Morgunblaðið - 08.12.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.12.2011, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2011 FRÉTTASKÝRING Sigrún Rósa Björnsdóttir sigrunrosa@mbl.is Vísindasiðanefnd hefur dregið tíma- bundið til baka leyfi til rannsóknar á vegum Háskóla Íslands en til- gangur hennar var að kanna hvort fólk hefði orðið fyrir ofbeldi í nánum samböndum eða ekki. Persónu- vernd hefur borist ein formleg kvörtun vegna mistaka við tölvu- póstsendingu rannsakenda, en í Morgunblaðinu í gær var greint frá því að netföng 158 einstaklinga er sótt höfðu þjónustu á bráðamóttöku og geðsviði eða kvennadeild Land- spítalans voru send öllum á póstlist- anum og fólkinu var boðið að taka þátt rannsókninni. Eins og sést á myndinni hér til hliðar var fólki lofað fyllsta trúnaði við framkvæmdina og að ekki yrði hægt að rekja svörin til viðkomandi. Póstlistinn birtist hins vegar þess- um einstaklingum og þar kemur fram að viðkomandi fái póstinn þar sem hann hafi notið þjónustu geð- sviðs eða kvennadeildar Landspít- ala eða mæðraverndar heilsugæslu Kópavogs. Póstsendingin er vænt- anlega viðkvæmust fyrir þá karl- menn sem eru á listanum því ljóst er að þeir hafa hvorki leitað til mæðraverndar né til kvennadeildar Landspítala heldur til geðsviðs, sem er enn viðkvæmt mál fyrir marga. Treysta ekki lengur á trúnað Komið hefur fram á til dæmis spjallsíðum bland.is að fólk sem sótti sér þjónustu á geðdeild ætli hreinlega að hætta í meðferð þar sem það geti ekki lengur treyst á trúnað. „Þetta er skelfileg niður- staða ef sú er raunin. Ég er nátt- úrlega algjörlega sannfærður um að stofnanir munu nú grípa til allra þeirra aðgerða sem hægt er til að koma í veg fyrir að nokkuð svona geti komið fyrir aftur,“ segir Har- aldur Briem hjá Landlæknisemb- ættinu. Það versta sem geti gerst sé ef fólk treysti því ekki lengur að far- ið sé vel með persónuupplýsingar en mistökin geti haft áhrif á vísinda- rannsóknir til framtíðar, beri fólk ekki tiltrú til þeirra. Verkefni sem þessi og leyfisveitingar þar um séu á höndum Persónuverndar og Vís- indasiðanefndar og þeirra að bregð- ast við þegar mistök eigi sér stað. Landlæknisembættið muni hins vegar fylgjast grannt með mál- inu. „Ég tel að Landspítalinn hafi verið þarna í góðri trú að treysta Vísindasiðanefnd og Háskóla Íslands til að fara af mikilli nærgætni og virðingu með þessar upplýsingar. Það sem gerist síðan er að fyrir mistök er þetta sent á póst- lista á einhverja aðra,“ segir Páll Matthíasson, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans. Aðspurður segist hann vona að það gerist ekki að fólk hætti að treysta þeim. „En það er það sem maður er hræddur um og vill berjast gegn,“ segir Páll. Áhersla verði lögð á að bregðast sem fyrst við og gefa fólki kost á að ræða við fagfólk á deildinni. „Aðal- atriðið er að fólk sem á við heilbrigð- isvandamál að stríða geti leitað til Landspítalans í trausti þess að þær upplýsingar sem það veitir séu öruggar. Þegar spurt er af hverju sé verið að safna netföngum sjúklinga segir Páll þetta hluta af þeim upp- lýsingum sem þeir geti gefið ef þeir vilja. Oft sé gefinn upp tölvupóstur en fólk skipti til dæmis sjaldnar um netfang en farsíma. Um það hvort fólk viti þá að hægt sé að nota póst- inn í slíkum tilgangi og hvort ekki þurfi að kanna vilja fólks til að taka þátt í vísindarannsókn segir Páll að pósturinn hafi verið boð um þátt- töku. Fólki sé þar sagt hvernig það geti samþykkt eða hafnað og við hvaða aðila það á að tala ef póst- urinn komi því í uppnám. Vill senda formlegt bréf Sigurður Guðmundsson, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Ís- lands, segist harma að þessi mistök hafi verið gerð. Hlutaðeigendur verði beðnir afsökunar og allt verði gert til að þetta endurtaki sig ekki. „Þó að vissulega sé það þannig að rannsóknarmaður en ekki stofnunin beri ábyrgð á rannsókn þá hafa svona mál áhrif á bæði orðstír stofn- ana og hvernig fólk lítur á gildi og eðli og tilgang vísindanna,“ segir Sigurður. Fundað hafi verið með fólki frá Landspítala vegna tölvu- póstmálsins í gær og von sé á form- legri afsökunarbeiðni. „Ég vil að við sendum hverjum og einum formlegt undirritað bréf, ekki tölvupóst þar sem beðist er afsök- unar,“ segir Sigurður. „Aðferða- fræðin sem var heimiluð bauð mögu- lega upp á að þessi mistök gætu gerst.“ Verkferlar í kringum svona viðkvæmar rannsóknir verði endur- skoðaðir en málið sé komið til Vís- indasiðanefndar og Persónuvernd- ar, sem bæði setji reglur og hafi eftirlit með þeim. „Það blasir við að svona upplýsingar verði aldrei send- ar með tölvupósti. Heldur verður að safna þeim á annan hátt,“ segir Sig- urður. Geri öryggisráðstafanir Persónuvernd hefur eftirlit með því að grundvallarsjónarmiðum og reglum um stjórnarskrárvarinn rétt til persónuverndar og friðhelgi einkalífs sé fylgt. Þórður Sveinsson, lögfræðingur hjá Persónuvernd, kvaðst ekki geta tjáð sig um þetta einstaka mál. Um þær reglur er gilda um dreifingu netfangalista frá sjúkrastofnun til þriðja aðila, segir Þórður að þegar um sé að ræða lista með viðkvæmum upplýsingum geti komið til þess að það þurfi leyfi frá Persónuvernd ef það eigi að afhenda þá, út fyrir þann stað þar sem þeir voru færðir. Þegar verið sé að vinna rannsókn með lista yfir einstaklinga sem telja má viðkvæman, eigi hann ekki að koma fyrir augu óviðkom- andi og gera eigi öryggisráðstafanir til að koma í veg fyrir að slíkt gerist. Einnig séu reglur um hvernig eigi að afla upplýsts samþykkis fyrir vinnslu persónuupplýsinga á heil- brigðissviði og reglur um hvernig megi nálgast þátttakendur. Að sögn Þórðar sé þar fjallað um það þegar menn hafi samband skriflega en ekki virðist beinlínis komið inn á hvernig bera eigi sig að þegar haft sé samband með tölvupósti Stjórn Geðhjálpar er að fara yfir málið og er yfirlýsingar að vænta. Geta þurft að vinna aftur trúnað  Leyfi rannsakenda afturkallað vegna mistaka við útsendingu tölvupósts þar sem allur póstlistinn birtist viðtakendum  Aðferðafræðin bauð mögulega upp á mistök  Allir verði beðnir afsökunar Póstur Svona lítur pósturinn út. Netfangalistinn hefur verið máður út svo hann verði ólesanlegur. Neðst eru klásúlur um trúnað. „Viðbrögð okkar eru mjög eindregin og mjög hörð. Það er sjaldan að við afturköllum leyfi sem við höfum gefið frá okkur,“ segir Björn Rúnar Lúð- víksson, prófessor og formaður Vísindasiðanefndar, en í málum sem þess- um, þegar spurning vaknar um að rannsakendur hafi hugsanlega gerst brotlegir við forsendur leyfisins sem veitt var til rannsóknarinnar, sé leyfið afturkallað ef brotið sé þess eðlis. Það hafi verið gert í þessu tilfelli. Búið sé að senda ábyrgðarmanni rannsóknarinnar og ábyrgð- armönnum sjúkragagnanna sem notast átti við afrit af bréfinu þar sem leyfið sé afturkallað tímabundið. Rannsakanda hafi þar verið gefinn kostur á að útskýra málið fyrir nefndinni. Hvað rannsóknir í framtíðinni varðar segir Björn aðspurður að þetta sé verðug áminning fyrir bæði rannsakendur og almenning um notkun á tölvupóstföngum og tölvupósti almennt. Björn segir því ljóst að verklag varðandi notkun tölvupósta í rannsóknarskyni verði endur- skoðað. Leyfi sjaldan afturkölluð TÖLVUPÓSTMISTÖK Björn Rúnar Lúðvíksson Fallegar gjafaumbúðir Hentar öllum Gildir hvar sem er Ármúla 13a | Borgartúni 26 | 540 3200 | www.mp.is Gjafakortið sem gildir alls staðar Þú velur upphæðina en viðtakandinn velur gjöfina. Fyrir þá einstaklinga, sem urðu fyrir því að netföng þeirra birt- ust í fjöldaútsendingu tölvu- pósts vegna rannsóknar á máli, skiptir máli um dreifingu net- fanganna að þeirra var aflað innan Landspítalans, þar á meðal á geðsviði. Fyrir marga er mjög viðkvæmt að þurfa að leita sér hjálpar vegna and- legrar vanlíðunar eða geð- sjúkdóma. Hugtakið skilgreint Lögfræðileg skilgreining hug- taksins „viðkvæmar upplýs- ingar“ er skilgreint í 8. tölul. 2. gr. laga nr. 77/2000 um per- sónuvernd og meðferð per- sónuupplýsinga. Þar er það meðal annars skilgreint sem upplýsingar um heilsuhagi, þar á meðal um erfðaeiginleika, lyfja-, áfengis- og vímuefn- anotkun. Í greinargerð með frumvarpi til laganna var tekið fram að skýring ákvæðisins skipti máli þegar kæmi að af- mörkun á því hvenær vinnsla persónuupplýsinga er leyf- isskyld skv. 33. gr. Tillit til eðlis upplýsinga Þá segir einnig: „Ljóst er að oft geta aðrar upplýsingar en þær sem hér eru taldar upp verið viðkvæmar fyrir hlutaðeigandi. Í framkvæmd verður að taka til- lit til slíks, jafnvel þótt ekki sé um að ræða upplýsingar sem teljast viðkvæmar samkvæmt upptalningu þessa ákvæðis.“ Strangari sjónarmið Hugtakið „viðkvæmar upplýs- ingar“ er síðan útfært nánar í reglum sem Persónuvernd set- ur en þar er gert ráð fyrir að strangari sjónarmið gildi um upplýsingar sem eru ekki taldar beint upp í skilgreiningu lag- anna á viðkvæmum persónu- upplýsingum en eru samt þess eðlis að fólki finnst þær við- kvæmar. T.d. upplýsingar um félagsleg vandamál, hjónaskiln- aði, ættleiðingar o.s.frv. Þá gilda þær reglur að það þurfi leyfi til vinnslu þeirra o.s.frv. „Viðkvæmar upplýsingar“ HUGTAKIÐ Frá fræðilegu sjónarmiði er skaða- bótaábyrgð barna vegna eineltis raun- hæf og líkur eru á að ef barn eða for- eldrar yrðu dæmd skaðabótaskyldir þá myndi það falla undir ábyrgð hinn- ar hefðbundnu fjölskyldutryggingar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum þverfaglegrar rannsókn- ar á einelti meðal barna en þær voru kynntar á málþingi í Öskju í gær. „Menn virðast vera hikandi við að láta reyna á þetta en eins og ég bendi á þá eru til dæmi þess að farið sé með skaðabótaábyrgð barna alveg niður í sjö til átta ára aldur annars staðar á Norðurlöndum,“ segir Daníel Reynis- son lögfræðingur um niðurstöður sín- ar. Rannsóknin byggist á meistara- verkefnum þeirra Daníels í lögfræði, Hjördísar Árnadóttur í félagsráðgjöf og Sjafnar Kristjánsdóttur í uppeldis- og menntunarfræðum en þau komust einnig að þeirri niðurstöðu að kenn- arar gegni lykilhlutverki í allri vinnu gegn einelti. Rannsóknir sýni að nýútskrifaðir grunnskólakennarar telji sig ekki fá nægilega menntun og þjálfun í einelt- ismálum í kennaranáminu og svo virð- ist sem þá skorti færni til að koma auga á einelti og eigi erfitt með að taka á eineltismálum þegar þau koma upp. Í skýrslu þremenninganna eru gerðar tillögur að úrbótum í eineltis- málum. Þar er m.a. bent á að einelti meðal barna hafi hvergi verið skil- greint í íslenskum lögum og lagt til að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna verði lögfestur. Einnig sé nauðsynlegt að setja skýrari reglur um forvarnir og viðbrögð við einelti sem eigi sér stað í íþrótta- og tómstundastarfi og að auki er lagt til að hnykkt verði á ábyrgð foreldra. holmfridur@mbl.is Börn skaðabótaskyld  Einelti meðal barna hvergi skilgreint í íslenskum lögum  Leggja þarf meiri áherslu á eineltismál í kennaranámi Morgunblaðið/Kristinn Einelti Einelti meðal barna er hvergi skilgreint í íslenskum lögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.