Morgunblaðið - 08.12.2011, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.12.2011, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/RAX Höfundur Kristjana Friðbjörnsdóttir hefur hitt ýmsa karaktera í gegnum lífið sem veitt hafa henni innblástur. Ég er að kenna landafræði Íslands á hverjum vetri og hugsaði með mér: af hverju ekki að taka þau í ferðalag um landið! Þeim finnst þetta heillandi, hvaða krökkum finnst ekki heillandi að sitja í fjör- unni með fuglana í kringum sig og hvalina fyrir utan og selina á næsta skeri? Þetta er bara raunveruleik- inn og hann er mjög fallegur. Þann- ig að vonandi munu krakkarnir síð- an flykkjast á Dalvík,“ segir Kristjana og hlær. Beint samband við lesendur Aðspurð hvert hún muni senda Ólafíu næst segir hún að krakkarnir hjálpi sér að ákveða það. Öfugt við flesta rithöfunda er hún í beinu sambandi við lesendur sína sem kennari í grunnskóla og segir að þau ráðleggi sér jafnvel með stíl. „Mér finnst það eiginlega fyndnast. Þessi bók er í dagbók- arformi og þau voru strax farin að velta fyrir sér hvaða stíll ætti að vera á næstu bók. Hvort hún ætti bara að vera sms eða tölvupóstur. Þeim fannst líka sjálfsagt að senda Ólafíu lengra austur og jafnvel til útlanda. Ég nýti mér hugmyndir krakkanna heilmikið. Enda eru þetta lesendur mínir. Þau vita hvað þau vilja, eru kröfuhörð og vita hvað eru skemmtilegar bókmenntir þótt þau séu ekki há í loftinu. Þegar ég skrifaði bækurnar um Fjóla fífils sögðu stelpurnar: jú, jú, þetta er fínt, en ég fékk skýr skilaboð frá þeim að ég þyrfti að skrifa bók þar sem stelpa væri aðalkarakterinn. Fæstir skáldsagnahöfundar ná svo beinum samskiptum við les- endur sína. Umræðan skiptir mig svo miklu máli. Þátturinn Kiljan fer bara fram í stofunni hjá mér aftur og aftur, með gagnrýnum um- ræðum, og það er alveg frábært. Þetta er mér hugmyndasmiðja.“ Spurð hvort hún vilji segja eitt- hvað að lokum segir hún svo ekki vera. „Nei, nei, eða bara allir að lesa. Lestur er bestur.“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Súpukvöld Líf og fjör á Dalvík á Fiskideginum mikla. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2011 * Gildir á meðan birgðir endast. Þú kemst í samband við jólaandann Þín ánægja er okkar markmið vodafone.is Frábær tilboð á snjöllum símum Samsung Galaxy W 64.990 kr. staðgreitt eða 5.416 kr. á mánuði í 12 mánuði Fjölskyldu ALIAS fylgir * LG Optimus Hub 39.990 kr. staðgreitt eða 3.333 kr. á mánuði í 12 mánuði Fjölskyldu ALIAS fylgir *og 2.000 kr. inneign á Tónlist.is i i i i . Íslenski úraframleiðandinn JS Watch co. Reykjavik og tveir af fremstu listamönnum þjóðarinnar, Erró og Eggert Pétursson, hafa hannað úr sem boðin verða upp til styrktar Krafti, stuðningsfélagi ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum þess. Skífa Eggerts Péturssonar er hand- máluð og á henni er blómið Stein- depla (Veronica fruticans). Á öskjunni sést hún síðan innan um Ljónslappa (Alchem- illa alpina) og Smjörlauf, líka kallað Grasvíðir (Salix herbacea). Skífa Erró er með afriti af málverki sem hann málaði árið 1992 og heitir Facescape þar sem andlitsmyndir, einkum af aukapersónum í amerískum teikni- myndasögum, birtast eins og áhorf- endaskari á fótboltaleik. Árið 1999 vann hann svo hringlaga mynd upp úr þessu sama verki en sú mynd prýðir skífuna en sjálft Faces- cape málverkið prýðir öskj- una. Uppboðið hefst í dag á heimasíðu gil- bert.is og jswatch- .com og stendur það til 20. janúar 2012. Úrauppboð Skífur skreyttar listaverkum Skemmtilegt er að koma að Gljúfra- steini og skoða hús Nóbelskáldsins. En nú á aðventunni verður þar boðið upp á upplestra rithöfunda áttunda árið í röð. Það er upplögð tilbreyting frá jólaamstrinu að setjast í stofu skáldsins þar sem rithöfundar stíga á stokk og lesa úr nýútkomnum bókum sínum. Upplestrarnir hefjast klukkan 16 og er aðgangur ókeypis en nú á sunnudaginn lesa eftirfarandi rithöf- undar úr verkum sínum; Þórarinn Eld- járn-Hávamál, Jón Kalman-Hjarta mannsins, Ragna Sigurðardóttir - Bónusstelpan og Oddný Eir Ævars- dóttir - Jarðnæði. Endilega… …heimsækið Gljúfrastein Upplestur Á Gljúfrasteini. Morgunblaðið/ÞÖK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.