Morgunblaðið - 08.12.2011, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.12.2011, Blaðsíða 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2011 Það er best að taka það fram strax í upphafi að ég hef mikið dálæti á tón- listarmanninum Róbert Erni Hjálmtýssyni og og hef haft frá því ég heyrði Skemmtileg lög með Mér fyrir níu árum. Það má líka koma fram að Lúxus upplifun síðasta árs var með bestu plötum ársins að mínu mati. Að því sögðu þá skil ég það mætavel að Ég er ekki allra, enda fer Ég ekki troðnar slóðir í lagasíðum og texta- gerð – það þarf smáátak til að kom- ast inn í músíkina, en eftir það er maður kominn í söfnuðinn: Föllum fram og tilbiðjum Mig! Þessi skífa Mín er nokkuð frá- brugðin fyrri plötum, músíkin lág- stemmdari og meira um kassagítar sem gefur angurværan blæ og líka skemmtilegan inngang að meiri keyrslu eins og til að mynda í laginu frábæra Maðurinn. Róbert er í aðalhlutverki á skíf- unni, sem vonlegt er, en félagar hans standa sig líka framúrskarandi vel. Þannig er rafgítarleikur allur í hæsta gæðaflokki og hrynparið er magnað. Músíkin á þessari skífu er skemmtileg og smekkleg, hvert lag- ið öðru betra, en textarnir lyfta henni á hærra svið, hvort sem Ró- bert er að yrkja um heimsku mann- anna líkt og í Heimsku, inntaksleysi sölumennskunnar í Hollywood-ást (Æðsta takmarkið hjá körlum í Hollywood-ást / er að láta þvo þvott- inn sinn / og fá regluleg sáðlát), eða um lífið almennt í Ég sé, 1. og 2. hluta. Alla jafna er hann þó að yrkja um það sama, það hvernig óheft neysluhyggja hefur leitt okkur í ógöngur. Að því leyti er þetta hrun- plata en þó með meiri skírskotun og víðari en gengur og gerist. Tilbiðjum Mig! Ég – Ímynd fíflsins bbbbm Árni Matthíasson Morgunblaðið/Ernir Hrunplata Róbert Örn Hjálmtýsson sem gegnir nafninu Ég. Íslenskar plötur Hljómsveitirnar Guns N’ Roses, Red Hot Chili Peppers og Beastie Boys verða limaðar inn í hina bandarísku Frægðarhöll rokksins, Rock and Roll Hall of Fame, með viðhöfn 14. apríl á næsta ári í Cleveland. Fleiri verða gerðir að meðlimum hallarinnar, þau Laura Nyro, Donovan og The Small Faces sem Rod gamli Stewart fór fyrir á sínum tíma. Frægð Beastie Boys fara í Frægðarhöll rokksins. Fluttir yfir í Frægðarhöllina Leikstjórinn Michael Bay er sagður ætla að gera fjórðu kvikmyndina í Transformers- syrpunnni. Í myndunum segir af vélmennum sem geta breytt sér í hin ýmsu farartæki og stríðstól. Í tímaritinu New York segir að Bay ætli fyrst að ljúka við myndina Pain and Gain sem mun vera mann- ránstryllir. Náist ekki samkomulag um gerð hennar verður ekki ráð- ist í fjórðu myndina um vélmennin. Fátt er vitað um fjórðu myndina en þó það að leikarinn Shia LaBeouf mun ekki snúa aftur en hann hefur leikið í öllum myndunum til þessa. Aðdáendur munu þó eflaust ekki láta það mikið á sig fá þar sem vélmennin ógurlegu eru aðal- atriðið. Vélmenni Michael Bay. Bay mun að öllum líkindum gera Transformers 4 Söngvarinn Geir Ólafsson er óhræddur við að prófa eitthvað nýtt og stígur nú inn á braut barna- tónlistar með hljómsveitinni Furstunum. Geir flýgur ekki á höfuðið á þeirri braut heldur stendur sig bara bráðvel. Platan hefst á laginu „Við hoppum“ (afar skemmtilegt myndband við það lag má nú finna á YouTube) sem er einfalt og grípandi og límist við heila við fyrstu hlustun. Lögin á plötunni eru öll eftir Guðmund R. Lúðvíksson sem og textar og er sú smíð einföld, ætti að höfða öðru fremur til barna á leikskólaaldri. Hér er m.a. ort um grænmeti, boð og bönn, litina og ömmu (sem er best) og textar oft á tíðum skemmtilega skrítnir. „Hvar er grænmetisgarðurinn/Gagga gú gagga gú?“ syngur Geir og ekki ann- að hægt en að gagga með honum. Gaggandi gott. Geir Ólafsson og Furstarnir – Amma er best ... og afi líka bbbnn Gaggandi góður Geir Helgi Snær Sigurðsson Fyrir tónleika á Listahátíð í fyrra útsetti Þórður Magnússon úrval laga föðurs síns, Megasar, fyrir strengjakvintett. Á Aðför að lögum eru tólf lög sem tek- in voru upp í hljóðveri af Megasi og kvintettinum, sem skipaður er úr- vals hljóðfæraleikurum. Gæði upp- tökunnar eru framúrskandi og óhætt að segja að útsetningar Þórð- ar á þessum (mis)þekktu lögum Megasar séu það að sama skapi. Stundum eru útsetningarnar óm- stríðar og krefjandi, aðrar lagrænar og blíðar, en nær alltaf auðnast út- setjara og flytjanda að finna nýjar og áhugaverðar hliðar á lögunum og vinna vel með flutningi Megasar, sem fer hér á kostum. Hvað glæsi- legust verður nálgunin við Enn (að minnsta kosti), Ljóðað á lausráðna og síðast en ekki síst Tvær stjörnur. Þetta er diskur sem allir aðdá- endur Megasar hljóta að njóta. Strengleikar Megasar Megas & strengir – Aðför að lögum bbbbn Einar Falur Ingólfsson - US WEEKLY HHHH MIÐASALA Á WWW.SAMBIO.IS HAROLD & KUMAR Ótextuð kl. 8 - 10:10 3D 16 A GOOD OLD FASHIONED ORGY kl. 8 2D 16 TRESPASS kl. 5:50 - 10:10 2D 16 HAPPY FEET 2 Ísl. tal kl. 5:30 3D L TWILIGHT:BREAKINGDAWN kl. 5:30 - 8 - 10:30 2D 12 TWILIGHT:BREAKINGDAWN kl. 9:20 2D VIP THEHELP kl. 8 2D L THEHELP kl. 6 2D VIP TOWERHEIST kl. 5:40 - 8 - 10:20 2D 12 THE INBETWEENERS kl. 5:40 - 10:45 2D 16 / ÁLFABAKKA HAROLD & KUMAR kl. 8 - 10:10 3D 16 AGOODOLDFASHIONEDORGY kl. 8 2D 16 HAPPY FEET 2 Ísl. tal kl. 5:30 3D - kl. 5:30 2D L TWILIGHT:BREAKINGDAWN kl.5:30-8-10:40 2D 12 SEEKING JUSTICE kl. 8 - 10:30 2D 16 THE IDES OF MARCH kl. 10:10 2D 14 A GOOD OLD FASHIONED ORGY kl. 10:20 2D 16 TRESPASS kl. 10:20 2D 16 TWILIGHT:BREAKINGDAWN kl. 8 2D 12 THEHELP kl. 7:30 2D L / EGILSHÖLL / KRINGLUNNI / KEFLAVÍK / AKUREYRI / SELFOSSI HAROLD & KUMAR kl. 8 3D 16 TRESPASS kl. 8 - 10:10 2D 16 HAPPY FEET 2 Ísl. tal kl. 5:30 3D L HAPPY FEET 2 Enskt tal / ótextuð kl. 5:40 3D L TWILIGHT:BREAKINGDAWN kl. 8 - 10:30 2D 12 SEEKING JUSTICE kl. 10:20 2D 16 THEHELP kl. 5:10 2D L A GOOD OLD FASHIONED ORGY kl. 8 2D 16 TRESPASS kl. 10:20 2D 16 TWILIGHT:BREAKINGDAWN kl. 8 2D 12 SEEKINGJUSTICE kl. 10:20 2D 16 SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, AKUREYRI OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK NÆSTU SÝNINGAR Á FÖSTUDAG SEEKING SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI - MARA REINSTEIN / US WEEKLY HHHH FRÁBÆR GAMANMYND MEÐ JASON SUDEIKIS ÚR HALL PASS OG HORRIBLE BOSSES SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK SÝND Í EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRISÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG KRINGLUNNI KLIKKAÐASTA GRÍNM YND ÁRSINS FOR SÝN ING SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG KRINGLUNNI 10. DES kl.18:00 bein útsending 14. des kl. 18:00 endurflutt Faust Gounod Faust Jonas Kaufman Marguerite Marina Poplavskaya Méphistophélés René Pape Conductor Yannick Nézet-Séguin NÝR ÞÁTTUR Í MBL SJÓNVARPI ALLA FIMMTUDAGA!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.