðslum út úr búi bankans. Samþykktar for- gangskröfur Hannesar í þrotabú gamla Lands- bankans vegna innstæðna sem hann átti í bankanum nema tæplega 1,13 milljörðum króna. Greiðslurnar sem slitastjórn Landsbankans til- kynnti – jafnvirði um 432 milljarða íslenskra króna – námu um þriðjungi af samþykktum for- gangskröfum í búið. Ljóst er að Hannes á von á um 780 milljóna króna greiðslu auk þeirra 350 milljóna sem hann hefur þegar fengið greiddar. Fram kom í tilkynningu frá slitastjórn Lands- bankans að greiðslan til kröfuhafa hefði verið gerð í körfu helstu gjaldmiðla – evrum, sterlingspund- um, Bandaríkjadölum og íslenskum krónum. Á kröfuhafalistanum sem Morgunblaðið hefur undir höndum er upplýst að af þeim 432 milljörðum sem greiddir voru út eru 10 milljarðar í íslenskum krónum. Stærstur hluti þeirrar upphæðar – um 8 milljarðar króna – rennur til breska og hollenska innstæðutryggingarsjóðsins. Á þessari stundu er óljóst hvort útgreiðslur í ís- lenskum krónum úr þrotabúi hinna föllnu banka leiði til þess að aflandskrónueign erlendra aðila aukist enn frekar. Seðlabankinn getur ekki upp- lýst hvort kröfuhöfum verður gert kleift að skipta krónunum fyrir gjaldeyri á seðlabankagengi eða hvort farið verður með eignina eins og aðrar aflandskrónur í erlendri eigu. MÁ inni 1,13 milljarða kröfu »Viðskipti Hannes fær 350 milljónir króna Morgunblaðið/Golli Kröfuhafi Hannes Smárason með 1,13 milljarða króna kröfu.  Hannes Smárason á samþykktar forgangskröfur í þrotabú gamla Landsbank- ans upp á 1,13 milljarða  Slitastjórnin hefur greitt út fyrstu hlutagreiðslur „Viðbrögð okkar eru mjög ein- dregin og mjög hörð. Það er sjaldan að við aft- urköllum leyfi sem við höfum gefið frá okkur,“ segir Björn Rún- ar Lúðvíksson, prófessor og for- maður Vísinda- siðanefndar, en nefndin hefur aft- urkallað leyfi til rannsóknar á vegum Háskóla Íslands um ofbeldi í nánum samböndum. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær urðu þau mistök að tölvupóstur fór út með netföngum 158 einstaklinga sem höfðu sótt þjónustu á bráðamóttöku, geðsviði og kvennadeild Landspít- alans og þeim boðin þátttaka í rann- sókninni. »4 Leyfi til rannsókna afturkallað Björn Rúnar Lúðvíksson „Þetta gekk alveg frábærlega vel. Þeir komu hérna fram í röðum skemmtikraftarnir og það var svo gaman að sjá hvað allir voru glaðir og ánægðir,“ sagði tónlist- armaðurinn André Bachmann eftir hina árlegu jólahá- tíð fatlaðra sem haldin var á Hilton Reykjavík Nordica í gær. Alls mættu um 1.400 manns á hátíðina sem André hefur nú haft veg og vanda af í 29 ár. Sérstakir gestir að þessu sinni voru Guðbjartur Hannesson vel- ferðarráðherra og kona hans, Sigrún Ásmundsdóttir, og sagði André þau hafa verið hæstánægð með kvöldið. Morgunblaðið/Kristinn Gleði og ánægja í tuttugu og níu ár Um 1.400 manns á jólahátíð fatlaðra á Nordica í gærkvöldi  Samfara auknu frosti hefur notk- un á heitu vatni hjá viðskiptavinum Orkuveitu Reykjavíkur aukist mik- ið. Um kvöldmatarleytið sl. mánu- dag var notkunin 15.100 tonn á klukkustund en mesta notkun sem mælst hefur var 15.750 tonn á klukkustund morguninn 2. febrúar 2008. 15 þúsund tonna notkun á klukkustund er um 890 megavött eða meiri orka en Kárahnjúkavirkj- un framleiðir á sama tíma. »16 Notkun á heitu vatni við toppinn  Verulega hefur dregið úr því magni sem fer á fiskmarkaði og hefur skerðing á aflaheimildum í ýsu mikil áhrif, að sögn Páls Ing- ólfssonar, framkvæmdastjóra Fisk- markaðar Íslands. „En fleira kemur til og ákvarðanir stjórnvalda um aukið magn í sértækar aðgerðir og alla þessa blessaða potta hafa leitt til þess að fiskurinn er togaður út af mörkuðunum,“ segir hann. „Í þessu eins og svo mörgu öðru eru orð og aðgerðir stjórnvalda ekki það sama.“ »14 Mun minni sala á fiskmörkuðum Alls hefur ríkissjóður greitt út 520 milljónir króna af þeim 920 millj- ónum sem hann hefur skuldbundið sig til að greiða um 300 einstakling- um sem allir máttu sæta illri með- ferð eða ofbeldi á vistheimilum sem vistheimilanefnd hefur fjallað um. Bæturnar hafa verið á bilinu 400 þúsund krónur til sex milljóna króna en alls hafa borist um 325 umsóknir um bætur, flestar vegna Heyrnleysingjaskólans, eða 131, og næstflestar vegna Breiðavíkur, eða 123. Fjármuni má ekki spara þegar kemur að eftirliti með barnavernd- arstörfum og vistunarúrræðum. Þetta kom fram í máli vistheim- ilanefndar sem kynnti þriðju og síð- ustu áfangaskýrslu sína í gær. Í niðurstöðum nefndarinnar, sem nú hefur fjallað um starfsemi níu vist- og meðferðarheimila, kemur m.a. fram að málsmeðferð og faglegri ákvarðanatöku barnaverndaryfir- valda á því tímabili sem nefndin hafði til skoðunar hafi verið afar ábótavant. »6 920 milljónir króna í bætur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.